Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 10
10 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pólsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrui: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Petursson. Umsjón meö helgarblaöi: Árni Þorarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jons’son, Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jonína Mikaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Öli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Palsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Oskar Hafstéinsson, Magnús Olafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglysingar og skrifstofur: Siöumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2000 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 100 eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f. Sálfrœði, hagfrœði, pólitík Seðlabankinn hefur nú kunngert hugmyndir sínar um hundraðföldun á gengi krónunnar. í fyrra hafði bankinn fremur lítinn áhuga á málinu og setti upp hálfgerðan hunashaus þegarLárus Jónsson flutti þingsályktunartil- lögu um að skera af krónunni tvö núll. Ýmsir aðilar hafa hreyft þessari hugmynd á siðustu mánuðum m.a. Benedikt Gröndal. Talsmenn allra stjórnmálaflokkanna þar á meðal leiðtogar beggja stjórnarflokkanna lýsa því yfir i samtölum við Visi i gær, að þeir séu hlynntir aðgerð af þessu tagi eða haf i já- kvæð viðhorf til hennar. Þvi má ætla öö þessi sálræna aðgerð verði að veru- leika. En á það verður að leggja áherslu, að hundrað- földun á verðgildi krónunnar er í sjálf u sér engin lausn á verðbólguvandamálinu. Þjóðin er eftir sem áður jafn illa á vegi stödd í þeim efnum, ef annað og meira kemur ekki til. Gildi þessarar aðgerðar felst fyrst og f remst í þvi, að hún auðveldar mönnum að nota krónuna sem viðmiðun. í annan stað getur hún verið þáttur í þvi að auka tiltrú manna á gjaldmiðilinn á nýjan leik, ef samstaða verður að kosningum loknum um að snúa frá þeirri verðbólgu- stefnu, sem hér hefur verið fyigt i áratugi. Verði á hinn bóginn haldið áfram að fjárfesta með seðlaprentun og knýja á um launahækkanir með inni- stæðulausum ávísunum hefur margföldun á verðgildi krónunnar enga þýðingu. Kjarni málsins er sá að þessi breyting verður að haldast í hendur við markvissar end- urreisnarráðstafanir í islenskum efnahagsmálum. Sálrænar aðgerðir geta verið góðar með öðru, en þær leysa ekki allan vanda einar út af fyrir sig. Það er t.d. ekki vist að borgaði sig að ráða sálf ræðinga í stöður hag- fræðinganna í Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun,þó að sálfræðilausnir geti verið góðra gjalda verðar, þegar saman fara að auki hagfræði og pólitík. Það er sem sagt ástæða til að varaviö myntkerfis- breytingu sem einhverri lausn á þeim vandamálum, sem við er að etja. Eigi að siður er rétt að stíga þetta skref i þvi skyni að auka virðingu fólks f yrir verðmæti peninga. Engum vafa er undirorpið að með þessu móti má efla traust fólks á annars konar aðgerðum, er miðuðu að þvi að viðhalda verðgildi krónunnar. Þegar Lárus Jónsson f lutti þingsályktunartillögu sina i fyrra lagði hann í greinargerð áherslu á, að hundrað- föluun á verðgildi krónunnar yrði að vera liður í sam- ræmdum aðgerðum til þess að hamla gegn þeirri verð- bólgu, sem við höfum með takmörkuðum árangri glímt við undanfarin ár. Á þessu stigi málsins er ástæðulaust að gera litið úr hugmyndinni um nýjan gjaldmiðil. Þvert á móti er á- stæða til að binda nokkrar vonir við þessa nýskipan. Hitt er annað mál, að eðlilegt er að almennir borgarar séu ekki um of trúaðir á að valdaaðilarnir i þjóðfélaginu nái þeirri viðtæku pólitisku samstöðu, sem óhjákvæmileg er, ef jafnvægi á að nást í þjóðarbúskapnum. Alþýðuflokksmenn hafa sett fram tillögur um kjara- sáttmála og talsmenn Sjálfstæðisflokksins ræða um þjóðarsátt. Nafngiftin skiptir ekki máli. Aðalatriðið er að menn átti sig á því, að einvörðungu víðtæk pólitísk samvinna aðila, sem hafa ítök i hagsmunasamtökum launþega og vinnuveitenda, getur breytt rikjandi á- standi. Hugmyndir um nýja krónu verður að skoða i þessu Ijósi. Og fyrst menn eru í alvöru farnir að tala um þjóðarsátt og kjarasáttmála ætti ekki öll von að vera úti. Fimmtudagur 27. april 1978 vism • Rœtt víð Kristfiw Þorkeísdóttur og „Portrait er einn míkilvægasti öryggisþátturinn í seðlagerð. Það hefur áhrif á val þeirra manna sem prýða seðlana hvað til er af mannamyndum frá fyrri tíð og hvaðer vitað um lifsstarf viðkomandi" sagði Kristin Þorkelsdóttir teiknari i sam- tali við Vísi um tillögur sinar að nýjum peningaseðlum. Upphaflega var Kristinu falið að teikna 10 þúsund króna seðil þegar Halldór Pétursson féll frá, en honum hafði -verið falið að vinna seðilinn. ,,Áður en tillögur lágu fyrir um 10 þúsund króna seðilinn kom i 1 jós að bæta þyrfti við fleiri seðla- stærðum sem þýddi um leið heild- arendurskoðun á peningaseðlum okkar. Jafnframt var farið að ræöa hugmyndina um gjald- miðlabreytingu og út frá þvi farið að vinna að alveg nýjum seðl- um”, sagði Kristin. Hún hófst þegar handa og meö henni hefur unnið að þessu verk- efni Stephen Fairbairn sem er starfsmaður hjá henni. PZn hvern- ig á að ákveða útlit peningaseðla og hvað eiga þeir að sýna? Menningarverðmæti ,,Ég hef áður minnst á portrait og þýðingu þess við tillögur að seðlunum. ViðStephen lögðum til grundvallar gömul islensk menn- ingarverðmæti og byggðum á is- gera Óbeinir eiga að fara út úr visitöiunni. Afnema þarf þá reglu að draga niðurgreiðslur frá visitöluút- reikningi. Skattleysismörk á að setja við fjórar milljónir króna. Rikisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi tvö frv. um skattamál, sem marka munu þáttaskil i þessuefni. Ifrv. tillaga um tekju- og eignaskatt er stefnt að þvi að gjörbreyta álagningu þessara skatta, og með frv. um stað- greiðslu skatta er i fyrsta sinn stigið úrslitaskref i þá átt að inn- heimta skatta og gjöld af tekjum samtimis þvi sem þær myndast. Heildarskattbyrði af tekjuskött- um er minnkuð verulega, skatt- sbgar mildaðir og persónuaf- sláttur hækkaður. Merk nýmæli eru i skattfrv. T.d. gefst nú launþegum kostur á þvi aö velja milli þess að iá 10% af launum sinum frádregin i stað margra .og flókinna frádráttar- liða. Þetta er talið valda þvi að 70-80% framteljenda telja ein- vörðungu fram með þessum eina frádráttarlið. Með þessu er fram- tal gert eins einfalt og auðið er. Mörg önnur merk nýmæli eru i þessu frv. t.d. sérsköttun hjóna og gjörbreyttar reglur um afskriftir og söluhagnað, svo nokkuð sé nefnt. Bæði þessi frv. fela i sér stórt skref i þá átt að draga úr óþægindum og óréttlæti, sem gjarnan eru fylgifiskar hárra tekjuskatta og auka frjálsræði fólks tíl tekjuöflunar án þess að þurfa að sæta refsingu fyrir það siðar í drápsklyfjum eftirá- greiddra tekjuskatta. Gagnrýni stjórnarand- stöðu léttvæg. Til marks um að rétt er stefnt ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.