Vísir - 01.04.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 01.04.1978, Blaðsíða 11
11 vísm Laugardagur 1. april 1978 5UIPWYNDIR AF AnERTKU Eftir Ölaf Hauksson Mest gagnrýndi fjölmiðillinn f .siðasta pistli var fjallað um ameriska sjónvarpsdagskrá, og lauslega um þá gagnrýni sem hún hlýtur. En það er ekki hægt að segja skilið við ameriskt sjónvarp án þess að geta nánar um gagnrýnina á það. Sjónvarp er rikari þáttur i daglegu lifi Amerikana en nokkurrar annarrar þjóðar. 97% allra heimila (71,5millj.) hafa sjónvarpstæki. Það eru fleiri heimili en hafa innanhúss salernisskál eða sima. 45% hafa fleiri en eitt tæki. Að meðaltali er kveikt á sjónvarpi á amerisku heimili i 6 klukkutima og 8 minútur daglega. Hver Amerikani horfir að jafnaði á sjónvarp i 2 klst. og 53 minútur daglega (tölur frá 1977). Margir Amerikanar eru sjón- varpssjúklingar. Þeir koma heim úr vinnunni, setjast fyrir framan sjónvarpið, og standa ekki upp nema tvisvar til að borða, og til að fara að sofa. Börn horfa stundum mest allra á sjónvarpið. Fjöldinn af fólki hefur alla sina vitneskju úr sjónvarpi. Það les hvorki blöð né timarit. Daniel Schorr, fyrrum frétta- maður hjá CBS, segir að margir sjónvarpsáhorfendur séu hættir að greina milli alvöru og skáld- skapar i sjónvarpinu. Þeir horfa á fréttirnar eins og hvern annan þátt. Leikþættir um raunveru- lega atburði taka á sig mynd raunveruleikans, og raunveru- leikinn verður að skáldskap. Schorr segir að margir Amerik- anar þekki leikarann Peter Finch sem Rabin, fyrrum for- sætisráðherra Israel. Finch lék Rabin i sjónvarpsmynd um árásina á Entebbe i Uganda. Þetta fólk mundi ekki kannast við mynd af hinum raunveru- lega Rabin, segir Schorr. Gagnrýnendur amerisks sjón- varps segja að glápið væri i sjálfu sér ekki svo slæmt ef dag- skráin væri ekki svona for- heimskandi. Þættir eru miðaðir við, að fólk á lágu greindarstigi geti notið þeirra fyrirhafnar- laust. Þeir sem horfa mikið á sjónvarp kunna formúlurnar að þáttunum utanað, og geta sagt fyrirfram hvernig mynd endar. En fólk almennt hefur enn ekki lært að horfa gagnrýnið á sjónvarp Það er auðvelt að horfa á sjónvarp, mun auðveldara en að lesa blað eða bók. Margir telja þvi afslöppun i að horfa á sjón- varp. Gagnrýnendur benda hins vegar á að fólk verði spennt og æst við að horfa á sjónvarp og njóti þvi litillar afslöppunar. Hið mikla sjónvarpsgláp Bandarikjamanna hefur verið rannsóknarefni alls konar fræðinga i mörg ár. En ein athyglisverðasta rannsóknin var gerð i desember siðast- liðnum, af dagblaðinu Detroit Free Press. Blaðið fylgdist með. fimm fjölskyldum I heilan mánuð, með slökkt á heimilis- sjónvarpinu. Fjölskyldurnar horfðu yfirleitt mikið á sjónvarp áður en lokað var fyrir. Ein fjöl- skyldan hafði kveikt á sjónvarpi 70tima i viku, eða lOtima á dag. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að fjölskyldurnar voru orðnar svo háðar sjónvarpi, að alls konar taugaveiklum og vandræði gerðu vart við sig þegar slökkt var á tækinu i heilan mánuð. Hjá einni fjölskyldunni urðu bæði hjónin taugaveikluð, og eiginmaðurinn jók reykingar úr einum pakka upp i tvo af sigar- ettum á dag. En þau fóru meira út, töluðu meira saman, léku meira viðbörnin, lásu meira, og fóru fyrr i rúmið — ekki endi- lega til að sofa. Bóndafjölskylda i hópnum naut sjónvarpsleysisins. Eigin- maðurinn var hressari, þvi að hann svaf meira, og eiginkon- unni varð meira úr verki. Það voru helst börnin sem áttu erfitt með sjónvarpsleysið. Þriðja fjölskyldan, með átta börn, hafði aðallega horft á sjónvarp vegna þess að önnur skemmtan var of dýr. Eftir lokunina átti eiginmaður i mestum vandræðunum. Hann var vanur að horfa mikið á iþróttir. Hann hætti að tala við konu sina fyrst i stað. Börnin lærðu hins vegar að hlusta á út- varp. 1 lok mánaðarins var fjöl- skyldan farin að njóta saman að hlusta á tðnlist, lesa, og bara vera saman. Fjórða fjölskyldan voru barn- laus hjón. A rannsóknartima- bilinu þurfti eiginmaðurinn að fara burt i 11 daga. Konan varð mjög einmana, og þurfti að taka svefnpillur. Þegar eigin- maðurinn kom heim i sjón- varpsleysið gerðist hann tauga- óstyrkur, honum leiddist, og hann reykti helmingi meira. Fimmta fjölskyldan átti i erfiðleikum i fyrstu, en fór svo að njóta þess að lesa meira, fara meira út og fara fyrr i rúmið. Eftir að sjónvarpslausa tima- bilinu lauk ákvað þessi fjöl- skylda að hætta alveg að horfa á sjónvarp. En eiginkonan benti á að á löngum og dimmum vetrarkvöldum gerði sjónvarpið sitt til að stytta fólki stundirnar. Detroit Free Press greiddi fjölskyldunum 100 þúsund krónur fyrir að horfa ekki á sjónvarpið i einn mánuð. Það vakti mikla athygli blaðsins aö af 120 fjölskyldum sem spurðar voru, hvort þær vildu taka þátt i rannsókninni, þá þverneituðu 93, þrátt fyrir peningaboðið. Þrir ungir prentarar i Ann Arbor I Michigan stofnuðu fyrir nokkru samtök um að slökkva á sjónvarpstækjum. Þeir voru orðnir hræddir við eigið sjón- varpsgláp og vina sinna. Fólk slökkti ekki einu sinni á sjón- varpinu þegar gestir komu. Samtök prentaranna hafa nú þegar rúmlega eitt þúsund félaga, og hópurinn stækkar daglega. Meðal félaga er læknir, sem hefur áhyggjur af áhrifum sjónvarps á sjúklinga sina. Hann segir aö sjónvarp skapi spennu innra með fólki, og sé hemill á samræður innan fjölskyldna. En það eru lika til góðar frétt- ir fyrir þá sem hafa áhyggjur af sjónvarpsglápinu. Arið 1977 var fyrsta áriði sögu amerísks sjón- varps sem fólk horfði minna á sjónvarp en árið áöur. Hversu mikill þessi niðurskurður var er ekki á hreinu. Tvö fyrirtæki mæla sjónvarpsskoðun Amerikana. Annað þeirra, Nielsén, áætlar að sjónvarps- notkun hafi minnkað um 6,4% á siöasta ári. Hitt, Arbitron, reiknar með 11% minnkun. Þessar tölur eiga við morgun- og eftirmiðdagstima. Ahorf- endum aö kvölddagskránni fækkaði ekki jafn mikið. Þeim fækkaði um 3 til 5%. Sjónvarpssérfræðingar hafa margar tilgátur um ástæður fyrir fækkun áhorfenda. Þeir segja að fleiri konur vinni úti og þvi sé minna horft á sjónvarp að degi til. Aðrir benda á að fólki liki einfaldlega ekki dagskráin. Þeir segja að nýir þættir hafi ekki náð miklum vinsældum. Einnig benda þeir á að sjón- varpsdagskrá beinist æ meira að ungu fólki, og eldra fólk horfi þá frekar á „menningarsjón- varpið” PBS. Enn ein skýringin er sú að fólk hafi jafn mikið kveikt á sjón- varpinu og áður, en ekki til að horfa á dagskrána. Fjöldinn allur af elektróniskum sjón- varpsleikjum hefur selst að undanförnu. Fólk fer i tennis, fótbolta, kafbátaleik, byssuleik o.fl. á sjónvarpsskerminum, og skemmtir sér betur saman en að sitja þegjandi og horfa á út- þynnta dagskrá. MENNINGAR- TÍÐINDI SUða vik. Enn spurjast tiðindi af menn- ingunni hingað vestur með sunnanblöðunum. Dómkórinn, sjálfur fulltrúi óforgengileik- ans, er búinn að pakka saman. Eftir að hafa sigrað Rússa var dómorganistanum sagt að taka pokann sinn. Þá var kórnum lika öllum lokið og fór heim. Sumum fannst einhver skitalykt af þessu og þegar Þjóðviljinn, fulltrúi heiðindómsins i landinu, blandaði sér i málið, sprakk blaðran. Þétt heilsiða I Moggan- um með litilli fyrirsögn. Þótti mörgum hér vestra sem á ann- að borð hafa reynt að fylgjast með i öðrum sóknum mikið um drullulóðningar i nefndri greinargerð. Málsgögn öll eru raunsæisskáldsögunnar frá um aldamót, þar sem hræsnin og skinhelgin eru alfa og omega. Nefndin lætur einatt i það skina aðhúnhafigertallttil að þyrma mannorði Ragnars Björnsson- ar. En þegar grannt er skoðað er grein Einars Karls Haralds- sonar i Þjóðviljanum höfð að skálkaskjóli til að rakka mann- inn niðri svaðið. Utansóknar- maður hér vestur á Kjálkanum getur eiginlega ekki orða bund- ist við lesningu sem þessa, þar sem honum finnst tónmennt þjóðarinnar og málefni Dóm- kirkju ekki vera einkamál sóknarnefndar einsog hún virð- istálita. Þess vegna verðurekki hjá komist nokkurri kritiskri endurskoðun á greinargerðinni. Nefndin tók strax þá afstöðu að forðast opinbert rifrildi og blaðaþras. Með öðrum orðum: nefndin er ekki alveg reiðubúin að ræða málið á opinberum vettvangi. Auðvitað eru fullgildar ástæð- ur að baki, þótt ekki sé víst, að heppilegt sé að gera þær opin- berar almenningi fremur en endrahær, þegar ráðningar- samningi er slitið. Hjá þvi verð- ur ekki komist i þetta sinn vegna ósanninda og rógburðar E.K.H., fréttastjóra Þjóðvilj- Fun Machine...lausnin er ans, að kynna ýmsar hliðar á máli þessu — þó ekki allar (að sinni a.n.k.). Auðvitað er at- viksorð oftlega notað af stjórn- málamönnum þegar rök eru ekkifyrir hendi. Þá er skirskot- að til auðvitaðsins sem er léleg þrætubók.l 1 lok tilvitnunar kemur i ljós að nefncin hefur ekki slegiðút öllum trompum að hætti undirhyggjumanna. Þau feitustu eru enn á hendi. Sifellt felur nefndin sig á bak við Einar Karl eins og hann sé málpipa Ragnars, og svo langt skammt undan. gengur yfirdrepsskapurinn, að látið er i skina þakklæti til Þjóð- viljans sbr. ,,en gott var aö Þjóðviljinn minnti Ragnar á lyklana” osfrv. og áfram: Nefiidin tiundar tillitssemi sina við Ragnar þegar þvi er lýst að hún hafi dregið að segja honum upp fyrr en hann var kominn heim úr tónleikaförinni til Rúss- lands. Ef til vill hefur einhverj- um þótt freistandi að afgreiða málið með staðfestu simskeyti til Moskvu og auðveldara en augliti til auglitis. Organistinn er háður vinnu- samningi einsog hver annar verksali. Segi og skrifa — verksali —. Þá höfum við það klistrað á hvitu. Með þvi tónmennt hefur átt erfitt uppdráttar i dreifbýlinu sakir skorts á kennurum hug- kvagjndist fjármálamönnum að flytja inn hljóðfæri það sem á ensku kallast Fun Machine eða á vondu máli Skemmtari. Er það eitt vúlgart organ sem krefst þó nokkurrar leikni með tveim fingrum annarrar hand- ar. Fun Machine sér um af- ganginn. Þetta kemur ósjálfrátt upp ihugann þegar sóknarnefnd minnist á verksalann Ragnar Björnsson og hversu lausnin á vandamálinu er skammt undan með tilkomu þessa hljóöfæris. Hvað snertir umfjöllun nefndarinnar um ævistarf Ragnars Björnssonar, finnst okkur sumum hér I Súðavik það ærinn kjarkur hjá mönnum sem i nefnd þessari hafa setið um skamma hrið að mæla fyrir munn fyrirrennara sinnalifs og liðinna og aígreiða tónlistarferil R.B. með eilífum orðhengils- hætti og hæpnum fullyrðingum, feril manns sem borið hefur hróður Islands og islenskra tón- smiða vitt um lönd. Að lokum, eftir að sóknar- nefnd hefur gert heiðarlega til- raun að svipta R.B. æru og frama, bendir hún honum á allra mildilegast, að hann ætti að hafa sömu tækifæri og áður við allar kirkjur landsins og er vinsamlega upplýstur um, að annað mesta organistaembætti á landinu sé laust (hvernig sem það mat nefndarinnar er til komið). Þrátt fyrir lokaniðurstöðu sóknarnefndar Dómkirkjunnar um hið örðuga samstarf söng- stjóra og kórs, er sú staðreynd óhagganleg að kórinn sagði all- ur upp i mótmælaskyni við upp- sögn Ragnars Björnssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.