Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 7
( Fimmtudagur 27. april 1978 Rœning/ar Moros þegja þunnu hijóði A ítaliu þverr mönn- um þolinmæði yfir varnarleysi yfirvalda gagnvart mannræningj- um og hryðjuverkaöfl- tim, eins og Rauðu her- deildinni. — Sósialista- flokkurinn krafðist þess i morgun að teknar yrðu upp strangari aðgerðir gegn pólitiskum of- beldisverkum. Krafan birtist i málgagni flokksins eftir skotárás á stjórn- málamann í gær, sem skotinn var i fæturna og særðist illa, þar sem hann var staddur fyrir framan heimili sitt i Róm. Ekkert hefur spurst til Aldo Moros eða ræningja hans sem fyrir þrem dögum gáfu yfirvöld- um lokafrest til þessað sleppa 13 vinstri öfgamönnum Ur fangelsi i skiptum fyrir Moro. Stjórnin neitaði að verða við kröfunni og eru menn nú viðbúnir þvi versta um örlög Moros. „Lögreglan verður að taka bet- ur til hendi,” sagði i leiðara mál- gagns sósialista á Italfu i morg- un. „Rikið verður að hafa mátt til þess að brjóta á bak aftur þessa vaxandiöldu haturs og ofbeldis,” sagði i leiðaranum. A meðan þær raddir gerast æ háværari sem krefjast þess að tekið verði harðar á pólitiskum öfgasinnum og ofbeldismönnum, hefur italska þjóðin beðið i þrjá daga fréttar af örlögum Moros en ræningjar hans þegja þunnu hljóði. Verjandi félaganna fimmtán úr Rauðu herdeildinni, sem sitja á sakabekknum i Torino taldi ekki óliklegt, að ræningjarnir væru sjálfir á báðum áttum um, hvað gera skyldi við Moro. EHRLICHMAN LÁTINN LAUS ÚR FANGELSI Vörpuðu sprengju inn í rútu fulla af ungmennum John Ehrlichman, sem áður var einn af valdamestu embættis- mönnum Hvita hússins i stjórnartið Nixons for- seta, losnar i dag úr fangelsi, þar sem hann hefur afplánað dóm fyr- ir sinn þátt i Watergate- málinu. Hann gerir sér vonir um að hafa ofan af fyrir sér sem höfund- ur póliti'skra skáldsagna, en hann á að baki sér einn reyfara „The Company”, sem náði metsölu. Sovéski embættis- maðurinn, Arkady Shevchenko, sem neitað hefur að hlýða fyrirmælum stjórnar sinnar, er sagður velta fyrir sér atvinnutilboð- um, sem honum hafa borist siðan hann sagði af sér stöðu að- stoðarframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóð- anna. Fréttir frá New York herma, að tveir menntaskólar hafi boðið honum að taka að sér kennslu i erlendum samskiptum við skól- ana. — Shevchenko hefur látáð eftir sér hafa, að hann vilji setj- ast aði' Bandarikjunum og hef ja „eðlilegt og starfsamt lif”. Honum hafa borist nokkuð til- boð frá virtum útgefendum um útgáfur á nýjum bókum, sem hannþarf þá að hef jasthandavið að skrifa. — En Shevchenko vinnur einmitt um þessar mundir að gerð bókar um við- horf Sovétmanna til afvopnun- ar. Sú bók kom Ut, meðan hann stóö i málaferlunum vegna Water- gatemálsins, þar sem hann var dæmdur og varð að afplána 18 mánaða fangelsi. Meðan hann var i fangelsinu lauk hann við aðra bók, sem sömuleiðis dregur dám af pólitiskri reynslu hans. Sjónvarpsþættir voru gerðir Ur „The Company” og heita þeir „Washington á bak við luktar dyr”. Ehrlichman er sagður luma á áætlunum um að skrifa sannsögu- lega bók um Richard Nixon. Tvær af aðalpersónum Water- gatemálsins sitja enn i fangelsi. bað eru þeir H.R. Haldeman og John Mitchell. Igærvarstaðfesthjá Samein- uðu þjóðunum, að Shevchenko hefði fallist á að hætta við ný- lega endurnýjaðan ráðningar- samning við samtökin. Honum verða greiddar 76,134 dollarar sembæturfyrir samningsrofin. 1 skriflegri yfirlýsingu, sem dreift var meðal f jölmiðla i New York i gær, segir Shevchenko, að hann hafi neitað að hlýða fyrirmælum Sovétstjórnarinnar um að fljUga til Moskvu i em- bættiserindum, því að Sovét- stjórnin hafi engan rétt til þess aðgefaembættismanni alþjóða- stofnunar eða -samtaka slik fyrirmæli. Shevchenko kvaðst ennfrem- ur vera á öndverðum meiði við pólitiska heimspeki og stefnu nUgildandi stjórnmálakerfis Sovétrikjanna, en skýrði það ekki nánar. — Hann kvaðst ætla að falast eftir landvist i Banda- rikjunum og verða næstu vik- urnar að kippa sinum málum i liðinn. — Utanrikisráðuneytið i Washington hefur sagt, að Shevchenko sé velkomið að dvelja þar i landi, ef hann lysti. ’ Schevchenko. kvaðst vonast til þess að geta sent fjölskyldu sinni i' Sovétrikjunum lifeyri reglulega. Kona hans flaug til ísraelskt lögreglu- og herlið leitaði logandi ljósi á hinum hernumda vesturbakka Jórdanár- innar að skæruliðum Palestinuaraba, sem taldir eru hafa varpað sprengju að langferðabil fullum af ferðamönnum, en sprengjan varð tveim Moskvu 9. april, eða daginn áð- ur en vitnaðist, að hann ætlaði að óhlýðnast fyrirmælum Moskvu. Hann á dóttur á tán- Arkady N. Shevchenko, fyrrum aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóöanna ætlar að setjast i Bandaríkjunum. þar sem honum hafa verið gerð ýmis atvinnutilboð. V-Þjóðverjum að bana og særði sex til viðbótar. 34 ungir V-Þjóðverjar, sem til- heyra lúterska kirkjusambandinu voru i langferðabilnum, en sam- tök þessi láta mjög til sin taka glæpaverk nasista á Gyðingum i siðari heimsstyrjöldinni. Hópur- inn var i' skoðunarferð i vestur- hluta Galileu og bill þeirra hafði numiðstaðará torgi i Nablus sem er um 50 km norðan við Jerúsal- em. Þau voru að heimsækja einn framámanná Araba. ingaaldri i Sóvétrikjunum, og son, sem starfar i utanrikis- þjónustu Sovétrikjanna. Shevchenko var aðstoðar- maður Andrei Gromyko, utan- rikisráðherra árin 1970 til 1973. Hann hefur búið i Bandarikjun- um tólf af siðustu fimmtán ár- um. Hann var háttsettur með- limur i fastanefnd Sovétrikj- anna hjá Sameinuðu þjöðunum 1963 til 1970. Sendiherra Sovétrikjanna i Washington og formaður fasta- nefndar Sovétrikjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum hafa hitb Shevchenko að máli, eftir að hann neitaði að fara til Moskvu, og reyndu að telja honum hug- hvarf, en án árangurs. Ýmis kvittur hefur verið á reiki um, að Shevchenko hafi verið njósnari og gagnnjósnari, en sjálfur ber hann á móti þvi. Aðrar fréttir herma, að hann eigi sér ástkonu i Bandarikjun- um og vilji ekki frá henni hverfa. — „Slikar Gróusögur og vangaveltur um einkalif mitt, fyrri gerðir eða framtiðaráætl- anir eru ekki aðeins mjög hvim- leiðar”, segir Shevchenko. „Þær eru uppspuni og þær stofna fjölskyldu minni i alvar- lega hættu”. Skömmueftir að hópurinn hafði stigið inn i bilinn aftur, var sprengju varpað inn um opinn gluggann, og tætti hUn rUtuna i sundur. Nablus er stærsti bærinn á vesturbakkanum. bar hafa Palestinuarabarlöngum átt mikil itök i ibúunum og andstaðan gegn hernámi Israels er þarna hvað opinskáust af ibúum hernumdu svæðanna. Flestir langferðabilar ferðamanna forðast að hafa þar viðkomu, heldur aka i gegn við- stöðulaustef leiðin liggur þar um. MALLORCA Dagflug á sunnudögum. Eftirsótt- asta paradís Evrópu. Sjórinn, sól- skinið og skemmtanalifió eins og fólk vill hafa það. Tvær Sunnu- skrifstofur og hópur af íslensku starfsfólki, barnagæsla og leik- skóli. Bestu og eftirsóttustu hótel og íbúðir, sem hægt er að fá, svo sem: Royal Magaluf, Royal Torre- nova, Portonova, Antillas, Barba- dos, Guadalupe, Helios og Hótel | 33 fyrir unga fólkið (Klúbb 32). 1 Farið verður 3. og 21. maí, 11. júní, | 2., 23. og 30. júlí, 6., 13., 20. og 27. § ágúst, 3., 10., 17. og 24. sept., 1., 8. | og 15. ökt. SUNNá: Bankastræti 10. Símar 16400 - 12070 - 25060 - 29322. SHtVCHíNKO BíRAST NÝ ATVINNUTIIBOD

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.