Vísir - 11.03.1978, Page 5

Vísir - 11.03.1978, Page 5
visra Laugardagur 11. mars 1978 5 inda Sjálfstæ&isflokksins, aö út- vega þeim fréttir af fundum Sósialistaflokksins”. 1 sama streng viröist Þjóðviljinn taka ef marka má forsiðufrétt Visis daginn eftir. Páll og önnur hernaöar- mannvirki Þann dag eru nokkrir kunnir borgarar jafnframt inntir álits á njósnamálinu. Margir forystu- menn sósialista vilja ekkert láta eftir sér hafa. Og svar Halldórs Laxness var: „Ég er ekkert interesseraður i njósnum. Þetta er siðvenja um allan heim, og ekkert við þvi að segja þó að oft sé verið að slá þessu upp. Ég nenni ekki að lesa um njósnir”. Þórbergur Þóröarson segir: ,,Ég vildi varpa fram spurningu i staðinn: Hvaö segið þér um þaö, að Bandarikjamenn hafa skrásett mikið af íslendingum og njósnað um þeirra æviferil? Má ég spyrja, — heyrir þetta ekki undir njósnir?” Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur, sem þá var formaður Sósialistafélags Reykjavikur er hress að vanda. Hann svarar svo: „Sjaldan hef ég flotinu neitað”, sagði maðurinn, og ég býst við, aö likt sé háttaö um sendiráð allra hervelda, aö þau þiggi meö glöðu geöi aðstoð þeirra, sem hafa skap og sið- ferðisstig til þess að stunda njósnir fyrir þau. Persónulega þekki ég að minnsta kosti til þess, að um sjálfan mig hefur um tuttugu ára skeið verið hald- in nákvæm skýrsla i ameriska sendiráðinu hér i Reykjavik, og þess vegna er ég ekki hissa, þó aö fró&leikslöngun sé hjá sendi- mönnum annarra þjóða um hernaöarmannvirki, sem eru Cinn kemur þá annar fer — Antonow mætir til leiks. stærri um sig en ég er, þó að alltaf éti maður nú meira en vigtartöflur heimilisdálkanna leyfa! Um hinn islenska mann vil ég ekki segja margt, nema kannski við setjum hérna eina visu: Sjálfsbjargarviðleitni veröur að tryggja, ef vonlitið er, að fylgi henni gróði, og ónýtir njósnarar eiga að þiggja, atvinnubætur úr Rikissjóöi”. Óheppni Lev og Lev Og þeir félagar Lev Dimitriev og Lev Kisilev fóru til sins heima og hefur ekki til þeirra spurst siöan, svo vitað sé. Kannski hafa þeir bætt ráð sitt á einhverjum prýðilegum heilsu- hælum i Sovét. En sem frá var sagt i upphafi þessa pistils kem- ur maður i manna stað. Engar spurnir höfum við af starfi An tonows, arftaka þeirra bakkabræðra. Og langt er nú um liðið siðan ferskar njósnabombur hafa komið i hendur andkommúnista, þótt Morgunblaðið fylgist grannt með ferðum kafbáta. Er ekki kominn timi til aö eitthvað fari að gerast i þessum málum? Og hvernig væri að fá nú einu sinni eitt kapitaliskt njósnamál til til- breytingar? Þvi þeir eru allir eins, að sögn fróðra manna. Munurinn er aðeins sá að sumir eru gómaðir, aðrir ekki. Þeir Leifur Kisilev og Leifur Dimitriev fá ekki viöurnefni nafna sins heppna. —-AÞ. Góð húsgögn ó góðu verði FRÁ KR. 64 ÞÚS. Stólar, sófi og borð Komið og sjóið sýnishorn *eíU?erot,- Eyjagötu 7, Orfirisey Reykjavik simar 14093—13320 A heimleið — Kivilev veifar t.h. en Dimitriev er lengst t.v. við brott- för þeirra 1. mars. Við hliö Dimitrievs er kona Kisilevs og litla stúlkan er dóttir hans. aiiíB mo ob suMmusTM HÚSEÚBH m um mh ■■ mmu emu ig njósnararnir voru „gripnir”. Hún er meö fyrirsögninni: „ÞEGAR NJÓSNARARNIR FÉLLU t GILDRUNA — Atburðurinn við Hafravatn”. Blaðamenn VIsis hafa soðið saman fréttir um ferðina þegar lögð var gildra fyrir njósnar- ana, og eru birtar myndir frá fundi þeirra og lögreglunnar. Höfðu Rússarnir stefnt tslend- ingnum til fundar við sig við Hafravatn, og leyndust tveir lögreglumenn i aftursæti bif- reiðar hans. Annars staðar i Vísi er svo birt itarleg skýrsla dómsmálaráðuneytisins um málið, og þar er sagt frá þvi hvernig islensk yfirvöld fylgd- ust með viðskiptum tslendings- ins og Rússanna, eftir að hann hafði tilkynnt þeim um málið. Höfðu Rússarnir falið honum m.a. að afla ýmissa upplýsinga um Keflavikurflugvöll o.fl. Allt er það hiö fróölegasta mál, en hér gefst ekki rúm til aö rifja nákvæmlega upp einstök efnis- atriði. Afturámóti skulum við kikja á hina dramatisku frásögn hins andkommúniska dagbla&s Visis af þvi þegar óvinurinn var gómaður glóðvolgur. en siöan aftur út á Vesturlands- veg. Þeir voru farnir framhjá. Gat verið að þeir hefðu uppgötv- að eitthvað og ætluöu að koma sér undan? Nei, á hæöinni fyrir ofan Vesturlandsveg er þessum ókunnuga bil snúið við og aftur upp að Hafravatni. Þeir eru varkárir, kanna fyrst sviðið”. Dimitriev og Kisilev í klipu Síðan segir frá þvi að annar Rússanna, sá yngri, Dimitriev fer yfir i bil Ragnars Gunnars- sonar og segir honum að aka af stað. Hinn billinn fylgir á eftir. Sá verður siðan var við óboöna gestina i aftursætinu. „Hvaö eru þeir að gera, hróp- ar Rússinn i fáti. — Spilið er úti, segja íslend- ingarnir, fara út úr bilnum með Rússann og að hinum bilnum, sem einnig hefur numið staðar. Kisilev sendiráðsritari gerir enga tilraun til að komast und- an, enda þýðir þaö ekki. Nú lok- ar lögreglan öllum vegum og merki hafa verið gefin gegnum sendistöðvarnar. Lögreglan kemur að úr öllum áttum á bil- um og mótorhjólum... ...t fyrstu vilja tvimenning- arnir ekkert tala. Túlkurinn Dimitriev sem hefur stundaö nám við Háskólann i islensku og hefur áður verið fullfær i ensku segir ekki orð, aðeins hristir höfuðið. Eldri maöurinn Kisilev þegir lika I fyrstu”. Bjarki tekur til sinna ráða Loks svarar Kisilev spurning- um á þýsku. Bjarki Eliasson spyr: ,,-Hver eruð þér? Rússinn neitar að segja til nafns. Ég vil sjá númerið á ykk- ur, segir hann. Hvernig leyfið þið ykkur að stööva okkur? Bjarki svarar: — Þér verðið að segja mér hvaö þér heitið og sýna mér skilriki upp á þaö”. 1 fyrstu neita sendiráösmenn, en svo fer að lokum að báðir sýna skilriki sin og eru skrifaöir upp. Blaðamaður VIsis getur þess aö hinn ungi Dimitriev hafi verið hræddur. „Hvað verður gert við hann og máske hugsar hann til réttarfarsins i hinu sósialiska riki. En Bjarki varð- stjóri tilkynnir aöeins: — Jæja, þá er það ekki meira”. Siðan fá Rússarnir að aka á brott. En islenska rikisstjórnin ákveður að visa þeim úr landi. „Liggja í því" Sem gefur aö skilja fylgja þessu ýmis eftirmál næstu daga og vikur I blöðunum. Bjarni Benedikstson, dómsmálaráð- herra lætur hafa eftir sér i Visi þennan sama dag, aö vafalaust hafi verið leitað til margra fleiri Islendinga um njósnastörf. Og á baksiðunni segir Einar Olgeirs- son, foringi Sósialistaflokksins i svari viö spurningu um þaö hvort nokkur vafi geti leikið á þvi aö Rússarnir hafi viljaö fá Ragnar til að njósna fyrir sig: „Jú, þetta er allt öðru visi en blýantsmáliö. Rússarnir liggja hér i þvi”. I samtalinu segir Einar ennfremur m.a.: „Ragn- ar hefur um árabil gengið er- Bjarki skoðar pappira sendi- ráðsritarans Njósnarar speglast í fag- urbláu vatni? „Einn af fallegri og fri&sælli stöðum i nágrenni Reykjavikur er Hafravatn”, byrjar þessi lýriski blaðamaður reyfara sinn. „A sumrin leita bæjarbúa’r þangað til að njóta náttúrunnai; sjá fagurblátt vatnið, sem sum- arbústaðirnir speglast i...” o.s.frv. Eftir nokkrar bókmenntalegar æfingar segir blaðamaðurinn: „Þar (þ.e. við Hafravatn) átti einn dag nú I vikunni að fremja skuggalegan verknað. Otlendir sendimenn voru þar að verki og hugðust fá islenskan mann til að stunda njósnir. Þeir höfðu valiö fyrir fundarstaö ein af þessum afskekktu vegamótum við Hafravatn I kvosinni á bak við tllfarsfell, sem sést frá Reykja- vik”. Síðar segir: „Lögreglustjór- inn og saksóknarinn og liös- menn þeirra höfðu undirbúiö og skipulagt allt af sérstakri nákvæmni. Gildran var tilbúin. Nú var aðeins aö biða og sjá hvort hinir rússnesku tilræðis- menn gengju i hana. Allt i einu sást ljósglampi. Þaö voru lugtir frá bifreið. Gat þetta verið? Það vantaði hálf- tima upp á fundartimann (mánudagur 25. febrúar, kl. 20.30). Bilnum var ekið i myrkr- inu frá Alafossi, að Hafravatni

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.