Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 6
AÐSTOÐARMAÐU R ÓSKAST Vísir óskar að ráða aðstoðarmann \ Ijósmyndadeild. Umsókn sendist á ritstjórn blaðsins VÍSIR aDDDDDODDDDDaonDODDaDDaaDDDaDDDDDDDODDDDOaDDD □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ n □ □ D □ □ D D D D D D D D D D D D D □ ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i framleiðslu og afhendingu greinibrunna. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja Vesturbraut 10 A, Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri9, Reykjavik gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja mánudaginn 8. mai 1978 kl. 14.00. D D D n □ D D D D D □ D D □ □ D D O D D D D D O □ D anaaaaaDaDDDaooDoaaaaaoaooDoaoDaoaoDDDaDDDDna ÍH c- n r»? !*> ■r o. r/ to fn o n Bondofixionno 1978 OSCARS Sjónvarpsþáttur um afhendingu OSCARS- verðlaunanna verður sýnduy fimmtudag- inn, 27. april kl. 8:30 e.h. i Ameriska Bókasafninu, Neshaga 16. ifiTínT frnimTTT itttt Hhj PERMANENT PERMANENT Mikið permanent. Lítið permanent r Urvals permanent Hárgreiðslustofan VALHÖLL Oðinsgötu 2 - Simi 22138 Fimmtudagur 27. april 1978 vism r ............. r ■ ■ ■■ ■ ■ — ( Umsjón: Guömundur Pétursson Thor Hcyerdahl kominn heim i Kon-Tikisafnið i Osló. Með honum eru tveir bátsfélagar hans, Norð- maðurinn Hans Peter Böhm (t.v.) og Daninn Asbjörn Damhus. BREYTTUM TIGRIS í FRIÐARKYNDIL THOR Heyerdahl kominn heim til Noregs frá Afríku, þar sem siglingu sefbátsins lauk ,, Eg var gagnrýndur eftir Kon-Tiki og Ra- leiðangrana, og ég sigldi í svipuðúm mótbyr á Tigris, en ég er hættur að taka slíkt nærri mér. Það, sem gildir, er, að ég hef fengið jákvæð viðbrögð hjá þeim, sem ég læt mér annt um." Þannig mæltist Thor Heyer- dahl i viðtali við norska blaðiö Verdens Gang, en hann er nú kominn heim til Noregs frá Afriku, þar sem hann lauk 140 daga siglingu á sefbátnum Tigris. „Sumir segja, Heyerdahl, að ferðin hafi misheppnast, að þú hafir orðið að fá aðstoð dráttar- báta, að þér hafi ekki tekist að sanna eitt eða neitt. og að lokum hafir þú kveikt i Tigris i ör- væntingartilraun til auglýsing- ar, sem falið gæti mistökin?” ,,Ég hel' svo sem heyrt þetta, en læt mér það i léttu rúmi liggja. Mig skiptir meira máli viðbrögð þeirra, sem skilja við hvað ég er að fást. — Ég tók það fram fyrir leiðangurinn, að ég ætlaði ekki að setja nein siglingamet, og ég ætlaði ekki að sanna eitt eða neitt,” svaraði Thor Heyerdahl spurningu fréttamannsins i Osló. „Sá var eini tilgangurinn með smiði Tigris, að ég vildi reyna i verki ákveðnar hugmyndir, sem ég hef. Nefnilega hvort unnt mundi að smiða sefbát, sem enst gæti mánuðum saman og hugsanlega árum saman. Hvort unnt mundi að stefna honum i ákveðna lokahöfn, eða hvort HUSBYGGJENDUR Einangrunarplast Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavikursveeðið frá mánudegi - föstudags. Afhendum vöruna á byggingar- stað, viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra haefi. hrekjast þyrfti fyrir straumi og vindi, eins og við gerðum á Kon- Tiki og Ra. Með þetta i huga heppnaðist ferðin 100%. Tigris stóð af sér allt. Sefið sogaði nær ekkert vatn i sig, og okkur tókst að nýta okkur hafvindana að nokkru marki,” sagði Thor. „Að sjálfsögðu var ekki sá ævintýrablær yfir feröinni að Djibouti var eina landið, þar sem við vorum raunverulega velkomnir. Við vildum fara til Massawa i Eþiópiu til þess eiginlega að ljúka hhingnum, þar sem ég byrjaði fyrst að fikta með papýrusinn, sem notaður var i Ra. Þar rikti þá styrjöld og okkur var tilkynnt, að skotið yrði á sérhvert fley, sem reyndi að sigla inn á höfnina. Tigris i logum.eftir að timastillt ikveikjusprengja sem Hans Peter Böhm útbjó, kveikti i honum. þessu sinni, eins og fyrir þrjátiu árum á Kon-Tiki. 1 þetta sinn lifðum við hóglifi eins og greifar um borð. Við fengum aðstoð annarra skipa og lika frá þyrl- um. En það fór ekkert i bága við aðalhugmyndina að baki Tigris- leiðangrinum.’ Ekkert val „Hvers vegna kveiktirðu i Tigris?” „Eins og ástandið var i Dji- bouti þar og þá átti ég nánast engra kosta völ. Guð beri mér vitni um það, að það var mér þó ekki léttvæg ákvörðun. En ég skal skýra það nánar: Eftir þvi sem við nálguðumst Afrikuströndina, á leiðinni frá Karachi i Pakistan, bárust okk- ur stöðugt fleiri viðvaranir um loftskeytastöðina. Hvert sem við tókum stefnuna, var okkur sagt, að okkur væri bannað að koma, okkur væri lifsháski bú- inn, ef við kæmum, áhættan of mikil til þess að yfirvöld treyst- ust til að leyfa okkur að leggja að landi.... og svo áfram i þess- um dúr. Við vorum sem sé „óæskileg- ir” af „öryggisástæðum”, hvert sem við vildum beina för. Okkur varð ekki um sel, þegar orrustuþotur gerðust æ nær- göngulli við okkur á leiðinni. Sjálfsagt var það einber forvitni flugmannanna, en ógnandi var það samt. -1 horni Afriku geisaði borgarastyrjöld og smárikið Við komumst þvi ekkert áfram. Að visu hefðum við get- að lagt á haf út. Þá hefði ferðin snúist upp i það að sigla ein- hverja óravegu, reyna að kom- ast sem lengst. En það hafði aldrei verið tilgangur ferðar- innar. Við sáum okkur tilneydda til þess að láta þessu lokið. Nú hefði ég getað selt Tigris fyrir fúlgur fjár. Okkur hafði borist fjöldinn allur af tilboðum frá söfnum og einkaaðilum. Ég hafði þó aldrei hugsað mér að gera bátinn að verslunarvöru. Jafnframt vissi ég, að menn kærðu sig ekkert um Tigris i Noregi. Yfirvöld höfðu gefið það fyllilega til kynna. Friöarneisti Því ákváðum við i sameiningu, áhöfnin á Tigris, að kveikja i bátnum. Kannski gæti þessi litli kyndill á ófriðsamasta horni veraldar tendrað litinn friðar- neista hjá einhverjum... Tveim dögum áður en við kveiktum i bátnum sendum við Saineinuðu þjóðunum sim- skeyti. Ekki til þess að blása i lúðra, heldur vegna þess að við höfðum siglt undir fána Samein- uðu þjóðanna. Mótmælunum var ekki beint að neinni einni þjóð, engu ákveðnu stórveldi, né neinu þjóðabandalagi. Þau voru hreint og beint ósjálfráð við- brögð okkar við þvi, sem við okkur blasti allt i kring: Striö, vopnasala, fátækt og hungurs- neyð.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.