Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 9
9 Úr kvikmvndinni „Undir fargi óttans”, sem sjónvarpið svndi á laug'ardagskvöldið og' bréfritari vitnar til. Einar Einrsson skrifar: Síðastliðinn laugardag var sýnd mynd i sjónvarpinu er nefndist „Undir fargi óttans”. Mynd þessi, sem var bandarisk. lýsti lifi útvarpsmanns undir fangi McCartyismans. Að minu áliti var þetta nokkuð góð mynd, en það var samt ekki ætlun min að ræða hér um kommúnistaof- sóknir McCartys og félaga hans. Það var eitt atriði umfram ann- að sem vakti athygli mina. Út- varpsmaðurinn vann hjá CBS útvarpsstöðinni, sem ku vera „frjáls útvarpsstöð”, en hvað gerðist? Fyrir þá sem ekki sáu þessa mynd skal ég rekja sögu- þráðinn lauslega. Aðurnefndur útvarpsmaður sá um þætti i morgunútvarpi CBS. Þessi útvarpsstöð, sem og aðrar „frjálsar” útvarps- stöðvar i Bandarikjunum er fjármögnuð með auglýsingum. Ef þeim fækkar, minnkar að sjálfsögðu hagnaður stöðvanna. Þetta vissu þeir, sem ofsóttu alla sem ekki voru örugglega hægrimenn. Auglýsendur, sem auglýstu i þætti útvarpsmannsins var bent á að þarna væri á ferð hættuleg- ur vinstrimaður — ekkert sann- að, nei, staðreyndirnar voru látnar liggja milli hluta. Auglýsendurnir kipptu að sér hendinni og CBS rak manninn. Og þarna stóð hann atvinnulaus en áfram hélt hin „frjálsa” útvarpsstöð. Ég held að þessi mynd sé nokkuð gott innlegg i þær um-' ræður sem hér hafa verið um frjálst útvarp. Það er nefnilega ekkert til sem heitir frjálst út- varp. Það hlýtur alltaf að verða einhverjum háð. Eikinu eins og nú er eða auglýsendum. Að lokum legg ég til að i hvert sinn sem umræður um „frjálst útvarp” hefjast, verði myndin „Undir fargi óttans” sýnd. Sem kunnugt er létust tveir farþegar i suður-kóreönsku flugvélinni, er Sovétmenn skutu á hana. Hér er likkista annars farþegans tekin út úr flugvél sem flutti hana frá Sovétrikjunum til Helsinki. Fordœmum morð á sak- lausum fíugfarþegum Einn úr Breiðholtinu skrifar: Ég skora á stjórnvöld að mót- mæla nú þegar við Sovétstjórn- ina hinni villimannlégu árás á óvopnaða farþegaflugvél, sem villtist af leið yfir hinu heilaga landiSovétrikjanna. Þaðer ekki :i nokkur afsökun fyrir þessu framferði Rússa. Þeir hreinlega myrtu tvo farþega og særðu enn aðra. Þegar þetta bréf er skrif- að situr flugstjórinn ennþá i varðhaldi hjá Rússum ásamt siglingafræðingi þotunnar. Þó svo að þessi vél hafi verið frá Suður-Kóreu skiptir þetta mál okkur talsvert miklu. Hér er um að ræða viðurstyggilega morðárás á saklausa flug- farþega og áhöfn. og við eigum öll að fordæma slika villi- mennsku. Allir vita, og-Sovétmenn lika, að þegar flogið er yfir heim- skautasvæðin geta átt sér stað siglingaskekkjur. Þá geta og siglingartæki alltai bilað og svo eru mannleg mistök alltaf möguleg, lika i Paradis- Rússlandi. Ef islensk stjórnvöld mót- mæla ekki morðárásinni^ sýna þau dæmalausan aumingja- skap, og ég vona að allir lslend- ingar fordæmi þá menn i Kreml sem stóðu að þessum voðaverk- um. - ÚTBOÐ - Framkvæmdanefnd um byggingu leigu og söluibúða i Ólafsvík, óskar eftir tilboðum í byggingu fjölbýlishúss við Engihlið, Ólafsvik. Húsið verður þriggja hæða fjölbýlishús 242 fermetrar . 2258 rúmmetrar, með 8 ibúðum. Skila á húsinu fullfrágengnu eigi siðaren 31. mai 1979 . Húsið er boðið út sem ein heild, en heimilt er að bjóða i nokkra verkþætti þess sér- staklega. Útboðsgögn verða til afhendingar á skrif- stofu Ólafsvikurhrepps og hjá tæknideild Húsnæðismálastofnunar ríkisins gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðum á að skila til skrifstofu Ólafsvik- urhrepps eigi siðar en mánudaginn 22. mai 1978 kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. Formaður framkvæmdanefndar um byggingu leigu og söluibúða i Ólafsvik. Alexander Stefánsson. Byggingafélag verkamanna Reykjavík Til sölu: þrjár þriggja herbergja Ibúöir: I 4. byggingarflokki viö Meöalholt. í 7. byggingarflokki viö Nóatún og I 12. byggingarflokki viö Bólstaöarhliö. Félagsmenn skili umsóknum sínum til skrifstofu félagsins aö Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 4. mai n.k. Félagsstjórnin. HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi Morgunverður Næg bilastæði Er i hjarta bæjarins Pierre Robert Jone Hellen SNYRTIVÖRURNAR VERÐA KYNNTAR AF SNYRTISÉRFRÆÐINGI FRÁ FYRIRTÆKJUNUM í SVÍÞJÓÐ í EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM. Hafnarborg Strandgötu 34 Snyrtivörudeildin Glæsibæ Fimmtudag 27. 4. kl. 1-6 Föstudag 28. 4. kl. 1-6 Föstudagskvöld Kynnir Margaretha sumarsnyrtinguna frá PIERRE ROBERT sumarið 1978 Á ÚTStNARKVÖLDI Á HÓTEL SÖGU. KÖMIÐ I VERSLANIRNAR, KYNNIST NÝJ- UNGUMí F R Æ Ð I S T U M FEGRUN HJA MARGARETHA ODE SEM KÝNNIR SUM- ARSNYRTINGUNA 1978. cM’fnerióku

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.