Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 27. april 1978 Veistu hvaö áætlað er aö Kröfluvirkjun muni kosta? ólalia Sveinsdóttir húsmóðir: Al- máttugur. Ég get ekki imyndað mér þá tölu. Þórný Jónsdóttir, afgrciðslu mær: Éger vissumað hún kostar fleiri milljarði. Krlendur Jóhannsson, húsgagna smiður: Við skulum nú tala sem, minnst um það. Þetta eru leiðin-1 leg mistök hverjum svo sem uml er að kenna. a Jón G. Ualldórsson, viðskipta lræðingur: Nú, einhver var að nefna 11 milljaröi. Þessi virkjun helur ekki komið að gagni, hvað svo sem siðar kann að verða. Snorri I). Ilalldórsson lcigubif- reiðarstjóri: 5-6 milljarða. Méii lýst nú ekki allskostar vel á þetta® fyrirtæki. Það hefði átt að kanníj. hiutina betur áður en farið var út: i sjálfar framkvæmdirnar. GUNNAR THORODDSEN Á BEINNI IÍNU VÍSIS GUNNAR THORODDSEN Á BEINNI IÍNU VÍSIS Ný stjórnarskrárnefnd skili tillögum innan tveggja ára! ,,Eg er sammála því, að rétt sé að skipa nýja stjórn- arskrárnefnd, og tel aðgefa ætti henni ákveðinn tíma, t.d. tvö ár, til að skila tillögum", sagði Gunnár Thoroddsen er hann svaraði fyrirspurn frá Jóni Sig- urðssyni, Mosfellssveit, um stjórnarskrárnefndina, sem setið hefur undanfarin ár. ,,Það eru sex ár siðan þessi hún ekki sent frá sér neinar tillög- nefnd var kosin”, sagði Gunnar, ur”. ,,og hún hefur ekki verið starfs- laus. Nefndin hefur t.d. aílað Gunnar sagði aðspurður, að mikilla gagna. Hins vegar hefur nefndarmenn hefðu enga þóknun VANDI RARIK VAR UM 3 MILLJARÐAR „Fyrir tæpum fjórum árum, þegar stjórnarskiptiu urðu, skildi fyrrverandi iðitaðarráð- hcrra. Magnús Kjartansson, þannig við, að þá var fjárhags- v a n d i U a f m ag ns ve i tna n n a rúmlega einn milljarður, sem \æri á núgiidandi veröiagi um þrii- milljarðar. Sá vandi, sem jni var viðað etja, var margfallt stærri en það, sem við eigum mi við að glima”, sagði Gunnar Thorodtlsen, er hann svaraði spurningu Þorvalds Mavvbv um livort vandamál Itarik hefði aidrei verið lyrir hendi i svipuð- um mæli og nú væri, til að mynda i tið fyrrverandi iðnað- arráðherra. Gunnar sagði, að fjárhags''- vandi hefði verið viðloðandi fyrirlækið frá þvi þaö var stofn- að. Það stafaði af þvi, að þetta fyrirtæki hefði tvenns konar tiigang. Annárs vegar væri þetta viðskiptafyrirtæki, sem framleiddi og seldi raforku og ætti að standa undir sér. Hins vegar væru lagðar á það marg- ar félagslegar skyldur, þ.e. að sjá um ýmsar framkvæmdir, sem útilokaö væru að gætu stað- iö undir sér, en þættu nauösyn- legar af félagslegum. ástæðum. Þvi miður hefði ekki verið af rikisins hálfu sinnt nægilega þessari félagslegu skyldu. Það þyrfti að leggja fram féúrrikis- sjóði eða afla fyrirtækinu tekju- stofna til að standa undir þeirri hiið. Gunnarsagði, að rikissjóð- ur hefði orðið eftir stjórnar- skiptin að taka á sig 931 milljón krónur vegna fjárhagsv.anda Rarik auk þess að gefa eftir 148 miiljónir af aðflutningsgjöldum. 1 íramhaldi af þessu hefði svo verðjöfnunargjald á raforku verið sett á til að leysa þennan mikla vanda.sem þá blasti við. —KS. þegið fyrir sin störf i nefndinni, en starfsmaður hennar hefði fengið greiðslu fyrir sina vinnu. -ESJ Gunnar svarar fyrirspurn frá hlustanda á beinu línu Vís- is. Blaðamenn fylgjast með. Vísismynd: JA. Andvígur því að sameina Iðnaðar- banka öðrum banka ,,Ég tel ekki vinning að þvi að sameina Iðn- aðarbankann öðrum bönkum”, sagði Gunnar Tboroddsen i svari við f y r i r s p u r n S v e i n s Björnssonar, kaup- manns. ,,Ég held, að Iðnaðarbankinn haii gert ákaflega mikið gagn fyrir iðnaðinn. Það hefur verið reynt að efla bankann siðustu ár- in m.a. með þvi að gefa honum leyfi tii nýrra útibúa bæði i Breið- holti og á Selfossi, sem hefur gefið góða raun. Ég tel að Iðnaðar- bankinn eigi að starfa áfram,” sagði Gunnar. —ESJ. Fer Snorri Jónsson á G-listann? Timinn segir frá þvi i frétt i gær að Æskulýðsfylkingin sé að ganga frá lista til Alþingis- kosninga i Reykjavik og muni fylkingin væntanlega birta þennan lista sinn i dag. Siðast þegar fylkingin bauð fram minnir undirritaðan að hún hafi fengið hundrað atkvæði. Þessi listi hinna ungu og róttæku er að þvi leyti inerkilegur, að augljóst er að betur hefur gengið að koina honum saman en lista Al- þýðubandalagsins til sömu kosninga. Þar hefur bókstaflega hvorki gengið né rekið siðustu vikurnar eöa allt frá þvl að Snorri Jónsson sagði sig úr upp- stillingarnefnd þegar hann fékk þvi ekki framgengt að Asmund- ur talnafróði fengi efsta sætiö á listanum — erfði Magnús Kjartansson sem ýtt var út af listanum. Þau vandamál sem upp komu við samsetningu lista Alþýðu- bandalagsins, við það að fulltrúi verkalýðsins krafðist manns, virðast ætla aö veröa seinleyst. Skiljanlegt er eins og Alþýðu- bandalagiö notar verkalýðs- hreyfinguna að hún vilji fá menn á framboöslista. Það hafði hins vegar ekki verið reiknað með þvi að hún ætti fleiri en einn fulltrúa i þremur nokkuð öruggum sætum. Hitt áttu eins og fyrr að vera inenntamenn, helst þeir sem taka laun samkvæmt launastig- um Bandalags háskólamanna. Til að fara að einhverju leyti eftir þessum vilja bandalags- manna bauð Snorri Jónsson upp á menntamann, Asmund talna- fróða en hann hafði getið sér gott orð innan verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir aö vera lipur á tölvu. Þykja þeir menn jafnan merkilegir meðal þeirra sem litið hafa lagt sig eftir pró- sentureikningi. En svo var harkan mikil i uppstiilingarncfnd Alþýðu- bandalagsins, að hún vildi ekki hinn háskólamenntaða tölvu- stjóra af þvi hann vann fyrir verkalýöshreyfinguna. Þá kvaddi Snorri nefndina af mikl- um skörungsskap og hélt til út- ianda þar sem hann sat ein- hverja ráðstefnuna i þrjá daga. Snorri er fyrir löngu kominn heim, en samt bólar ekkert á sáttum eða iista Alþýðubanda- lagsins. í rauninni er verkalýðs- hreyfingunni vorkunn. Hún kemur hvergi mönnum aö I svo- nefndum verkalýösflokkum, Al- þýðubandalaginu og Alþýðu- flokknum. Björn Jónsson gekk til liðs við Aiþýöuflokkinn á sin- um tima en þar voru sllkir snillingar i fleti fyrir að ekki var hægt að koma Birni nógu framarlega á lista til að hann næði kosningu. Og nú hefur Snorri Jónsson félagi Björns i stjórn Alþýöusambandsins komist að raun um að ekki er siður erfitt að komast á fram- færi i Alþýðubandalaginu séu menn úr röðum verkalýösins. Snorri Jónsson á nú aðeins einn leik eftir, og hefur bæði skapsmuni og þrek til að leika hann til úrslita. Hann hefur sagt sig úr uppstillingarnefnd flokks sins út af Asmundi og er þvi sjálfur fyllilega til umræðu sem kandidat i fyrsta sæti listans i Reykjavik. Raunar getur upp- stiilingarnefndin úr því sen: komið er ekki látið standa sig að þvi að vlsa verkalýöshreyfing- unni á dyr. Eðvarð er að visu á listanum, sárnauðugur, en vera hans þar breytir engu um það, að endurnýjunin verður að vera i þágu verkalýðshreyfingarinn- ar. Annars fer fyrir bandaiag- inu eins og krataflokknum, að verkaiýðsforingjar þykja sistir manna til að taka örugg sæti á listum. Aftur á móti þvkja þeir ágætir við að koma fram póli- tlskum hermdarverkum til hagsbóta fyrir stjórnarand- stöðu. Þessi staða er Snorra Jónssyni kunnari en flestum öðrum. Og nú stendur upp á hann að sanna að Alþýðubanda- lagiö sé ekki flokkur mennta- manna sem hafi verkalýðs- hreyfinguna fyrir skóþurrku. Það gerir Snorri með þvi að beygja bandalag háskóla- menntaðra á listanum til undir- gefni og taka sjálfur fyrsta sætið. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.