Vísir - 01.04.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 01.04.1978, Blaðsíða 15
Laugardagur 1. april 1978 15 og lögreglunnar" mf að ra ónu- ingur rir 'inns- iið" Möskuldsson Helgarblaðið par sig nw al* Frœðistörfum lur GuðvinssoBt tlexandersson Rannsóknarlögreglan fór tugi ferða I Hafnarf jaröarhraun til aö leita líkamsleifa Guömundar og Geirfinns „Það gefur auga leið aö innbrot i söluturn, þar sem þjófurinn er kannski tekinn á staðnum, er af- greitt fljótar heldur en til dæmis stórt skattsvikamál eöa fjár- svikamál. Þessir stóru fá sina refsingu eins og hinir, þótt það taki oft lengri tima og segja megi aö veröbólgan vinni meö þeim sem lenda i f járglæfrum þar sem rannsókn tekur langan tima”. — En af hverju tekur mörg ár aö rannsaka sum stærri mál? Eru þau ekki jafn áriðandi og smærri málin? ,,Að sjálfsögöu eru þau þaö. Hins vegar hefur ekki veriö starf- andi i rannsóknarlögreglunni neinn bókhaldslæröur maöur. Rannsóknarlögreglumenn hafa orðið aö sinna þessu ásamt öllu ööru sem upp kemur hverju sinni. Þeir hafa ekki fengiö neinn frið i stærri málin heldur oröiö aö sinna sinum vöktum og þeim málum sem þá koma upp, upplvsa inn- brot og þar fram eftir götunum. Stærri málin sem útheimta mikla vinnu mæta þá gjarnan afgangi. Þaö er ekki fyrr en á allra siö- ustu árum sem menn hafa getað helgaö sig stærri málum sem upp koma. Viövikjandi þessum áhrifum utanaðkomandi aöila vil ég taka fram, aö þaö hefur aldrei komið fyrir að nokkur hafi reynt aö hafa áhrif á mig I þeim störfum sem ég gegndi, hvorki dómsmálaráöu- neytiö eöa aðrir. Eina alvarlega pressan sem rannsóknarmenn veröa fyrir er frá blööunum. Mik- il skrif um tiltekiö mál geta haft áhrif á geröir lögreglumanna og dómara, en svona afskipti eru aldrei til góös. Þessir menn veröa aö hafa vinnufriö”. — Nú viröast þaö oft vera sömu mennirnir sem alltaf er veriö aö dæma. Hefur fangelsisvist engin áhrif á þessa menn? „Fangelsisrefsing eins og hún er framkvæmd hér hefur aö min- um dómi engin önnur áhrif en þau að halda viökomandi frá brotum meöan hann situr inni. Áhrif fangavistar á einstaklinginn sjálfan eru aöeins til hins verra. Þaö er ekki fyrr en á allra siöustu árum aö reynt hefur veriö aö gera eitthvaö fyrir þá sem dvelja i fangelsum, gera athuganir á þvi hvernig megi hjálpa þeim á markvissan hátt. En þaö viröist ekki vera augljóst mál hvar fá mætti fé til kennslu og uppbygg- ingar manna i fengelsum. Fangelsis- eða hælisvist getur samt veriö nauösynleg þeim sem alltaf eru aö brjóta af sér eöa eru nálægt þvi aö drekka sig i hel. En sem betrunarvist er hún ekki til. Það er hins vegar nauösynlegt aö fá þetta nýja gæslufangelsi sem á aö byggja. Þar þarf aö verja hjúkrunaraðstaöa og vinnupláss fyrir rannsóknarmenn, geölækna og aöra nauösynlega starfsmenn. Hins vegar vil ég benda á aö hér eru menn ekki umsvifalaust sendir i fangelsi fyrir smærri af- brot og þeir fá mörg tækifæri til aö taka sig á áfcr.r en þeir eru sendir á Litla Hraun. En milli 50 og 100 afbrotamenn eru stööugt á leiöinni út eöa inn um fangelsis- dyrnar, hinir svonefndu vanaaf- brotamenn” Rannsóknarmenn voru stundum leiddir á villi- götur eins og þessi frétt ber með sér, oganuHaaHb ——-— Góður árangur — Er ekki margt sem skortir til aö létta störf rannsóknarlögregl- unnar? „Þaö vill oft gleymast aö árangur rannsóknarlögreglunnar hér viö aö upplýsa afbrot er mjög góöur miðaö viö aörar þjóöir. Þaö kemur sjaldan fram aö til dæmis á lögregla á öörum Noröurlönd- um I miklum erfiöleikum meö aö upplýsa sum mál sem þar koma upp. Hins vegar þurfa rannsóknar- lögreglumenn hér aö fá mun fleiri tækifæri til að afla sér aukinnar menntunar I starfi. Aö visu þok- ast þetta i rétta átt en þaö þarf aö gera miklu meira i þessum efn- um. Segja má aö rannsókn al- gengustu brotamála útheimti ekki mikinn tækjakost, en til rannsóknar á stærri málum er góöur tækja- og tæknibúnaöur nauösynlegur”. — Hvaö olli þeirri ákvöröun þinni að segja upp störfum hjá rannsóknarlögreglunni? „Ég var búinn aö vinna mikiö hjá sakadómi meðan ég var i laganámi og vann þar siöan i sjö ár sem fulltrúi áöur en ég hóf störf hjá Rannsóknarlögreglu rikisins. Ég var einfaldlega orö-. inn mjög þreyttur á þessum störf- um og auk þess hef ég alltaf veriö mjög óánægöur meö afstöðu rikisins til dómarafulltrúa. Þeir vinna nákvæmlega sömu störf og embættisdómarar en launin hins vegar i engu samræmi við þaö. ; En þetta hefur veriö góöur skóli aö mörgu leyti sem kemur sér vel aö hafa gengiö i gegnum nú þegar ég hef snúiö mér aö almennum lögfræöistörfum”, sagöi Orn Höskuldsson. -SG Nauðungaruppboð sem auglýst var i 14. 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á eignmm Hringbraut 11, hæö og ris, Hafnarfiröi, þingl. eign Guöna Einarssonar o.fi. fer fram eftir kröfu Innheimtu Hafnarfjaröar á eigninni sjálfri þriöjudag 4. aprfl 1978 kl. 3.00 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði Nauðungaruppboð sem auglýst var f 94., 97. og 100. tbl. Lögbirtingablaös 1977 á hluta I Eyjabakka 16, talin eign Jóns Einarssonar fer fram eftir kröfu Veödcildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriöjudag 4. aprfl 1978 kl. 16.15 Borgarfdgetaembættiö I Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var I 94., 97. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á hluta I Arahólum 4, þingl. eign Bjarna Marteinssonar fer fram eftir kröfu Veödeildar Landabankans á eigninni sjálfri þriöjudag 4. aprfl 1978 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavlk //Samantekin ráðaödraga f jórmenningana inn í mál- ið".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.