Vísir - 01.04.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 01.04.1978, Blaðsíða 3
visra Laugardagur 1. april 1978 3 Alþýðuflokksmenn i Grindavík: Stjórnarfrumvarp um verðlagsmál: r a morgun Prófkjör um skipan fimm efstu sæta á lista Alþýðuf lokksfélags Grindavíkur við bæjar- stjórnarkosninga r í Grindavik fer fram á morgun, sunnudag. Atkvæðisrétt hafa allir búsettir Grindvikingar, sem náð hafa 18 áa ára aldri á kjördag i bæjar- stjórnarkosningunum og sem ekki eru flokksbundnir i öðrum stjórnmálaflokkum. Kjörfundur verður frá kl. 10 til 22 i félagsheimilinu Festi. Niður- stöður prófkjörsins eru bindandi hljóti sá frambjóöandi, sem kjör- inn er, 20% af kjörfylgi flokksins við siðustu sambærilegar kosn- ingar. í bæjarstjórnarkosningun- um 1974 hlaut flokkurinn 217 atkvæði og tvo menn kjörna. Báð- ir bæjarfulltrúar flokksins gefa kost á sér. 1 framboði eru 10 menn, og gefa þeir allir, að einum undanskild- um, kost á sér i öll fimm sætin. Frambjóðendurnir eru: Guðbrandur Eiríksson, skrif- stofustjóri, Jón Gröndal, kennari, sem einungis gefur kost á sér i fjórða og fimmta sæti, Jón Hólm- geirsson, bæjarritari, Jón Leós- son, netagerðarmaður, Lúðvfk P. Jóelsson, verkamaður, Pétur Vilbergsson, sjómaður, Sigmar Sævaidsson.rafvélavirki, Svavar Arnason, bæjarfulltrúi, Sverrir Jóhannsson, umboðsmaður, og Sæunn Kristjánsdóttir, frú. — ESJ komin bókin Orð og eftirPálHallbjörnsson. I bókinni eru einkum hug- leiöingar og bænir höfundar sem er meðhjálpari i Hall- grimskirkju. Páll Hallbjörnsson er kunn- ur úr viðskiptalifinu en hefur auk þess samið nokkrar bækur og eitt leikrit. I formála segir höfundur meðal annars: „Það væri ekki ósennilegt að fólk kynnti sér nokkuö viðhorf, skoöanir og innihald bókarinnar, ekki sist vegna þess, að á lengstum tima ævi- skeiðs höfundar hefur hugur hans og hönd verið meira tengt viðskipta- og athafna- lifinu en hinu andlega. Og vissulega gæti þaö orðið ein- hverjum gott og gagnlegt að kynnast þvi lifsviðhorfi, sem ég tel allra mestu gæfu mina og hvers einstaka einstakl- ings.” Orð og ákall er 480 blaösiður að stærð, vönduð að allri gerð og frágangi. A bókarkápu eru birt lofsamleg ummæli biskups um bókina. — SG „Ekki gengið nógu í frjálsrœðisátt" — segir Gunnar Snorroson formaður Kaupmannasamtakanna r/Mín skoöun er að flestar breytingar sem geröar verða á þeim æva- fornu verðlagslögum sem við búum við núna hljóti að verða til bóta," sagði Gunnar Snorrason for- maður Kaupmannasam- takanna við Vísi er hann var spurður álits á stjórn- arfrumvarpi um verð- iagsmál er lagt var fram á Alþingi fyrir skömmu. Gunnar sagðist ekki hafa séð frumvarpið i heild sinni en hann taldi að það gengi ekki nógu tangt i frjálsræöisátt. Vlsaði hann i þvi sambandi tii tillagna að nýjum lögum um samkeppni, verðmyndun og samruna fyrir- tækja er Verslunprsamtökin sömdu og Albert Guðmundsson flutti á Alþingi fyrr i vetur. Sagði hann að umsögn Kaup- mannasamtakanna um drög að stjórnarfrumvarpinu, er nú hefði verið lagt fram, hefði byggst á tillögu Alberts. Um ákvæði stjórnarfrum- varpsins um frjálsa álagningu ef næg samkeppni væri fyrir hendi sagði Gunnar að til þess hefði ekki þurft lagabreytingu. í núgildandi lögum um verölags- mál væri heimild þar að iútandi en hún væri ekki nýtt. Ýmsir varnaglar væru i frumvarpinu um frjálsa álagningu og sagði Gunnar að hann hefði þá trú að þegar innflutningur sé frjáls væri frjáls verðmyndun nauðsynleg til þess að gerð yrðu hagkvæm innkaup. Um einstaka þætti frum- varpsins sagði Gunnar að hann byndi miklar vonir við að hið nýja verðlagsráð myndi starfa miklu faglegar en verölags- nefnd hefði gert. Sú nefnd væri pólitisk og hefðu ákvarðanir hennar ekki byggst á nægri þekkingu á högum verslun- arinnar. — KS langt Þau vita allt um IB-lán Hafir þú hug á að kynnast betur hinum nýju IB-lánum og IB-veð- lánum, skaltu bara koma eða hringja. IB-ráðgjafar okkar kunna svör við spurningum þínum. Sé þess óskað, geta þeir einnig rætt og ráðlagt um hve lengi sparað er og hversu há upphæð. Að ýmsu þarf að hyggja til að sparn- aðaráætlunin standist. Hvað þarf lánið að vera hátt til að takmarkinu verði náð? Hvað eru líkur á að hægt sé að leggja mikið inn mánaðarlega? Svör við þeim spurningum ráða mestu um hve langt sparnaðartímabilið þarf að vera. Kynntu þér möguleikana betur. Hafðu samband við IB-ráðgjafana í aðalbanka eða einhverju útibúanna. Fyrirhyggja léttir framkvæmdir. Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni Iðnaðarirankinn Lækjargötu 12, Sími 20580

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.