Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. april 1978 3 UNNAR THORODDStN Á BtlNNI LÍNU VÍSIS GUNNAR THORODDSíN Á BtlNNI LÍNU VÍSIS GUNNAR THORODDStl Var hlynntur samstarfinu við Framsókn „Ég var hlynntur þvi að ganga til samstarfs við Framsóknar- flokkinn þegar þessi rikisstjórn var mynduð,” sagði Gunnar Thoroddsen i svari við fyrirspurn frá Jónasi Kristjánssyni. Hann sagði að nii gengju báðir stjórnarflokkarnir meö óbundnar hendur til kosninganna. Hrefna Hallgrimsdóttir spurði ráðherrann hvernig kosningarnar legðust i hann. „Maður vonar það besta”, sagði Gunnar. —ESJ. Frumvarp um jöfnunargjald lögfest í vor „Frumvarpum jöfnunargjald á innfluttar iðnaðarvörur kemur til umræðu á þinginu á næstunni og það er stefnt að þvi að afgreiða það á þessuþingi”, sagði Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra á beinu linu Visis. Hann var að svara fyrirspurn frá Guðmundi Haukssynþi Hafn- arfirði um endurgreiðslu á upp- söfnuðum söluskatti. Ráðherra minnti á, að i fjárlögum ársins væri gert ráð fyrir endurgreiðslu fyrir árið 1977, en jöfnunargjaldið ætti sem kunnugt er að standa m.a. undir frekari endurgreiðslu. Guðmundur spurði einnig um hvort lausn væri væntanleg á „lyftaramálinu” svonefnda, sern skýrt hefur verið frá i Visi. Gunn- ar kvaðst vonast til, að það mál fengi farsæla lausn. —ESJ. Kröfluvirkjun aftur i gang nœstu daga „Ef til vill fer Kröfluvirkjun i gang aftur næstu daga, en hins vegar ekki til verulegrar fram- leiðslu”, sagði Gunnar Thorodd- sen, iðnaðarráðherra, á beinu linu Visis. Hann var spurður um þetta at- riði af Sigurði Ásgeirssyni. —ESJ. Eftirlit með opin- berum rekstri nauðsyn „Það er nauðsynlegt að gera annað slagið athugun á rekstri opinberra fyrirtækja að hann sé sem hagk væmastur”, sagði Gunnar Thoroddsen i svari við fyrirspurn frá Mariasi Arasyni um aðhald i opinberum rekstri. Gunnar benti á, að fjárlaga- og hagsýslustofnun fjármálaráðu- neytisins hefði reglubundið eftir- lit með rekstri á vegum rikisins, og eins væri hagsýslustofnun hjá Reykjavikurborg. —ESJ. Af hverju hœttí Union Carbide? Hætti Union Carbide þátttöku i járnblendiverksmiðjunni vegna þess, að markaðshorfur voru slæmar, eða kom eitthvað annað þar tii? Gunnar Thoroddsen var spurð- ur um þetta efni af Þorbergi Leifssyni, og sagði, að hin opin'- berlega skýring fyrirtækisins hafi verið hinar slæmu horfur. ,,Ég dreg ekki i efa, að þetta sjónarmið hafi verið uppi hjá þeim, en það er talið, að önnur á- stæðan hafi komið þar mjög til. Nýlega höfðu orðið mannaskipti i 'orystu Union Carbide og sagt er að hinir nýju ráðamenn hefðu viljað breyta starfseminni nokk- uð, færa sig frá stóriðju yfir i framleiðslu fyrir neytendur i vax- andi mæli. Margir telja, að þetta hafi verið meginástæðan, en um það er ekkert hægt að fullyrða”, sagði hann. —ESJ. Nefndarálit um innkaup opinberra aðila kemur bráðlega „Við höfum nú til athugunar með hvaða hætti sé mögulegt að greiða fyrir islenskum iðnaði með innkaupum opinberra aðila.og er nefndarálit væntanlegt bráðlega. Sums staðar er það þannig, að innlend tilboð eru tekin framyfir erlend tilboðþótt þau séu eitthvað hærri”, sagði Gunnar Thorodd- sen, iðnaðarráðherra, á beinu linu Vi'sis. Hann var að svara fyrirspurn frá Páli Gislasyni um, hvort ekki væri nauðsynlegt að leggja á- herslu á val islenskra tilboða. Hannnefndi i þvi sambandi tilboð i verkefni eins og Grundartanga- verksmiðjuna. Um það sérstaka 'mál sagðist ráðherra hafa rætt nýlega við for- ráðamenn tslenska járnlendifé- lagsins. „En við verðum að hafa það i huga, að um leið og við óskum eft ir að islensk iðnfyrirtæki hafi að öðru jöfnu forgang, verður for- sendan að vera að tilboð þeirra séu samkeppnishæf”, sagði hann. —ESJ. Kjarodómur ákveði laun þingmanna „Ég tel ekki, að þingmenn eigi sjálfir hvorki með lögum né á annan hátt að ákveða sin laun. Eðlilegt er að laun þeirra séu á- kveðin af kjaradómi á sama hátt og laun forseta tslands, hæsta- réttardómara, ráðherra og ráðu- neytisstjóra”, sagði Gunnar Thoroddsen i svari við fyrirspurn frá Jóni tsleifssyni um, hvort nú- verandi fyrirkomulag þessara mála væri eðlilegt. —ESJ Á að fello niður álögur af tœkjum til iðnaðar? „Það hefur verið stefnt að þvi að létta álögur á iðnaðinn. Það hefur verið gert m.a. með þvi að afnema 20% söluskattinn af tækj- um og aðföngum til iðnaðarins”, sagði Gunnar Thoroddsen, er hann svaraði spurningu frá Rafhi Jónssyni, hvort hann væri fylgj- andi þvi að álögur á hráefni og tæki til iðnaðarins yrðu felldar niður til eflingar honum. Gunnar Björnsson spurði einnig um þetta mál. Gunnar Thoroddsen sagði, að þetta gjald hefði verið lækkað niður i 10% i' ársbyrjun 1975 og i ársbyrjun 1977 var það fellt niður. Auk þess hefði verið veitt heimild til þess i nýjum tollalögum að fella niður ýmiss konar aðflutn- ingsgjöld af tækjum og hráefni til iðnaðari'ns. KS. Hvenœr kemur heildarlöggjöf um umhverfismál? Gunnar Thoroddsen flutti fyrir skömmu á alþingi frumvarp til laga um umhverfis og mengunar- mál. Bogi Ingimarsson spurði ráðherra, hvenær búast mætti við heildarlöggjöf um það efni. Gunnar sagði, að þetta frum- varp, sem lagt hefði verið fram, hefði fengið vandaðan undirbún- ing. Sérstök nefnd undir forsæti Gunnars Schram hefði undirbúið það. Hins vegar hefði það verið lagt fram nú til kynningar og ætl- unin væri að almenningur og fé- lagasamtök sem málið snertir sérstaklega kynntu sér þaö. Sagð- ist Gunnar vonast til, að það yrði lagt fram aftur á næsta þingi, hver sem þá væri i stjórn, og að þá tækist að lögfesta þetta frum- varp. —KS Vonast til að frumvarpið um sáttasemjara verði afgreitt í vor Þórður Kristinsson spurði ráð- herra, hvort hann gerði ráð fýrir þvi, að frumvarp hans, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, um að starfs rikissáttasemjara verði gert að aðalstarfi, nái fram að ganga á þessu þingi. Gunnar sagði, að hann hefði skilið aðila vinnumarkaðsins þannig, að þeir væru sammála um nauðsyn þessa, og hann gerði sér þvi miklar vonir um, að þetta frumvarp gæti orðið að lögum á þessu þingi. —KS Gera úttekt ó skipasmíða- iðnaðinum „A siðastliðnu ári fór fram rækileg könnun á öllum skipa- smiðastöðvum á landinu”, sagði Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráð- herra, i svari við fyrirspurn frá Sigurði Ásgeirssyni. Hann sagði, að nefnd ynni nú að þvi að gera úttekt á skipasmiða- iðnaði landsmanna og koma með tillögur. —ESJ. ,Ekki hœgtað dœma einn eða annan' „Það er hægt að dæma einn eða annan i þessu sambandi. Það er margt ókunnugt i iðrum jarðar, og ekki hægt að vita um þaö allt fyrirfram”, sagði Gunnar Thor- oddsen á beinu Unu Visis þegar Guðni Sigurjónsson spurði, hvort sérfræðingar Orkustofnunar hefðu brugðist i sambandi við Kröflu- virkjun. Ráðherra sagði, að ýmiskonar óhöpp hefðu komið fyrir á svæð- inu, sem hefði auk þess reynst öðruvisi en sérfræðingar gerðu ráð fyrir. „Þettá er fyrsta meiriháttar tilraun til að nýta gufuorku okkar til raforkuframleiðslu, og þessa tilraun varð að gera. Það, sem þar hefur gerst, mun verða okkur að miklu gagni i framtiðinni, þvi gufan á háhitasvæðunum er ein af okkar mestu orkulindum” —ESJ. GUNNAR THORODDStN Á BtlNNI LÍNU VÍSIS GUNNAR THORO GETA LÁNAÐ HÁTT í 3 MILL- JARÐA í ÁR Gunnar sagði, að i ár myndi Iðnlá nasjóður hafa um 1750 miUjónir til útlána, og væri þottaað raungildi mun meira en t.d.árið 1974. Þá myndi Iðnþró- unarsjóður hafa um 1000 miUjónir til útlána. „Iðnlánasjóður og lönþröun- arsjóöur munu hafa hátt i þrjá milljaröa til útlána á þessu ári”, sagði Gunnar Thoroddsen i svari við fyrirspurn frá Haraldi Sumarliðasyni um lánveitingar til islensks iðnaðar. Lengri aðlögunartími ? „Við teljum, aö húsgagnaiön- aðurinn sé ein af þeim greinum, þar sem komið gæti til athugunar að óska eftir lengri aðlögunar- tima samkvæmt EFTA-samn- ingnum”, sagði Gunnar Thorodd- sen i' svari við fyrirspurn frá Þresti Leifssyni á Akureyri. „Það er gert ráð fyrir þvi i EFTA-samningnum, að hægt sé að óska eftir framlengingu á að- lögunartima ef hægt er að sýna fram á, aðeinstakar greinar eigi i miklum erfiðleikum. Þetta er ein- mitt verið að kanna varðandi hús- gagnaiðnaðinn. 1 fyrra var sér- stök nefnd skipuð i þvi skyni, og hún hefur þegar skilað mér bráðabirgðaáliti en heldur áfram . störfum”, sagði Gunnar. —ESJ. Mappdrætti napjKlrættisár! 100 bílar LADA SPORT í maí ALFA ROMEO í ágúst FORD FUTURA í október Auk þess parhús í Hafnarfirði og fjöldi annarra glæsilegra vinninga. Lægsti vinningur 25. þúsund kr. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Dregið í 1. flokki 3. maí.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.