Vísir - 01.04.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 01.04.1978, Blaðsíða 13
m vism Laugardagur 1. april 1978 13 Ég reyndi eins og ég gat að mótmæla þessu....' sett léttar auglýsingar i blööin: „Erum farnir að dreifa skit um borgina” og aðrar i þessum dúr, en fólk tekur ekki nægilega mik- ið mark á þeim. Við verðum að hafa þær alvarlegri. En það má með sanni segja um mig að ég sé kominn i skitinn. Ég hef hingað til skriðið fyrir fé og er nú kominn i skitinn. (dúklagningar og dreifing hús- dýraáburðs). Það er ekki úr há- um söðli að detta.” „Heimsins stærstu fangabúðir" Jóhann Visir hefur fengist við hitt og þetta um ævina. „Ég vil vinna við hvað sem er” segir hann og hefur svo eitthvað sé nefnt, reist ljósastaura. grafið skurði með skóflu unnið i bygg- ingarvinnu i frystihúsi og siglt á millilandaskipi. „Þá kom ég meðal annars til Rússlands. Ég var frekar vinstri sinnaður þegar ég kom þangað en var fljótur að snúast. Sá sem ekki snýst þegar hann kemur þangað hann hlýtur aö skorta skynsemi. Jafnvel blind- ur köttur mundi snúast. Þetta eru i rauninni ekkert annað en stærstu fangabúðir i heimi.” „Annars likar mér ekki þetta ófrelsi sem við búum við hér. Svo eitthvað sé nefnt þá er haft eftirlit með þvi hvaða kvik- myndir við fáum að sjá, hvað við drekkum og á ég þá viö bjórinn, og fleira mætti nefna. Eina út- varpsstöð eigum við og þar er dagskráin ekki miklu merki- legri en svo að maður lætur sér nægja að kveikja á fréttum.” „Frelsi númer eitt" Þegar Jóhann Visir er spurður að þvi hvort hann gæti hugsað sér að vinna á skrifstofu gefur hann frá sér torkennilegt hljóð sem greinilega á að tákna nei. „Frelsi er númer eitt”, segir hann. „Það er mér heilag- ast i lifinu. Ég er laus við að vera giftur, já en ég á sex ára gamlan son. Ég var einmitt að striða honum svolitið um dag- inn. Ég spurði hvernig honum myndi lika að heita Dagblaðið þar sem faðir hans héti nú Visir. Hann hafði talsvert á móti þvi og fannst hann faðir sinn greini- lega hálf-kjánalegur að vera að nefna þetta.” En svo minnst sé aftur á hjónabandið: „Það getur svo^ sem vel verið að ég eigi eín- hvern tima eftir að láta akkerið falla i friðarhöfninni. Ef friðar- höfn skyldi þá kalla! En ég þyk- ist hafa allt sem giftur máður hefur og frelsið framyfir...” Börnin og gamla fólkið Það var eitt umræðuefnið. „1 þessu þjóðfélagi er ekkert gert fyrir gamalmenni og börn af þvi að það er fólk sem gefur ekkert af sér. En það sem við eigum að gera er að hafa börnin með gamla fólkinu. Við reisum barnaheimili og elliheimili og gamla fólkið fær varla að koma nálægt börnunum. En þessum stofnunum ætti að slá saman. Börnin myndu læra mikið af þvi að vera innan um gamla fólkið. Það er lika eina fólkið sem má vera að þvi að sinna börnum i þjóðfélaginu.” Hann er lika á þvi að öll börn ættu einhvern tima að vera i sveit. „Það er geysilega gott — það hafa allir mjög gott af þvi. Sjálfur var ég i sveit á hverju sumri þar til ég var 15 ára. Það er kannski skritið en mér finnst að þeir sem hafa verið i sveit fái betra málfar — meiri orða- forða.”. Áhugamál? Þau segir hann mörg. Meðal annars að fara á snjósleða og eitt markmiðið nú er að ná i flugdreka svo hann geti flogið. Eitt það skemmtilegasta sem hann gerir er þó að fara i ferða- lög. „Helst eitthvað út i náttúr- una og þar er Þórsmörk efst á blaði. Þangað sem maður losnar við og gleymir óeðlilegu umhverfi. Ég veit fátt betra en að komast út i náttúruna með góðum félögum.” „Taktu ekki lifinu of alvar- lega. Þú kemst aldrei lifandi frá þvi” er nokkuð sem ég hef i huga”, segir hann. „Ef ég týni tórunni ungur, vildi ég gjarnan láta þetta standa á legsteinin- um. Við megum ekki lita allt of alvarlegum augum á tilveruna. En það er nú einn okkar stærsti galli. Menn gera sömu hlutina aftur og aftur um árabil og standa allt i einu frammi fyrir þvi að lifiö hefur verið tóm endurtekning og jafn gott að setja „prógrammeraða” tölvu i hlutverkið.” Vísi gefin áskrift að Vísi Svona i lokin var ákveðið að gefa Visi áskrift að Visi. Minna mátti þaö ekki vera, enda er Visir án efa eina dagblaðið sem á lifandi nafna. „Ég hef ekki verið áskrifandi að neinu blaði”, segir nafninn. „En ég les þau öll. Jú. það er vist óhætt að segja aö Visir hefur svona frek- ar verið i uppáhaldi hjá mér. Mér er vel til hans af þvi hann er nú einu sinni nafni minn!” —EA mits sm■ os sanmúSTM HÚSEÖEH m im Mfi ■■ mm sam Góð húsgögn ó góðu FRÁ KR. 64 ÞÚS. Stólar, sófi og borð eö\agertf- Komið og */J sjáið sýnishorn _ _æg_ Eyjagötu 7, Orfirisey Reykjavik simar 14093—13320 $ RANXS FiaOrir Eigum ávallt fyrirliggjandi fjaðrir i flestar gerðir Volvo og Scaniu vörubifreiða. Utvegum fjaörir i sænska flutninga- vagna. Hjalti Stefánsson Sími 84720 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78., 79. og 80. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á hluta i Asparfelli 4, þingl. eign Hildunnar Adoifsdóttur fer fram eftir kröfu Kagnars Aðalsteinssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudag 4. april 1978 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið I Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var I 94. 97. og 100. tbl. Lögbirtingablaös 1977 á hluta I Asparfelli 8, talin eign Guðmundar J. Jónassonar fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriðjudag 4. april 1978 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik Stimplagerö Félagsprentsmiöjunnar hf. Spítalastíg 10 — Sími 11640 artanir ó cjavíkursvœði'' síma 86611 a daga til kl. 19.30 ard. kl. 10—15. íver misbrestur er á áskrifendur fái blaöið skilum ætti að hafa d við umboðsmanninn, að málið leysist. VÍSIR Nauðungaruppboð sem auglýst var I 98., 101. og 103. tbl. Lögbirtingablaös 1977 á Asgarði 7, þingl. eign Sveins Þormóðssonar fer fram eftir kröfu Borgarsjóðs Reykjavikur og Gjaidheimt- unnar I Reykjavik á eigninni sjálfri þriðjudag 4. april 1978 ki. 13.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var i 94., 97. og 100. tbl. Lögbirtingablaös 1977 á hluta I Asparfelli 12, taiin eign Gunnars Haraidssonar fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriðjudag 4. april 1978 ki. 15.00. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 94., 97. og 100. tbl. Lögbirtingablaös 1977 á hlutta I Eyjabakka 2. þingl. eign Sveins Fjeldsted fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriðjudag 4. april 1978 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.