Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 11
n VISIR Fimmtudagur 27. april 1978 Sfepfian Fairbairn sem hanna nýju seðlana ,,Lögðum til grundvallar gömul íslensk menningar- verömœti" lenskum heimildum. baö sem er óvenjulegt við þessar tillögur okkar, sem Seðlabankinn valdi til nánari útfærslu, er að heildar- hugmyrrdin nær bæði yfir fram- og bakhlið seðlanna. Þetta er mjög sjaldgæft og höfum við ekki séð þetta á erlendum seðlum utan svissneskra”, sagði Kristin Þor- kelsdóttir. Seðlastærðirnar sem nú eru til umræðu eru 10, 50, 100 og 500 króna. Myndefnin eru jafnmörg' eða fjögur. Arngrimur Jónsson lærði (1568- 1648) prýðir einn seðilinn. Á bak- hlið verður mvnd sem lýsir is- lenskum þjóðháttum en bók hans Crymogaea lýsir m.a. rækilega siðum og háttum Islendinga. Þá er Guðbrandur Þorláksson (1541-1627) á einum seðli þar sem prentafrek Guðbrandar er lagt til grundvallar. Á framhliðinni eru mynstur á borða frá forsiðu Guð- brandsbibliu. Á bakhlið er letur og mynd af prenturum þess tima að störfum svo og bókahnútur úr bibliunni sem Guðbrandur teikn- aði sjálfur. Arni Magnússon (1663-1730) er á öðrum seðli og á baki er handrit og handritaskrifari. Loks er það Jón Sigurðsson og á bakhlið situr hann við skriftir þar sem allir hlutir er sjást eru úr hans búi. Þannig er lifsstarf viðkomandi tengt myndefni hvers seðils. Mikil breyting Útlit þessara nýju seðla er samkvæmt tillögunum talsvert frábrugðið þeim seðlum sem hér hafa verið i umferð. Sumir hafa rætt um að nýju seðlarnir minni mjög á erlenda peningaseðla, ekki sist vestur-þýsk mörk. Kristin og Stephen voru spurð um þetta atriði: Þau tóku skýrt fram að hér væri ekki verið að stæla á nokk- urn hátt'seðla annarra þjóða. Það sem menn rækju kannski helst augun i væri spássian á nýju seðl- unum. Á þessa spássiu kæmi hins vegar vatnsmerkið, en annars þyrfti að skilja eftir auðan blett fyrir það annars staðar á seðlin- um og spillti það heildarmynd- inni. Spássia sem þessi væri mjög farin að ryðja sér til rúms við hönnun nýrra seðla og sýndu þau blaðamanni seðla frá mörgum löndum þvi til sönnunar, þar á meðal frá Sviþjóð, Danmörku og í’innlandi. ,,Við erum að reyna að segja á- kveðna sögu á seðlunum, islenska sögu og þetta eru rammislenskir seðlar. Ef fólki finnst að þeir minni á erlenda seðla er það ein- göngu vegna þess að þessir eru öðruvisi en þeir sem við eigum að venjast. En ef gjörbreyta á verð- gildi peninganna hlýtur það að vera mjög eðlilegt að ekki verða aðeins nýjar tölur heldur einnig nýir seðlar og mynt á bak við þær tölur" sögðu þau Kristin Þorkels- dóttir og Stephen Fairbairn. Þá kom það fram hjá þeim að ef breytingin á að taka gildi 1980 þarf að halda vel á spöðunum svo seðlarnir verði tilbúnir i tima enda um mjög viðamikið og tima- frekt verk að ræða. Það væri ánægjulegt aö finna hvað Seðla- bankinn legði mikla áherslu á að vanda til hönnunar seðlanna og kapp væri lagt á að gera þá sem best úr garði. —SG. marga aðila i landinu, m.a. öll sveitafélögin. Þess vegna verður að gefast kostur á að fá álit þess- ara aðila á málinu-Þvi er tæpast að vænta þess, að Alþingi afgreiði málið endanlega nú heldur óski umsagnar allra viðkomandi aðila i sumarogtaki málið siðan til af- greiðslu á haustþinginu. Þetta er þeim mun sjálfsagðara vegna þess að það tefur ekki undirbúning málsins, sem er mjög umfangsmikill og flftkinn. Allt öðru máli gegnir um sjálft skattafrumvarpið. Á siðasta þingi var lagt fram frv. um sama efni. Mikil umræða varð i öllu þjóðfé- laginu um það frv. og ótal um- sagnir bárust til fjarhags- og við- skiptanefnda þingsins. Úr þess- um umsögnum og umræðum hef- ur verið unnið og tekið tillit til þeirra sem fært þótti. Þess vegna er þetta mál eitt það, sem best er undirbúið af stórmálum, san til kasta Alþingis hafa komið á þessu kjörtimabili og sjálfsagt þó mið- að væri við fleiri kjörtimabil. Að þessu leyti er gagnrýni stjórnar- andstöðunnar út i bláinn. einstaklingur 1500 þúsund. Æski- legt hefði verið að hafa þessi mörk enn hærri, t.d. 4 millj. kr. fyrir hjón og ennþá hærri fyrir hjón með börn. Sú stefna að gera fólki kleyft að leggja verulega á sig i tekjuöflun þegar á þarf að halda, t.d. þegar koma þarf upp húsnæði og heimili, án skattáþjánar, er heilbrigð. Eðli- legra er að skattlegggja eyðslu fólks og þá sérstaklega ýmis kon- ar lúxus. Á það er þó að lita, að skvnúverandi „kerfi” eru óbeinir skattar, söluskattur, tollar og vörugjald innifaidir i visitölunni og hækki þeir hækkar kaupgjald allra i landinu. Svo er ekki um tekjuskatt. Þá verður einnig að minna á að tollar fara sifellt lækkandiog þvi skipta þeir minna máli i tekjuöflun íýrir sameigin- legan sjóð landsmanna, rikissjóð. Af þessum ástæðum var óraun- hæft að ganga iengra nú i að létta af tekjuskatti. Tryggja verður hallalausan rikisrekstur miðað viö lækkandi tolla og haga skatt- lagningunni þannig að hún auki ekki verðbólgu, sem hækkun óbeinna skatta myndi gera við núverandi aðstæður. að halda verðbólgunni i skefjum. Það er þvi sjálfsagt að lögfesta þessi frumvörp, eins og þau eru i höfuðdráttum, sem fyrst. Skatta- frumvarpið á yfirstandandi þingi og staðgreiðslufrumvarpið ef til vill i haust. En hvað þarf að gera i fram- haldi af þessu i skattamálum? Augljóst er að afnema þarf þá reglu að taka tillit til sumra tekjuöflunarleiða ríkissjóðs i út- reikningi kaupgjaldsvisitölu en ekki annarra. Óbeinir skattar eiga ekki að vera innifaldir i visi- tölu fremur en t.d. tekjuskattur eða skattar á áfengi og tóbaki. Miklum hluta tekna rikissjóðs er varið til félagslegra þarfa á ýms- um sviðum þjóðlifsins. Það er i hæsta máta óeðlilegt að gerður sé greinarmunur á þvi hvernig þess- ara tekna er aflað. Þetta er óheil- brigt og þarf að afnema. Auðvitað þarf þá einnig að afnema þá reglu aðdraga niðurgreiðslur frá i visi- töluútreikningi, enda eru niður- greiðslur eins konar neikvæður neysluskattur, ef svo mætti að orði komast. Þegar áhrif beinna skatta koma ekki lengur fram i hækkun visi- Lárus Jónsson al- þingismaöur segir aö þaö sé til marks um aö rétt sé stefnt meö skattafrumvörpunum/ hversu gagnrýni stjórnarandstöðunnar sé léttvæg aö þvi er varðar höfuðatriði. FNA f SKATTAMÁLUM meðþessum frv. erhversu gagn- rýni stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi er léttvæg að þvi er varðar höfuðatriði. Hið eina sem bitastætt er i gagnrýni þeirra er að þessi frv. séu siðbúin. Þetta er einkum réttmættað þviervarðar frumvarpið um staðgreiðslu skatta. Þetta mál varðar mjög Skattleggja á eyðslu en síður tekjuöflun Svonefnd skattleysismörk eru hækkuð nokkuð frá núgildandi lögum með skattafrumvarpinu. Hjón hafa nú tekjuskattsfr jálsar 3 millj. kr. á yfirstandandi ári og Hvað þarf að gera meira i skattamálum? Þessi frumvörp bæði eru ekki einvörðungu réttlátari en núgild- andi skattalög gagnvart einstak- lingum, hjónum og atvinnuveg- um, heldur er staðgreiðslukerfið geysilega mikilvægt tæki til þess tölu og kaupgjalds á að draga ennþá meira úr tekjusköttum til rikissjóðs en nú er gert með fvrr- greindu frumvarpi um tekjuskatt og eignaskatt. Lágar tekjur og miðlungstekjur, t;d. 4 millj., þyrftu að vera skatt'frjálsar. Það eykur frjálsræði fólks til tekjuöfl- unar og stuðlar að verðmæta- sköpun fvrir þjóðfélagið. Að þvi marki sem nauðsynlegt er verður i kjölfar þess fremur að skatt- leggja eyðslu til þess að rikissjóð- ur verði rekinn halialaust. Fé- lagslegt misrétti sem af þvi kynni að stafa er auðvelt að leiðrétta með brevtingum á almanna- trvggingalöggjöfinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.