Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 27.01.1978, Blaðsíða 8
( V Cr öskubusku, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi nýlega Visis-mynd Jens Alexandersson Norrœna húsið: Kvikmynd um Corl von Linné, — sýnd ó laugardag kl. 16 Kvikmynd um sænska visinda- manninn og náttúrufræðinginn Carl V. Linné verður sýnd i Nor- rænahúsinu klukkan 16 á laugar- dag. Þann 10. þessa mánaðar voru liðin tvö hundruð ár frá dauða Linné og er ártiðar hans minnst viða um heim um þessar mundir. Carl V. Linné hafði á sinum tima mikla þýðingu á sviði læknis- fræði, landafræði, liffræði, jarð- fræði og lyfjafræði. Stærstu afrek sin vann hann á sviði grasa- fræðinnar, þar sem hann fann upp aðferð til þess að flokka jurtarikið með þvi að byggja á mismunandi æxlunarkerfum jurtanna. Kerfi hans, vfkkað og aðhæft er enn notað óbreytt. Liné viðaði að sér efni til rann- sókna sinna á umfangsmiklum ferðum um Sviþjóð og þessum ferðum hefur hann lýst i mörgum ferðabókum. Carl von Linné var prestsonur frá Smálöndum Hann las læknis- fræði við Uppsalaháskóla og tók einnig guðfræðipróf til þess að fá vegabréf til Þýskalands.Hóllands og Englands. í Hollandi fékk hann útgefið verk sitt Systema Naturae. Hann var prófessor i læknis- og náttúrufræði við Upp- salaháskóla þar sem hann starfaði til dauðadags. —KP Metaðsókn í Þjóðleikhósinu Fjoður verður að fimm hœnum — nemendur Leiklistarskólans vinna að lokaverkefni sínu Aðsókn hefur verið með eindæmum góð hjá Þjóð- leikhúsinu í vetur. Oftast hefur verið sýnt fyrir fullu húsi. Niu verk hafa verið á fjölunum ýmist á stóra sviðinu/ litla sviðinu/ í skólum eða i leikför um landiö. Nýtt barnaleikrit hefur nú verið frumsýnt, en það er öskubuska. Alls koma tæplega 30 leikarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar fram i þeirri sýningu. Aðalhlut- verkið, öskubusku, leikur Edda Þórarinsdóttir. Þjóðleikhúsið frumsýndi i haust þrjú ný verk og hefur það aldrei gerst áður i sögu þess á einu og sama hausti. öli þessi leikrit hafa fengið hinar bestu viðtökur og eru sýnd nánast fyrir fullu húsi. 'I’ýnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnarsson var frumsýnd i september og hefur til þessa verið sýnd 27 sinnum. Grænjaxlar, hóp- vinnuverk Péturs Gunnarssonar og Spilverks þjóðanna hefur verið sýnt 29 sinnum.aðallega i skólum. Annað eins iiggur nú fyrir af pöntunum. Stalin er ekki hér eftir Véstein Lúðviksson, hefur einnig hlotið góða dóma og er alltaf upp- selt á sýningarnar. Uppselt hefur verið á allar sýn- ingar á Fröken-Margréti, sem sýnd hefur verið á litla sviðinu siðan i haust. Æfingar standa yfir á einu af stórverkum heimsbókmennt- anna, ödipus konungi eftir Sófó- kles i islenskum búningi Helga Hálfdánarsonar. Einnig standa yfir æfingar á gamanleiknum A sama tima að ári eftir Bernard Slade, en leikritið verður frum- sýnt utan Reykjavikur. Káta ekkjan eftir Léhar verður væntanlega frumsýnd þann 22. mars. — KP. Samkomur Samkoma á veguin Kristilegs sjómannastarfs verður haldin að Fálkagötu 10 á sunnudag kl. 4. Þar mun Þórður Jóhannesson sjóm annatrúboði prcdika, en hann hefur um árabil haldið sam- koinur á þessum stað. Ennfremur mun séra Kolbeinn Þorleifsson sýna litskyggnur, sem hann hefur tekið saman um starfsemi félags- ins. „Þetta leikrit er tilbrigði um ævintýri eftir H.C. Andersen sem nefnist „Það er alveg áreiðan- legt”, sagði Flosi ólafsson leikari i samtali við Visi. Hann hefur samið þessi tilbrigði sérstaklega fyrir nemendur i Leiklistarskóla islands sem Ijúka námi i vor. Þetta er lokaverkefni þeirra. Æfingar standa nú yfir og er leikritið fært upp i samvinnu við alla sem standa að sýningunni. Þetta litla ævintýri H.C. Ander- sen fjallar um það þegar rógvélin fer i gang og gerir eina fjöður að fimm hænum. Flosi sagði að það hefði ráðið úrslitum við val þessa verkefnis að i fjórða bekk skólans eru nú sjö konur og einn karlmaður. Þórhildur Þorleifsdóttir er leik- stjóri og Messiana Tómasdóttir gerir leiktjöldin. —KP Spartacus í Austur- bœjarbíói Menningartengsl tslands og Ráðstjórnarrikjanna gangast fyrir sýningu á kvikmyndinni Spartacus i Austurbæjarbiói á laugardaginn klukkan 15. Þetta er litkvikmynd gerð árið 1975 eftir samnefndum ballett Arams Khatsatúrjans. Maris Liepa sem starfaði hér i Þjóðleikhúsinu á siðasta ári fer með eitt aðalhlutverkið i kvik- myndinni. —KP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.