Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 24
♦ VISIR Kjartan ólafsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, og Stefán Jasonarson, sem á sæti i stjórn hennar, viö likön af sýningarsvæ&inu. Visismynd BP. Eiga von a hundlrað þús. manns — á Landbúnaðarsýninguna á Selfossí í sumar Geysistór og viðamikil landbúnaðar- sýning verður haldin á Selfossi i ágúst i sumar. Sýningin verður haldin i Gagn- fræðaskólanum og á svæðinu i kringum hann og er sýningarsvæðið i heild meira en 30 þúsund fermetrar. A& sögn Kjartans Ólafs- sonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar. mun kostn- a&urinn nema tugmilljón- um. „ . . „ . _ Syningin ver&ur þró- unar- og tæknisýning jafn- 'framt þvi sem sýningin mun kynna hlutverk og stö&u íslensks iandbúna&ar I þjóöfélaginu. A sýning- unni ver&a þvl sýnd tæki og vélar, afuröir, búfé — auk þjónustu og efnis i sam- bandi viö landbúnaö og landbúnaöarstörf. Dr. Kristján Eldjárn, verndari sýningarinnar, opnar hana við hátíölega athöfn föstu- daginn 11. ágúst. Sýning- unni lýkur þann 20. ágúst. —GA _________RAUÐINÚPUR:____ „Erlendu tilboðin standast sjaldnast” ,,Það ætti að koma i ljós i dag hvort is- lensku tilboðunum verði tekið”, sagði Guðjón Jónsson, formaður Félags járn- Sjö .íslensk fyrirtæki I gert tilboð I vi&gerö á tog- tveim samsteypum hafa aranum Rauðanúpi. iðnaðarmanna, i samtali við Visi i morg- un. Þaö eru annars vegar Hé&inn og Stálsmiöjan Hamar og hin&^vegar Stálvik, Skipa- smiðjan Bátalón, Skipa- AUTO 78: Utanlandsferð á hverjum degi „Þú hefur hér með unnið írlandsferð" sagði Þórir Jensen i sýningamefnd AUTO 78 og greip um ungan pilt sem staddur var við Simca-bil i sýningardeild Vökuls. Þetta var i gærkvöldi á bilasýningunni AUTO 78 þar sem einn gestur er valinn á hverju kvöldi og fær hinn heppni utan- landsferð. í þetta sinn hafði veriö ákveöið aö sá sem stæ&i viö hægra framhorn Simca bilsins á ákveönum tima yröi val- inn.en að sjálfsögöu vita gestir ekki fyrirfram um hvar heppnisstaöurinn veröur hverju sinni. Pilturinn sem vann ír- landsferð meö Samvinnu- ferðum i gær heitir Magnús Óskarsson,Stóra- geröi 32,og er nemandi i Hvassaleitisskóla. Hann sagöi aö þetta væri i annaö skipti sem hann skoðaði AUTO 78 enda væri þar margt aö sjá. Viö óskum honum góörar ferðar. Tiskusýning verður á AUTO 78 i kvöld og ekki óliklegt aö þá komi 60 ■þúsundasti gesturinn sem aö sjálfsögöu verður heiöraöur sérstaklega. Bilasýningunni lýkur á sunnudagskvöld og annað eins tækifæri til aö sko&a nýja bila gefst ekki aftur næstu tvö árin aö minnsta kosti. —SG Þórir Jensen óskar Magnúsi Óskarssyni til ham- ingju með trlandsfer&ina (Visism. JA) A tiskusýningum bila- sýningarinnar er m.a. sýnt hvernig fólk skai kiæðast i ökufer&um þegar heitt er. smiðjan Dröfn og Dráttar- braut Njarðvikur. Þessi fýrirtæki bjóða i allt verkið. ,,Það hefur margoft sýnt sig að tilboð frá erlendum aðilum standast ekki og eru oft mun hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta getur munað tugum milljóna. A siðasta ári voru 16 skip send utan til breytinga og af þessum tilboðum stóðst aðeins eitt. Þaö var frá Finnlandi, en þangaö fór Sandafell GK”, sagöi Guöjón. Hann benti á að við greiddum þessar viögeröir með gjaldeyri okkar og að vinnulaun væru stór liður. „Þetta vinnuafl er fyrir hendi i landinu og þvi er þaö óþarfi að fá aðkeypt vinnuafl til að vinna verk, sem kunnátta er fyrir hendi að framkvæma hér”, sagði Guðjón. Fulltrúar frá trygginga- félögum og eigendum Rauðanúps voru á fundumi morgun og á þeim fundi verður ákvörðun tekin um það hvort togarinn verður sendur utan, eða hvort til- boðum frá islenskum aöil- um verður tekið. —KP Björguðu ketti úr Fjalakettinum! Þegar tilkynning barst um þaö á lög- reglustöðina i miöborg Reykjavíkur i gær- kvöldi, aö köttur nokkur væri lokaöur inni i gamla Fjala- kettinum við Bröttu- götu, var skjótt brugð- iö við. Tveir lögreglumenn voru gerðir út til þess að bjarga kettinum úr Fjalakettinum og tókst það fljótt og vel. Höfðu menn grun um að kisa hefði verið lokuð þar inni i nokkra daga og hefur sjálf- sagt verið frelsinu fegin. —EA Smábátahöfnin í Elliðavognum: Likan af smábátahöfninni i Elliðavogi. Borgarráð hefur samþykkt að ráðist verði I þessar framkvæmdir, en málið fer fyrir borgarstjórn í dag. Tl1U11 QELUm BRÆÐRABORGARSTÍG1 SÍMI20080 |±TT LITSJOnvnRPSTŒKI Somþykkt í borgarróði Borgarráð hefur samþykkt að byggð verði smá- bátahöfn i Elliða- vogi. Nokkur ágreiningur varð um málið en það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveim. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri sagði við Visi i morgun að menn hefðu óttast að höfnin kynni að hafa ein- hver áhrif á laxagengd i Elliðaárnar. Taldi Birgir að samkvæmt Itarlegum skýrslum og visindaleg- um rannsóknum benti ekkert til að hætta væri á ferðinni hvorki hvað varðar þau umsvif sem nú eru i vognum né þau sem fyrirhuguð eru. Birgir sagði að þetta mál færi fyrir borgar- stjórn I dag til endanlegr- ar afgreiöslu. Aætlað er að bátahöfnin verði fyrir um 200 smábáta, sport- báta eða trillur. Heildar- kostnaður er áætlaður um 96 milljónir, en Birgir taldi að þótt þetta fengist samþykkt I borgarstjórn yrði litið byrjað á fram- kvæmdum I sumar þar sem höfnin væri ekki á fjárhagsáætlun borgar- innar I ár. —KS «

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.