Vísir - 11.03.1978, Side 10

Vísir - 11.03.1978, Side 10
Laugardagur 11. mars 1978 vism 10 utgefandi: Framkvæmdarstjóri: Ritstjórar: V Reykjaprent h/f Davió Guómundsson Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjornarfulltrui: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð mundur G. Petursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson Blaðamenn: Edda Andresdottir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónina Michaelsdottir. Katrín Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefansson, Oli Tynes. Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blóndal, Gylfi Kristjánsson. Ljosmyndir: Jens Alexandersson. Jón Einar Guöjónsson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Pall Stefánssor Dreifingarstjóri: Sigurður R Petursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 63260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 1 linur Askriftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 90 eintakið. Prentun Blaðaprent h/t. Frá frómum óskum til hins kalda veruleika Belgradráðstef nunni er nú lok- ið án þess að samkomulag hafi orðið um mannréttindamálin. Þrefið um þau hefur staðið mán- uðum saman. Þó að árangurinn sé takmarkaður lýsa niðurstöður ráðstef nunnar ágætlega þeim að- stæðum, sem þjóðir Evrópu búa við að þessu leyti. Með hliðsjón af þeirri öflugu sókn, er hófst á siðasta ári fyrir auknum mannréttindum, veldur lokayf irlýsing Belgradráðstef n- unnar vonbeigðum, þó að hún komi í sjálfu sér ekki á óvart. Þær vonir, sem menn hafa bund- ið við Helsinkisáttmálann að þvi er varðar aukið einstaklings- frelsi, hafa óneitanlega dvínað. Sannleikurinn er þó sá, að frá undirritun Helsinkisáttmálans hefur ýmislegt markvert gerst i þessum efnum. I sósíalísku rikj- unum hafa mannréttindahreyf- ingar hagnýtt sér Helsinkisátt- málann með ótvíræðum hætti til þess að knýja á um aukið frelsi. Þetta hefur komið áþreifan- lega fram bæði í Tékkóslóvakíu og Ráðstjórnarríkjunum og reyndar viðar. Viðbrögð stjórn- valda benda eindregið til þess, að mannréttindahreyfingarnar hafi með Helsinkisáttmálanum beitt vopni sem bítur. Ekki síst fyrir þá sök er slæmt að reikningarnir skuli ekki haf a verið gerðir upp á Belgradráðstefnunni eins og til stóð. Þegar Einar Ágústsson utan- rikisráðherra fór á undirbún- ingsfund öryggisráðstefnunnar i Helsinki fyrir fimm árum sagði hann i ræðu, að viðleitni þjóðanna i þessum efnum byggðist ekki á orðum einum heldur aðgerðum. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra lagði einnig áherslu á þetta sjónarmið á lokafundi öryggis- ráðstefnunnar. Forsætisráðherra sagði þá, að öryggisráðstefnan markaði upp-^ haf en ekki endi. Samþykktir hennar væru óneitanlega merkur áfangi, því að orð væru til alls fyrst. Þó að (slendingar leggi ekki mikið af mörkum í þessum efnum er okkur rétt og skylt að halda þessum sjónarmiðum á- kveðið fram á erlendum vett- vangi. Það upphaf, sem öryggisráð- stefnan markaði var m.a. fyrir- heit um að brotnir yrði niður múrar tortryggni milli einstak- linga og þjóða. Samþykktir ráð- stefnunnar um aukin mannleg samskipti, óhefta upplýsinga- miðlun, menningartengsl og óskorað ferðafrelsi voru þunga- miðja þeirrar nýju viðleitni til bættrar sambúðar þjóða, er þarna hófst. í lýðfrjálsum ríkjum hdyra mannréttindi til sjálfsagðra hluta. En í raun og veru eru þeir miklu f leiri, er sitja ekki aðeins i andlegum fjötrum heldur eru einnig hnepptir í átthagaf jötra. Þessar aðstæður skilja í sundur bjóðir og einstaklinga. Þessar mismunandi aðstæður eiga enn- fremur sinn þátt í því að við verðum að búa við vopnaðan f rið. Nú eru senn liðin þrjú ár frá Helsinkif undinum og enn standa orðin tóm. Þau hafa ekki nema i takmörkuðum mæli orðið upphaf aðgerða og niðurstaða Belgrad- ráðstefnunnar sýnir að enn er langt í land að þau breytist i veruleika. Belgradráðstef nan hef ur sýnt að það er langur vegur frá f rómum óskum til hins kalda veruleika. íslensk utanríkispólitík verður að mótast af því að mannrétt- indabaráttan er ekki bundin við landamæri. Andlegir fjötrar eru ekkert innanríkismál. Frjálsar þjóðir hljóta þvi að ef la enn sókn- ina gegn alræðisvaldinu og i því ef ni gildir einu hvort það er brúnt eða rautt. Þrátt fyrir allt hefur mann- réttindahreyfingin verið að efl- ast og i f jötraþjóðfélögum Evrópu hefur fjálshuga fólk, sem berst neðanjarðar fyrir rétt- indum er við teljum eðlileg og sjálfsögð, notað Helsinkisáttmál- ann i viðureign sinni við alræðis- valdið. Þessi barátta er ekki að- eins mikilvæg fyrir það fólk, sem á i hlut, hún er í raun og veru einn af hornsteinum bættrar sambúð- ar þjóða í milli. EITT 1 EINU ef tir Steinunni Sigurðardóttur ANGIST OPINBERS STARFSMANNS Ó, sláðu hægt mitt hjarta væri núna ágætis viðkvæði hjá opin- berum starfsmönnum, eftir að hafa sameinast svo glæsilega um að sundrast fyrsta og annan mars. Hinir opinberu eru nú dáldið eins og tvistraður hænu- hópur eftir vikið, og spurning hvort aðgerðirnar voru ekki verri en engar úr þvi þær voru ekki viðtækar.i en þetta. Þegar þörf krefur i framtiðinni er von- andi að takist að ná hópnum jafn vel saman og i verkfallinu i haust — ef ekki er best að sleppa öllu brölti og fara heim að leggja sig. Það.er sláandi miðað við for- sendur fyrir verkfallinu fyrsta og annan mars, að það var asi sem stóð saman en bsrb sem tvistraðist. Hinir siðarnefndu höfðu augljóslega veigameiri forsendur til aögerðanna þvi að asi-fólk getur farið i sitt verkfall fyrsta april, eftir að hafa sagt upp samningum, en það er nú ekki svo gott hjá bsrb með sinn takmarkaða samningsrétt. ASI gat þess vegna beðið rólegt til fyrsta aprfl. BSRB gat siöur beðið, nema þá til eilifðar, svo varnarlítiö sem það er gegn til- tækjum stjórnvalda. Fróðlegt er að_velta fyrir sér ástæðum til þess að mótmæla verkfallið fór eins og það fór, hvað snertir opinbera starfs- menn. Það er ljóst, að málin höfðu ekki verið nægilega rædd i félögunum, einnig hitt að stjórn- völdum tókst reglulega vel að terrorísera vinnulýðinn. Fyrir- fram hefði kannski mátt ætla aö hótanirnar yrðu til þess eins að hleypa illu blóði i lýðinn, og koma i veg fyrir að nokkur sála kæmi til vinnu. En reisnin er nú ekki meiri en þetta, og greini- legt að stjórnvöld þekkja sitt heimafólk jafnvel betur en for- ystumenn þess. Það er full ástæða til að óska hlutaðeigend- um til hamingju með vel heppn- aða terroriseringu. Hver skilur svosem ekki ang- ist opinbers starfsmanns, þegar það á að svipta hann stórum hluta laufléttra mánaðarlauna. Það er amk liklegt, að verkafólk skilji þá angist, þótt það hafi ekki látið hana ráða svo miklu i kjarabaráttu undangenginna ára. Leikar virtust fara svo, að þaö sem einna helst réði gerðum hinn „löghlýðnu,, einstaklinga fyrsta og annan mars var til- hugsunin um krónurnar, sem ekki yrðu á launaseðlinum um næstu mánaðamót. Flestar „Hver skilur svosem ekki angist opinbers starfsmanns, þegar það á að svipta hann stórum hluta laufléttra mánaðarlauna”. aðrar ástæður voru þó tilnefnd- ■ar viö ýmis ónefnd tækifæri og fimlega rökstu 'dar, það var spurt: hvað á þetta verkfall að þýða? (já, til hvers er nokkrum sköpuðum hlut yfirleitt mót- mælt, má þetta ekki allt vera svona?) Þetta meö launaseðil- inn er góð og gild ástæða en menn áttu þá bara að segja það, og vera ekkert aö klipa utan af þvi. Æ það er kannski ósann- gjarnt að ætlast til svo mikils. Einn opinber starfsmaöur var þó svo fyndinn aö segja mér, að auðvitað ættu menn að láta samviskuna ráða þvi hvort þeir mættu i vinnuna eba ekki, en hann hefði þvi miður enga samvisku. Húrra. En fylgir ekki öllu gamni nokkur alvara. Nú má heldur ekki gleyma þvi aö menn voru sem fyrr treg. ir til að gera það upp við sjálfa sig, hvað skyldi til ráða, og gerðu það fremur upp við aðra. Enda virðist hafa verið algeng- ast á vinnustöðum, að annað- hvort mættu flestir eða fæstir. Helmingur mætir og hinn helm- ingurinn ekki var öllu sjald- gæfara, enda er jafnan átaka- minnst að fylgja fjöldanum og vera ekki með neitt privat og persónulegt ákvarðanabrölt. Það var til dæmis hugljúft að heyra, hve fáir þorðu að skrópa -i ráðuneytunum. Ekki hefur þeim litist á að hitta herra sina eftir svoleiðis syndir — nema kannski stjórnin sé búin að út- rýma öllu úr ráðuneytunum, nema dyggðum skrýddum og löghlýðnum fylgismönnum og fylgjukonum. Þvi auðvitað fór samviskan soldið eftir stjórnmálaskoöun fyrsta og annan mars. Ónefnd- um opinberum framsSknar- mönnum leist að minnsta kosti ekkert á þessa vitleysu, og allt verður þetta nú að hafa sinn gang, það eru að koma kosn- ingar. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort tveggja daga verkfall var eina rétta svarið við ólögum rikisstjórnarinnar. En um það er vart hægt að deila, að launþegum var fyrir bestu, eftir að forystan hafði mælst til verkfallsins, að láta stéttvisi ráða og sýna hvers samtökin eru megnug. Forystan hefði hins vegar átt að láta skynsemina ráða, en ekki ein- hverja sigurvimu eftir vel- heppnað verkfall i haust, og hefði ekki átt aö reyna að gera það sem ekki er hægt. Stjórnvöld ættu lfka aö geta lært ýmislegt af fyrsta og öðrum mars. Það er svo, þótt aðgerö- irnar hafi kannski ekki heppn- ast nema til hálfs, að meiri þungi er i launamönnum en áð- ur (samanber Guðmund J. i sjónvarpinu) og varla hægt að komast hjá þvi lengur aö fara að fara i vasa þeirra sem hafa eitt- hvað i vösunum. Það er ósenni- legtað þessi þungi i launamönn- um minnkaði nokkuð þótt aörir kæmust i stjórn. I þeim efnum er þó best að vera aldrei of viss.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.