Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 6
Föstudagur 27. janúar 1978. VISIR . Allt i einu sagöi Steve„hlustið þiö! Hvað var þetta?" Einhvers staðar í rústunum heyrðust æðisqenain öskur. Oa f vrr en varði«qerðusf. fólh Glenda kennari Ef menn gá vel koma þeir innan skamms auga á leikkonuna ágætu Glendu Jackson í hópnum. I haust verður frumsýnd ný kvikmynd sem hún er nú að leika i. The Class of Miss MacMichael heitir sú. Hún leikur þar kennara vandræðabarna i skóla í London. Mótleikari hennar þar er Michael Murphy sem leikur líka kennara. Reyndar leikur hann vin henn- ar í myndinni en vinur hennar í raunveruleikanum er Andy Phillips breskur leikstjóri. Konur kaupa vopn og sœkja námskeið Á meðan morðinginn eða morðingjarnir i Los Angeles hafa ekki fund- ist, rikir mikil hræðsla meðal kvenna, einkum i Hollywood. Þess eru dæmi að konur sofi með vopn eða áhöld eins og t.d. hamar undir kodda sinum og hjúkrunarkona nokkur segir i viðtali að hún hafi orðið hníf með sér i tösku sinni. Konur hafa í miklum mæli keypt byssur, hnífa og táragas svo eitthvað sé nefnt. Og þær sækja námskeið þar sem kennt er hvernig eigi að bregð- ast við sé ráðist á þær. Myndin er tekin á einu sliku námskeiði i Los Angeles og er ekki ann- að að sjá en stúlkan taki kröftuglega á móti. Umsjón: Edda Andrésdóttir Spáin gildir fyrir laugardaginn 28. janúar llrúturinn, 21. mars — 20. apríl: Þú hefur áhyggjur af fjármál* unum fyrir hádegifr en vertu ekki of svartsýnn. Skoöaðu lifið i kringum þig seinni partinn. Nautið, 21. april — 21. maí: t dag *er þér óhætt að fara ótroönar slóðir og gera eitthvað óvenjulegt. Vertu góöur við þá sem eru minnimáttar. Tviburarnir, 22. mai — 21. júnl: Athygli þin beinist að einhverju í nágrenninu i dag, sumir vatns- berar fá óstjórnlega löngun til þess að vera inni viö og helga sig dulrænum hlutum. Opnaðu hug þinn fyrir óvenjulegum áhrifum. Krabbinn, 22. júni — 23. júli: Hugur þinn er opinn fyrir góð- um áhrifum i dag, reyndu að fara i kirkju eða hugsa alvar- lega um sjálfan þig. Reyndu að skyggnast inn i framtiðina. Ljónið, 24. júli — 23. ágúst: Endurskoöaðu afstöðu þina gagnvart foreldrum eöa öðrum nákomnum ættingjum i dag. Stappaðu stálinu i félaga þina og haltu ótrauöur áfram á sömu braut. Meyjan, 24. ágúst — 23. sept: Gefðu meiri gaum að heilsu þinni. Þú gætir þurft að gripa til róttækra aðgeröa. Farðu til kirkju i dag. JSk Vogin, Yjff 24. sept. — 22. nóv: Notaðu fjármuni þina i þágu annarra vertu ekki eigingjarn, gefðu meira. Hægt er að koma hlutunum i verk ef allir taka samanhöndum og leggjasittaf mörkum. Drekinn, 24. okt. — 22. nóv.: Þú verður fyrir meiri andlegum áhrifum i dag en likamlegum. Guðspjall dagsins getur leyst úr innri togstreitu. Hogniaðurinn, 23. nóv. — 21. des.: Tilboö sem þú færð i dag kann að vera eitthvað á aðra leiö en þú hafðir gert þér i hugarlund, en taktu þvi samt. Góður dagur tií þess aö lesa kvæöi, taka myndir og gleöja börnin i kring- um þig. Steingeitin, 22. des. — 20. jan.: Reyndu að vera svolitið trúaöri en þú hefur verið. Hæfileikar þinir geta kannski orðið til að efla mannúðarmál. Taktu þátt i mannfagnaði. Vatnsbérinn, 21. jan. — 19. feb.: Þú gerist hugmyndarikur i dag, hittu annað fólk og leyfðu þvi aö njóta hæfileika þinna. Hópstarf er tilvaliö og legðuáherslu á það og góða samvinnu. Fiskarnir,. 20. feb. — 20. mars: Taktu lifinu með ró i dag. Reyndu aö vera sem mest i ein- rúmi. Lestu góða bók siödegis. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.