Vísir - 01.04.1978, Blaðsíða 14
14
Laugardagur 1. april 1978
— segir Örn I
í viðtali við I
en hann hel§
mennum lögl
Viðtal: Sœmunc
Myndir: Jens i
Skipt um hlutverk
Fyrst er Orn spurður hvernig
honum llki að vera kominn hinum
megin við boröið, ef svo má segja,
og fái nú það hlutverk meöal ann-
ars að verja sakborninga i opin-
berum málum.
„Mér list ágætlega á aö vera
kominn hérna megin. Reynslan
úr fyrri störfum gerir mér ekki
erfitt fyrir heldur þvert á móti.
Þótt sumir kunni að halda að störf
rannsóknarlögreglu og dómara
beinist einkum að þvi aö sanna
sök þeirra sem gerst hafa brot-
legir þá er það ekki svo. Það er
alla tið reynt að fá einnig fram
það sem er brotamanni i hag. Ég
hef þvl engu aö kvlða I þessu
starfi”.
— Nú kom það oft i þinn hlut að
úrskurða menn I gæsluvarðhald
meðan þú varst fulltrúi yfirsaka-
dómara. Er það rétt að beiting
gæsluvarðhalds fari I vöxt og þvi
sé beitt sem þvingunartæki?
,,Ég held að gæsluvaröhaldi sé
ekki beitt i rikara mæli nú en áð-
ur. Á þessu hefur hins vegar ekki
verið gerður neinn samanburður
en ég hef oft veriö spuröur um
þetta atriði. Hafi gæsluvarðhaldi
verið meira beitt upp á slðkastið
en áður þarf aö rannsaka hvort
alvarlegum afbrotum hafi farið
fjölgandi, áður en nokkuð er full-
yrt þar um, en ég er ekki þeirrar
skoðunar.
Það er alltof rík tilhneiging hjá
fólki að lita á gæsluvarðhald sem
einhvern dóm, sem það er ekki.
Maður sem neitar að svara
spurningum eða kannast ekki viö
að hafa framið afbrot sem hann
er grunaður um má ekki spilla
fyrir rannsókn sem óhjákvæmi-
legt er aö fram fari.
Stundum eru það sömu ló'g-
mennirnir sem gagnrýna mjög
gæsluvvöhald þegar skjól-
stæðingur þeirra á I hlut en
heimta svo gæsluvarðhald þegar
málið snýr á þann veg aö gert
hefur verið á hluta einhvers ann-
ars sem þeir reka mál fyrir”.
Samantekin ráö
— Fjórir saklausir menn sátu
langtimum saman i gæsiuvarð-
haldi vegna Geirfinnsmólsins.
Var beiting gæsluvarðhalds nauð-
synleg i þessu tilviki?
FF
Sfœj
vc
pers
gervi
■#v
Geiri
,,Ég sé ekki enn þann dag i dag unum og hótunum i gæsluvarð-
hvernig hægt hefði veriö að kom- haldinu. Er þetta rétt?
ast hjá þessu eins og allt var I „Nei, þetta stenst ekki. Þaö eru
pottinn búið. Sakborningarnir til ýmis skjöl sem sýna aö gott
skildum við Geirfinnsmáliö
spurði ég þó hvernig honum llkaði
að vera svo tengdur málinu i hug-
um fólks og viðskipti hans við
fjölmiðla meðan á málinu stóð.
Einhliða frásagnir
„Mér finnst það slæmt að vera
einhver persónugervingur fyrir
Geirfinnsmálið. Við vorum marg-
ir sem unnum að rannsókninni en
það lenti á mér að svara fjölmiöl-
um og það haföi þessi áhrif.
Blööin virtust hafa mestan
áhuga á að fjalla um það sem
miður fór við rannsóknina og frá-
sögnin gjarnan á einn veg. Þaö er
ekki rétt að ég hafi verið á móti
blööunum og blaðamönnunum, en
þau birtu hins vegar allt sem þau
gátu um málið.
Vísir birti einu sinni frétt um
framburð eins sakbornings við
yfirheyrslu sem hefði getað eyði-
lagt rannsóknina. Þessi fram-
burður reyndist sfðar vera rangur
en þegar blaðið birti fréttina var
ekki búið að handtaka einn aðila
sem þarna fékk tækifæri til aö
koma með sama framburöinn
þótt svo færi ekki.
Ég myndi hins vegar kjósa að
blöðin gætu fylgst betur með
rannsóknum mála. En þau verða
þá að sýna ábyrgð. Hvert blað
ætti aö velja einn mann til að
sinna þessum málum, þeir færu á
námsskeið til aö kynna sér hvern-
ig rannsóknarmenn starfa og slð-
an myndu þeir skuldbinda sig til
aö birta ekki það sem skaðað gæti
rannsókn sem stæði yfir. Sllkt
samstarf væri mjög heppilegt að
mlnum dómi og blöðin gætu þá
betur gegnt sinu hlutverki I staö
þess að beina stöðugt sjónum að
þvi sem miöur fer eins og nú
er.”
Sleppa þeir stóru
Þvi er oft haldiö fram aö þaö
séu karamelluþjófarnir sem séu
teknir og dæmdir á meðan „þeir
stóru” leika lausum hala og
stundi alls kyns „finni” afbrot. Ef
einhver hinna stóru sé tekinn þá
veltist mál hans I kerfinu árum
saman og viðkomandi hljóti ekki
þá refsingu sem honum ber.
Þarna hafi utanaðkomandi aðil-
ar áhrif á störf rannsóknarmanna
og dómstóla. örn er spurður um
þetta:
Upplýsingum var safnað í möppur og nafnaspjöld
skiptu hundruðum.
voru mjög erfiðir á þessum tima
og það voru samantekin ráð
þeirra að draga fjórmenningana
inn i málið.
— En tók ekki óeðlilega langan
tima að rannsaka Geirfinnsmáiið
þar sem játningar lágu fyrir mjög
fljótt?
„Sakborningar reyndu mjög að
flækja málið og tókst þaö raunar
um tlma. Auk þess sátum við uppi
með slikan urmul af nöfnum, á 12.
hundrað að mig minnir, að hver
og einh hlytur aö sjá aö hér var
glfurlegt verk að vinna. Upplýs-
ingar og nöfn höfðu borist alls
staðar af landinu og þetta þurfti
að kanna.
Viö kunnum heldur ekki að
vinna skipulega úr þessum ara-
grúa upplýsinga. Þá kom Schutz
til skjalanna og kenndi okkur aö
vinna á réttan hátt úr öllum upp-
lýsingum og halda þeim skipu-
lega til haga meðal annars með
þvl að nota tölvu”.
Gott samstarf
— Við málflutning i Geirfinns-
málinu höfðu sumir verjendur
þaö eftir skjólstæöingum slnum
aö þeir heföu veriö beittir þving-
samstarf var milli lögreglunnar
og sakborninga I þessu máli.
Þessir menn treystu lögreglu-
mönnunum alveg á sama hátt og
ég geröi”.
— Þaö kom fram aö lögreglu-
menn heföu eitt sinn beitt
„indiánaaöferöinni” viö yfir-
heyrslu. Hver er sú aöferö?
„Þaö var Schutz sem kallaði
þetta indiánaaðferöina. Hún er
engin piningaraöferö/ langt I frá.
Þú manst eftir þvl úr indiánasög-
unum, að þegar þeir geröu árás á
póstvagninn einhversstaðar á
sléttunni þá riöu þeir ekki beint
aö honum heldur fóru I stóra
hringi fyrst. „indlánaaöferðin”
byggist á þvi aö ekki er byrjaö á
aö spyrja um tiltekin atriði eða
afbrot. Yfirheyrslur eru ekki
bara spurningar og svör. Komið
er aö kjarna málsins I rólegheit-
um og stundum rætt um daginn
og veginn inn á milli”, sagði örn
Höskuldsson.
Aður en lengra var haldið sagð-
ist örn ekki geta rætt náið um
Geirfinnsmáliö og rannsókn þess,
enda ætti Hæstiréttur eftir að
kveða upp sinn dóm. Áður en við
örn Höskuldsson, Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari og Karl Schutz á fundi meö fréttamönnum er skýrt
var frá lausn Geirfinnsmálsins.
Þegar rannsókn Geirfinnsmálsins ber á góma
kemur nafn Arnar Höskuldssonar ósjálfrátt upp
í hugann. Um tveggja ára skeið var mál þetta
stöðugttil umræðu opinberlega og manna á með-
al og raunar er málinu ekki lokið þar sem Hæsti-
réttur á eftir að f jalla um það.
Á þeim tíma sem rannsóknin stóð risu öldurnar
stundum hátt. ótrúlegustu sögusagnir komust á
kreik, rætt var um samsæri með þátttöku hátt-
settra manna og þjóðin var slegin óhug. örn
Höskuldsson fulltrúi yfirsakadómara vann mjög
við rannsóknina og kom í hans hlut að svara
fyrirspurnum f jölmiðla sem gerðu oft að honum
harða hrið til að afla upplýsinga. Okkur blaða-
mönnum þótti örn vera heldur tregur til að láta í
té fréttir af gangi rannsóknarinnar oft á tíðum,
svo ekki sé meira sagt.
örn Höskuldsson gerðist deildarstjóri Rann-
sóknarlögreglu ríkisins i fyrrasumar og starfaði
þar þangað til hann sagði upp starfinu og lét af
því fyrir skömmu. Hann hefur nú opnað lög-
fræðiskrifstofu i Reykjavík. Helgarblað Vísis
gerði honum heimsókn og ræddi við hann um
störf dómara og rannsóknarlögreglu, Geirfinns-
málið og önnur afbrot, auk annars sem bar á
góma.