Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 5
5 VÍSÍR Fimmtudagur 27. april 1978 OLÍULEITARMÆLINGAR FÓRU FRAJI/I FYRIR VESTURLANDI ÁRIÐ 1971 ,, Ekki er nein ástæða til að búast við því fyrir- fram að olía finnist á ís- lensku yfirráðasvæði" sagði Guðmundur Pálmason, jarðeðlisfræð- ingur. Hann er einn af þeim sem setið hefur í vinnuhópi á vegum Iðn- aðarráðuneytisins er sett hefur fram í tillöguformi drög að reglum sem byggja mætti á leyfis- veitingu til olíuleitar. Siðan vinnuhópurinn skilaði þessum tillögum hafa enn borist nýjar beiðnir þar sem óskað er eftir leyfi til að gera mælingar með oliuleit að markmiði. 1 þessum nýjustu beiðnum er ósk- að eftir þvi að fá að framkvæma athuganir i haust. Guðmundur sagði að árið 1971 hefði einu fyrirtæki, Oliufélag- inu Shell, verið veitt Ieyfi af Iðn- aðarráðuneytinu til að fram- kvæma mælingar út af Vestur- landi. Guðmvndur, sem sjálfur tók þátt i leiðangrinum, sagði að þetta væri eina leyfið sem veitt hefði verið til þessa. Niðurstöð- ur þessara mælinga voru sendar til Iðnaðarráðuneytisins sem fól Orkustofnun þær. „Niðurstöð- urnar voru þannig að ekki er hægt að segja að neinar likur. séu á að þarna sé oliu að finna”, Guðmundur Pálmason. sagöí Guðmundur. Hann kvaðst þeirrar skoðunar að slikar mæl- ingar væru okkur hagstæðar. Fyrirfram væri að visu ekki reiknað með að oliu væri hér að finna, en á hinn bóginn væri það ekki vitað fyrr en rannsóknir hefðu farið fram. Hér væri um dýrar mælingar að ræða og mikinn tækjabúnað þyrfti til þeirra, sem ekki væri fyrir hendi hérlendis. Islendingar fengju þvi þessar rannsóknir framkvæmdar ókeypis og Iðn- aðarráðuneytið fengi eintak af þeim niðurstöðum sem fram kæmu. Hann kvaðst vilja taka það fram að ekki væri um nein- ar boranir að ræða og óvist hvort þær yrðu nokkru sinni. Það væri þvi engin ástæða til að óttast um lifrikið umhverfis landið. Aöspurður sagði hann að ekki væri unnt að segja að beiðnirnar væru um könnun á einu svæöi fremur en öðru. ,,Það er I rauninni ekki hægt að segja neinar fréttir af þessu máli fyrr en stjórnvöld, væntan- lega rikisstjórn hefur tekið á- kvörðun. Nu stendur á stjórn- völdum að taka ákvörðun um það hvort við viljum að mæling- ar fari fram og ef svo verður hvort leyfin verða veitt sam- kvæmt tillögum vinnuhópsins” sagði Guðmundur Pálmason. —BA— A myndinni má sjá tvar Jónsson formann MIR, Nikolaj Kúdravtséf aðstoðarfiskimálaráðherra, Valentin Gerazimof starfsmann Sovétrfkin—tsland og Viktor Moroz. Aðstoðarfiskimálaróðherra formaður MÍR Nikolaj Kúdravtséf, aðstoðarfiskimálaráð- herra Sovétrikjanna, sem nýíega var kjörinn stjórnarformaður i fé- laginu Sovétrikin — ís- lamf hefur að undan- förnu dvalist hér á landi. Ráðherran sat aðalfund Menn ingartengsla tslands og Ráð- stjórnarrikjanna ásamt Viktor Moroz varaforseta úkrainskra vináttufélagsins og Valentin Gerazimof ritara og starfsmanni félagsins Sovétrikin— Island. Arlega eru haldnir nokkrir fundir, alltaf 17. júni auk þess sem afmælis merkra Islendinga hefur verið minnst. I fyrra var minnst 75 ára afmælis Halldórs Laxness, sem er viðlesinn I Sovét- rikjunum. I ár er fyrirhugað að halda upp á 60 ára afmæli Olafs Jóhanns Sigurðssonar. Sovéski ráðherrann vildi taka það fram, að hann hefði fyrst og fremst heimsótt ísland, sem full- trúi Sovétrikin—Island, en ekki vegna starfs sins. Hann hafði þvi ekki gert ráð fyrir að kynna sér sérstaklega sjávarútveg íslend- inga. Matthias Bjarnason, sem hann hitti i heimsókn sjávarút- vegsráðherra til Sovétrikjanna, gerði honum hins vegar kleyft aö kynnast litið eitt sjávarútvegi Is- lendinga. I haust er fyrirhugað að MIR efni til svonefndra sovéskra kynningardaga sem helgaðir hafa verið einstökum sovétlýðveldum. I septembermánuði verða þeir helgaðir úkrainskra sovetlýð- veldinu og er væntanlegur hingaö til lands 25 manna hópur þaðan, þ.á .m. Anatoli Mokrenko barriton einn af fremstu söngvurum óper- unnar i Kiev, sem hefur hlotið heiðurstitilinn þjóðlistarmaður Sovétrikjanna. —BA. FASTEIGNASKRA FRA AFDREP HVERFISGATA 44 28644 2ja herb. íbúðir EINARSNES 2ja herb. risibúð ihúsi sem stendur á stórri eign- arlóð. Verð kr. 6. millj. 3ja herb. íbúðir DÚFNAHÓLAR 3ja herb. ibúð á 3juhæð 13ja hæða blokk. Stofa, 2 herb., nýjar innréttingar. Steypt bilskúrsplata fylgir. Verð kr. 12 millj. ASPARFELL 3ja herb. ibúð á sjöttu hæð i háhýsi. Stór bilskúr fylgir. Verð 12.5-13 millj. SMYRLAHRAUN, HAFNARFIRÐI 3ja herb. ibúð i þribýlishúsi. Stofa, 2 herb. bilskúr fylgir. Litið áhvilandi. Verð 12-12.5 m. 4ra herb. íbúðir DVERGABAKKI 4ra herb. ibúðir á 3ju hæð. Falleg og notaleg ibúð, með stóru aukaherbergi i kjallara. Verð kr. 14.5 millj. ÆSUFELL 4ra herb. ibúð á 6. hæð i háhýsi. Frábært útsýni. Litið áhvilandi, sérstaklega falleg ibúð. Verð kr. 14 millj. Stœrri ibúðir GAUKSHÓLAR 5 — 6 herb. ibúð á 5 . hæð i háhýsi. Fagurt útsýni. Bilskúr fylgir. Verð 17 milli. BUGÐULÆKUR 5 herb. ibúð i fjórbýlishúsi. Skemmtileg ibúð á góðum stað. Verð 16 millj. r I smíðum RAÐHÚS VIÐ ENGJASEL Húsið selst fullfrágengið að utam einangrun, gler og miðstöðvarofnar fylgja. Bein sala eða skipti á Ibúð. Verð kr. 14 millj. Einbýlishús ARNARTANGI, MOSFELLSSVEIT Einbýlishús á góðum stað i fögru umhverfi. Verð kr. 23 millj. ÞINGHÓLSBRAUT, KÓPAVOGI Einbýlishús á fallegum stað i Vesturbæ Kópavogs Bilskúrsréttur. Verð kr. 20 millj. Höfum kaupendur að eftirtöldum I hafnarfirði. eignum: 2ja herb. íbúðum 4ra herb. m/bílskúr nálægt Arnar- hrauni Eldra einbýlishúsi. I REYKJAVÍK Góðri sérhæð. Húsi með 2 ibúðum. Bílskúr þyrfti helst að fylgja, þó ekki skilyrði. 4ra til 5 herb. íbúð í Laugarnesi, Heima- eða Fossvogshverfi. Lítilli íbúð í vesturborginni. 3ja herb. íbúð í Háaleitishverf i, Neðra- Breiðholti eða gamla bænum. 3ja herb. íbúð í Hlíðunum eða nágrenni. 3ja herb. íbúð í Hraunbæ. Einbýlishúsi ca. 150 fm í Breiðholti. Önnur hverfi koma til greina. 3 OO c Skrifstofuhúsnœði 90 fm skrifstofuhúsnæði í miðborg Reykjavikur. Upplýsingar eingöngu á skrifstofu Afdreps. Verslun Lítil verslun hjarta Reykjavikur. Verslað er með snyrtivörur herra, tóbak og túristavörur. Upplýsingar á skrifstofunni. Höfum eínnig fleiri verslanir s.s. nýlenduvöruverslun, barnafataversl- un o.fl. cd O- 'J2 Komum og verðmetum samdœgurs KVÖLD’OG HELGARSÍMI SÖLUMANNS 76970 o s: H c c 28644 28645 J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.