Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 24
VÍSIR gftnft aæflfc Smáauglýsing í Vísi er enginQf|4óauglýsing s''?' Opiö virka daga til kl. 22.00 ^PH H Hlai wÖO I Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 Urðu vor- ir við Ijósagang LANDSIG HÆTT Landsig við Kröflu er nú hætt, að þvi að talið er, og hefur land ekkert sigið undanfarna tvo daga, að sögn Einars Tjörva, yfirverkfræð- ings Kröflunefndar. Talið er að mesta umbrotahrin- an sé gengin yfir og að stöðvar- húsið viö Kröflu sé farið að risa eitthvað smávegis. 1 Kelduhverfi var allt við það sama i' gær og nótt að sögn Viöars M. Jóhannssonar, fréttaritara Visis i Kelduhverfi. bó kom nokk- uð snarpur kippur i gærkveldi. Sagöi Viðar að menn fyndu litíö fyrir skjálftunum þótt stansláus skjálftavirkni sæist á mælum. — KS — varnarliðið á ferðinni ibúar á Stokkseyri, Eyrar- bakka i borlákshöfn og viöar, urðu varir viö mikinn Ijósa- gangáhafiúti seinni partinn i gær. Fékk lögreglan á Selfössi fjöldann allan af upphringing- um vegna þessa og um tíma þagnaöi siminn vart. Þegar betur var að gáö reyndist varnarliðiö vera meö æfingu á þessum slóöum, og notaðj þaö m.a. svifblys. Óttinn um aö þarna væru menn i nauðum staddir, reyndist þvi ástæöu- laus. — EA Einum sleppt úr gœslu- varðholdi Einum mannanna sem setið hafa i gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fikniefnamál- um var sleppt i gærkvöldi. Eru þvi fjórir i gæsluvarðhaldi nú. Enn er ekki hægt að gefa upplýsingar um magn það, sem um er að ræða, en mál þessara manna tengjast. —EA Jens Alexandersson Ijósmyndari Visis tók þessa mynd f gær en þá voru menn i óða önn að taka niður eitt Ijósa- mastrið við völlinn. Melovöllurinn á suðurleið „Gamli, góði” Mela- völlurinn hefur nú brugðið fyrir sig betri fætinum og haldið af stað nokkra tugi metra i suðurátt. Nokkuð er siðan hafist var handa við niðurrif giröingarinnar sem var umhverfis völlinn og i gær voru menn i óða önn að taka niður eitt ljósamastrið við hann. Ekki hefur verið ákveðið hvað gert veröur við ljósin, hvort þau verða sett upp á nýjum stöðum eða höfð til bráðabirgða þar sem þau standa nú. Völlurinn sjálfur verður færður til vegna Þjóðarbókhlöðunnar og hann á að veröa tilbúinn 2. april næstkomandi en þá hefst Reykja- vikurmótiö i knattspyrnu. 1 fyrramálið klukkan 10 mun Vilhjálmur Hjálmarsson taka fyrstu skóflustunguna að bók- hlöðunni nýju.þar sem verður til húsa Landsbókasafn cg Háskóla- bókasafn. Húsnæði Landsbókasafnsins við Hverfisgötu verður nýtt undir Þjóðskjálasafnið. þegar þaö losn- ar. — GA Þjóðverjar funda um þátttöku í jarðefnavinnslu Fulltrúi frá islensk- um hluthöfum Jarð- efnaiðnaðar hf. er far- inn til Þýskalands til að sitja fund sem haldinn er til að ákveða hvort þýsk fyrirtæki gerist eignaraðilar að fyrir- tækinu. Af bjóðverja hálfu munu sitja fundinn fulltrúar iðnaðarráðu- neytisins þar i landi, þingmenn, og fulltrúar viðkomandi fyrir- tækja. 011 sveitarfélög á Suðurlandi eru hluthafar i þessu fyrirtæki og fjölmargir einstaklingar. í byrjun er gert ráö fyrir að flytja út byggingarefni af Mýrdals- sandi, en búast má við efnistöku viðar þegar fram liða stundir. Vestmannaeyingar eru hlut- hafar, enda hafa þeir lengi verið að velta fyrir sér á hvern hátt megi nýta gosefnin sem komu upp á yfirborðið þegar siðast gaus i Eyjum. Ingólfur Jónsson, alþingis- maöur, sem verið hefur einn af frumkvöölum stofnunar þessa fyrirtækis, sagði Visi i morgun, að samþykkt hefði verið aö fjalla ekki um þetta mál i fjöl- miölum fyrr en linurnar væru teknar að skýrast. ,,Það er ekki búið að ganga frá þvi að bjóðverjar taki þátt i þessu”, sagði Ingólfur. „Hins vegar vonum við að þessi mál komist á hreint áður en langt um liður og þá verða allar upplýsingar veittar”. —ÓT VISIR A MORGUN: Eitthvað fyrir alla í nýja helgarblaðinu Helgarblað Visis kemur i þriðja sinn út i nýju formi á morgun, laugardag. Eins og les- endur hafa tekið eftir hafa laugardagsblað Visis og upprunalega helgarblaðið runn- iðsaman I eitt blað og á morgun verður þessi helgarútgáfa 32 siður. Er þetta liður i viðtækri skipulagsbreytingum og endur- bótum á Vis i, eins og áður hefur verið kynnt. Ihinu nýja helgarblaöi Visis á morgun verður geysifjölbreytt lesetni fyrir kaupendur blaðsins um helgina. Meöal annars er rætt við Þráin Bertelsson kvik- myndagerðarmann, Gunnar Þórðarson tónlistarmann og Lummurnar hans og ýmsar gamlar iþróttakempur. Heim- sótt er sérstæð fjölskylduhljóm- sveit.rifjuð upp atriði úr hálfrar aldar sögu Slysavarnafélags Is- lands og kannaö hvort vegfar- endur i Reykjavik vilja þiggja 1 nefið. Auk þess eru fjölmargir fastir efnisþættir i helgar- blaðinu að vanda. Enn f óum við lán ,,Þetta lán I Japan cr I sam- ræmi við lánsfjáráætlun rlkis- stjórnarinnar sem lögð var fram á Alþingi fyrir jólin,” sagði Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri i morgun. Þar var gert ráö fyrir 4,9 milljarða lántökum erlendis. Þetta lán sem nú hefur verið tekið er upp á 4.04 miltjaröa. ,,Fé sem fæst með þessari lántöku verður variö tíl marg- vislegra framkvæmda”, sagði Höskuldur. Þar ber hæst byggðalinu, Rafmagnsveitur rikisins kaup á hlutabréfum i Járnblendifélaginu, jarðstöö og flugöryggistæki. —JEG SEMJA BLOÐIN HVERT FYRIR SIG? ,,Við teljum að blaðaútgef- endur verði að standa saman og vera i sama félagsskap. Þetta tókst ekki og þvi sagði formaöur félagsins af sér”, sagöi Kristinn Finnbogason framkvæmda- stjóri Timans, i samtali við Visi i morgun, þegar viö inntum hann eftir gangi mála hjá Fé- lagi blaðaútgefenda. Kristinn sagði að Dagblaðið hefði aldrei gengið i félagið og bjóðviljinn hefði sagt sig úr þvi vegna hugs- anlegs möguleika á þvi að félag- ið tengdist Félagi islenska prentiðnaðarins og þar með Vinnuveitendasambandinu. Þar með voru þrjú blöð eftir Morg- unblaðið, Timinn og Visir. Ekki hefur verið kosin stjórn i Félagi blaðaútgefenda i sex ár. ,,Það getur vel farið svo að blöðin verði að semja hvert fyrir sig”, sagði Kristinn. Blaðamenn sögðu upp samn- ingum 24. þessa mánaðar.—KP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.