Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 27.04.1978, Blaðsíða 1
„Huldumeyjar" handtökumálsins komnar fram? Lögreglumenn og fulltrúi bœjarfógeta í Keflavik segjast ekki hafa vitað um neins konar „gildru" GUÐBJARTUR 06 KARl ÞEKKTU EKKI KONUNA VIÐ SAKBENDINGUNA önnur stúlkan sem nú segist hafa tekiö þátt i að tæla Karl Guðmundsson og Guöbjart Pálsson suður með sjó á sinum tima að áeggjan Hauks Guð- mundssonar hafði áður komið fram við sakbendingu i málinu. Þá þekktu hvorki Karl né Guð- bjartur hana sem aðra af huidu- meyjunumV Þessar upplýsingar fékk Visir hjá Þóri Oddssyni vararann- sóknarlögreglustjóra i morgun. Þórir sagði það vera rangt sem komið hefði fram i einu blað- anna að Haukur Guðmundsson hefði verið handtekinn vegna rannsóknar málsins nú, hann hefði komið af sjálfsdáðum til rannsóknarlögreglunnar þegar hann frétti að „huldumeyjarn- ar” væri til yfirheyrslu. Þá sagði Þórir það ekki rétt að stúlkurnar hefðu unnið eið að framburði sinum, enda mættu þær það ekki þar sem þær væru sakaðar um lögbrot. Tvær stúlkur hafa borið við yfirheyrslur að þær hafi fengið Karl og Guðbjart til að aka sér aö Vogum á Vatnsleysuströnd 6. desember 1976 eftir að smyglað áfengi hefði verið sett i bil Guð- bjarts. Þetta hafi veriö gert samkvæmt beiðni Hauks sem siðan stjórnaði handtöku tvi- menninganna þar suður frá, en þá voru stúlkurnar horfnar úr bilnum. Haukur Guðmundsson neitar eindregið þessum staðhæfingum stúlknanna. Fulltrúi bæjarfó- geta i Keflavik og lögreglumenn frá Keflavik hafa einnig verið yfirheyrðir. Þórir Oddsson sagði að þeir neituðu þvi að hafa vitað til þess að gildra hafi verið lögð við handtökuna. Rannsókn handtökumálsins lauk formlega seint á siöasta ári. Taldi rikissaksóknari að ekki væru fyrir hendi nægar sannanir til að gefa út ákæru á hendur Hauki nema nýjar upp- lýsingar kæmu fram, enda höfðu stúlkurnar sem áttu að hafa lagt gildruna fyrir Guð- bjart og Karl ekki fundist. Rannsóknarlögreglan hefur siö- an unnið aö málinu i kyrrþey með þeim árangri að fyrir skömmu játuðu tvær stúlkur úr Keflavik að vera „huldumeyj- arnar”. Sem fyrr segir kannast Haukur ekki við að þær fari meö rétt mál. Rannsóknarlögregla rikisins hefur sent málið til saksóknara sem mun meta hvort framburö- ur stúlknanna sé grundvöllur til ákæru á hendur Hauki. —SG Sótarlandaferðir óþarflega dýrar — vegna gjaldeyrishafta Sólarlandaferðir íslendinga eru óþarflega dýrar vegna þeirra gjaldeyrishafta/ sem við búum við. Þeirra vegna verða íslenskir ferðamenn yfirleitt að greiða töluvert hærra verð fyrir gistingu en ferðamenn frá öðrum löndum. Við vinnslu ferðamála- blaðsins, sem fylgir Visi i dag, var að vonum rætt töluvert um gjaldeyrismál, þótt forstöðumenn ferða- skrifstofanna væru tregir til að láta hafa mikið eftir sér opinberlega um þau. Meðal þess sem kom fram var að nauðsynlegt er að gera langtima samninga til að halda niðri verði á vinsælustu ferðamanna- stöðum i Evrópu, yfir mesta annatimann. Eins og i öllum viðskipt- um þarf að staðfesta þessa samninga með þvi að greiða ákveðna prósentu heildarupphæðarinnar fyr- irfram. Erlendar ferðaskrifstof- ur eiga ekki i neinum vand-, ræðum með þetta, þær geta fengið lán upp á hundruð milljóna til að staðfesta samninga um húsnæði i Miðjarðarhafslöndum. Samkvæmt islenskum lög- um er hinsvegar óheimilt að gera slika samninga, eða eins og það er kallað „að stofna til skulda er- lendis”. Þetta þýðir i raun aö Is- lendingar verða að greiða mun hærra verö fyrir gist- ingu en ella. — ÓT. Portúgals viðrœður ganga heldur hœgt Lítil von um verkefni við Hrauneyjarfossvirkjun Viðræður portú- galskra og íslenskra aðila um aukna sölu á portúgölskum vör- um hingað fóru fram á Hótel Holti í gær, þar sem fjöldi þeirra sem taka þátt í viðræðunum er það mikill að hús- rými opinberra stofnana hrökk ekki til. 1 gær kynntu Portú- galirnir það sem þeir hafa hug á að selja hingað til lands. Viðræöur voru á algeru byrjunarstigi þannig að ekki var tima- bært að ræða um verð eða aðra skilmála. Portúgalir hafa áöur lýst þvi yfir að þeir geti ekki til lengdar keypt svona mikið af Islending- um, nema þvi aðeins að sala á portúgölskum vör- um aukist hér á landi. Portúgalir hafa sýnt áhuga á að taka þátt i virkjunarframkvæmdum hérlendis. Þeir sáu um einn verkþáttinn við Sig- öldu og nú hafa þeir gert tilboð i stiflulokur við Hrauneyjarfossvirkjun. Tilboð þeirra var hið fjórða lægsta. Sú spurning vaknar þvi hvort hugsanlegt sé að til- boði Portúgalanna verði tekið til að tryggja við- skipti landanna. Sam- kvæmt upplýsingum Landsvirkjunar eru regl- ur fyrirtækisins þær, að lægsta tilboði er tekiö samkvæmt mati ráðu- nauta fyrirtækisins og Landsvirkjunar sjálfrar, enda sé uin traust firma aö ræða, ella væri grund- völlur útboða brostinn. —BA MYJU SMDLARNIR í FULLUM LITUM Tillögurnar um nýju peningaseðlana og gjald- m iðilsbreytinguna hafa aðvonum vakið mikla at- hygli og verið ræddar manna á meðal. Visir birtir hér myndir af hin- um nyju seðlum i fullum litum og þótt hönnun seöl- anna sé ekki lokið verður vart um grundvaliar- brevtingar að ræða, verði fariö út i að fullvinna þá. Kristin Þorkelsdóttír teiknari hefur unnið aö hönnun hinna nýju seðla ásamt Stephen Fairbairn og á bls. 10-11 er rætt við þau um hvaöa hugmyndir liggja að baki nvju pen- ingaseðlanna sem verða af fjórum stærðum. —SG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.