Vísir - 01.04.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 01.04.1978, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 1. april 1978 visra dag og er bara stoltur af þvi. Það er alltaf verið að hrópa þaö þegar maður kemur niöur i bæ. En mér var stritt á þessu fyrst. Það komst auðvitaö upp þegar ég byrjaði I skóla, að ég héti Visir og menn sögðu skýringuna vera þá aö ég hefði selt svo mik- ið af Visi. En þaö hafði ég reyndar ekki. Ég geröi eina til- raun og þeir glottu i af- greiðslunni þegar ég smáhnokki var beðinn um fullt nafn. Þeir hugsuðu greinilega með sér að þarna væri einn á ferðinni sem ætlaði sér að fá blöð og láta ekki sjá sig meir. En ég fékk blöðin og seldi eitthvað og mig minnir að ég hafi fengið nóg fyrir bió- ferð. En ég seldi Visi ekki aftur. Mér fannst það hálf asnalegt að standa úti á götu og hrópa nafn- ið mitt! ” //Vegvísir— klukkuvísir" „Annars er algengt að fólk trúi mér ekki þegar ég segi hvað ég heiti. „Visir að hverju”, segja margir, „vegvisir eða klukkuvisir?” En þegar mér hefur tekist að sannfæra fólk þá finnst þvi þetta sniðugt nafn. Ég legg lika stundum gátu fyrir fólk. Ég segist hafa millinafn sem byrji á V.... — það heyrist oft og sjáist daglega á prenti. Oftast er ég búinn að stafa allt nafnið áður en fólki dettur i hug að nafnið geti verið Visir!” „A minum æskustöðvum, — i Skagafiröi — var ég alltaf kallaður Jói Visir. Það var til aðgreiningar, þvi þar á ég fullt af frændum sem heita Jóhann. Annars skrifa ég mig oftast Jóhann V. En Visir getur verið ágætt nafn á vixla. Af hverju? Hefurðu ekki heyrt söguna um manninn sem hét Timoteus eða einhverju öðru álika. Hann baö um vixil en fékk synjun. Hvaö heitiröu annars? sagði svo bankastjórinn. Timoteus sagði til nafns og bankastjórinn lifnaði allur við. Nei, þetta nafn eigum við ekki á spjaldskrá, við verðum að fá það. Og hann fékk vixilinn!” „Ég hef ekki reynt þetta en hef gert það að gamni minu að skrifa fullt nafn á vixla. Sjálf- sagt hafa þeir velt þessu furðu- lega nafni fyrir sér...” //Geri það sama og Hitler..." — Þú kallar þig stud, duk. Hvað er það? „Ég geri það sama og Hitler gerði áður en hann varð ein- ræðisherra. Hann var vegg- fóðrari og málari. Ég er reynd- ar veggfóðrari og dúklagninga- maður sem er að mestu það sama. Liklega hafa það verið limin sem gerðu Hitler skritinn. Ég hef ekki fundið fyrir neinum einkennum, enda búið aö taka mörg þessara efna úr umferð núna. En hefurðu ekki heyrt af þvi þegar Patton var eitt sinn spurður af hverju hann væri að flýta sér svona. „Ég er að flýta mér til Berlinar til þess að ja, **'» ° at að segia \ra oQ heitir n®9\® y„uuur hér a » «>■ na\*" . _ @r ÞaökomokKuj sem er vísir 9 e Gunnarsson^^,^ „ASNALEGT AÐ STANDA ÚTI Á GÖTU OG Vísir hefur fundið nafna sinn sem heitir Jóhann Vísir Gunnarsson HROPA NAFNIÐ HIITT... ## Texti: Edda Andrésdóttir Myndir: Björgvin Pálsson ,,Amma mín heitir Lo- visa..." „Ég reyndi eins og ég gat að mótmæla þessu með þvi að gráta kröftuglega við skirnina. En allt kom fyrir ekki. Nafnið kemur frá ömmu minni, sem heitir Lovisa. Visir var eina nafnið sem kom til greina sem liktist þvi og mér skilst aö mamma hafi tekið endanlega ákvöröun.” „Jú, senniléga hefur meining- in verið sú upphaflega aö ég yröi stelpa. Það voru komnir fjórir strákar á undan mér og nú erum við sex bræðurnir og tvær systur. Við erum ein af þessum gömlu fjölskyldum. Nei, nöfn systkina minna eru öll ósköp venjuleg.” „Ég er ánægður með nafniö I slátra veggfóðraranum”, svar- aði hann og átti auðvitað við Hitler”. „En það var þetta með stud. duk. Það kemur ekki ósjaldan fyrir að stelpur sem maður er t.d. að dansa við á böllum spyrja? Hvað gerir þú? Ég og kunningjar minir höfum þá gjarnan leikið okkur að þvi að segja. „Ég er söðlasmiöur” eða „Ég er seglasaumari” eða annað álika. Það bregst þá ekki aö áhuginn er rokinn út i veður og vind. En ef maöur segir. „Ég er stud. duk” er spurt. „Hvað eru það mörg ár i Háskólan- um?” „Fjögur ár i Háskólanum á Holtinu”, svarar maður þá. En það er Iðnskólinn. „En nú er að koma vor og þá vil ég komast út. Ég og kunningi minn erum farnir að dreifa hús- dýraáburði i garöa. Við höfum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.