Vísir - 27.05.1978, Page 9

Vísir - 27.05.1978, Page 9
9 9 VISIR Laugardagur 27. mal 1978. UM ÞÆTTI I HEIMSMÍISTARAEINVIGINU: Forslöa VIsis mánudaginn 3. júll er allt stefndi i óefni. FÍSCHER fORlKKÍTj ,KÍNVERSKA SENDiRÁOIÐ' EINVÍGID BYRJAR í DAG D Gretfiííong bjivr lil | íínn'gij o örioiiiancnt Stif* toaát 8. Jönsson 5-*,áÍ V - lékk Hvonnoyri *».4M >‘«*W ....og bakslðan daginn eftir þar sem segir að tilboð Slaters hafi kippt öllu I lag. ★1 DAILYa NEWS Íl5< ' »•>» mwuun*% I . Chess Furor: SF&SSKY’S MOVE -HE WALKS OUT . Svona sagði New York Daily News, stærsta dagblað Banda- rikjanna, frá þvi á forslðu er Fischer kom loks til tslands. þá ánægju að sjá einvígið fara fram. Ég var ekki fyrr kominn á skrifstofuna, en ég hringdi I Leonard Barden, og sagði hon- um, að ég væri reiðubdinn að tvöfalda verðlaunaféð. Leonard hringdi 1 lögfræðing Fischers, sem lét boðin ganga. Ég hringdi einnig I David Frost, sem svo aftur hafði samband við Henry Kissinger, en hann hringdi i Fischer og hvatti hann til að tefla. Fullvissaöi Kissinger Fischer um, að viö tilboð mitt yrði staðið. Mér til undrunar var tilboð mitt þá siðdegis aöal- forsiðuefni „Evening Stand- ard”. Loks þá beindist öll athygli umheimsins aö einvig- inu. Klukkan fjögur siðdegis hringdi kona min i mig og spurði, hvaðéghefði nU verið að gera af mér, þvi heimilið væri kaffært i blaðamönnum og ljós- myndurum. Ég sagði henni, að éghefðifengið ágætahugmynd á leiðinni til skrifstofunnar. Fischer brást ekki Einvigið milli Fischer og Spassky var samkvæmt allra vonum mjög tvisjínt. Spassky vann fyrstu skákina eftir klúður hjá Fischer. Hann vann einnig aðra skákina með Urskurði dómarans, þegar Fischer mætti ekki til leiks. Þetta var erfitt forskot fyrir Fischer aö vinna upp. Hann var orðinn tveim vinningum undir og þurfti að fá 12 1/2 vinning Ur þeim 22 skák- um, sem eftir voru. Það var I þriðjuskákinni, sem Fischer lét að sér kveða. Hann stýrði s vörtu mönnunum og tefldi Benóni- vörn en í ellefta leik brá hann með snjallri nýjung út af hefð- bundnum og viðurkenndum leiðum, sem Spassky hefði verið betur undir búinn. Aðdáendum Fischers fannst loks runnin upp sú stund, sem þeir höfðu vonast eftir.ogsvo reyndist vera. Eftir það leit Fischer aldrei um öxl heldur hélt áfram og vann ein- vigiö með 12 1/2 vinning gegn 8 1/2. Vildi hjálpa skákinni fyrst og fremst Éghef oft verið að þvl spurö- ur, hversvegna ég hafi hjálpað Fischer með þvl að tvöfalda verðlaunaféð, þar sem flestum fannst Fischer vanþakklátur og ókurteis. Sannleikurinn var sá, að ég var ekkert frekar aö hjálpa Fischer en skáklþróttinni sjálfri. Sigurvegarinn fékk fimm áttundu verðlaunanna, en hinn sigraði þrjá áttundu. Þess- um umfram fimmtiu þúsundum sterlingspunda var þvi skipt milliFischer og Spassky. Annað vakti hjá mér löngum til þess að tryggja að einvigið færi fram. Ég er fylgjandi þvi, aö menn séu hvattir til aö skara fram úr. Ef menn eiga á annað borð jafna möguleika finnst mér slík nvatning nauösynlegur þáttur i heilbrigðu samfélagi. Tafl- mennska Fischers var vissu- lega framúrskarandi, og til muna betri en nokkurs annars i heiminum á þeim tima. Það var það, sem mér fannst skipta máli, og þótt mér likaði ekki það, semégheyrði af duttlunga- fullum uppátækjum Fischers, gat ég vel umborið það (svo úr fjarlægð) vegna skáksnilli hans. Reglur eru reglur Þegar ég bauð fimmtiu þús- undirnar höfðu mér yfirsést annmarkar, sem fylgdu regl- um um gjaldeyrisviðskipti. Það I f FiSCHER var hugsanlegt, áð gerð yrði fyrirspurn varðandi þetta I neðri málstofunni og einhver dagblöð töldu vera vandkvæði á þessu. Eitthvert sinn, þegar horfði til þess að gjaldeyrisleyfi fengist ekki, hringdi i mig hátt- settur starfsmaður Englands- banka til þess að ræða örðug- leikana. Hann byrjaði á að út- skýra, hvað þetta væri allt erf- itt, sérstaklega þar sem sterlingspundið stæði höllum fæti, og augljóslega væru reglur jú reglur, sem standa þyrfti á. Ég benti honum á, að sú land- kynning.sem af fengist, hlyti að vera einhvers virði: ef einhver Breti hlypi undir bagga með heimsmeistaraeinviginu á þann hátt að allra athygli vekti. Til viðbótar lagði ég siðan til lausn- ar málinu, að ég treysti mér auðveldlega til þess að fá ein- hvern auðugan bandariskan mannvin til þess að koma þarna til hjálpar. Hann gæti bjargaö ein viginu og i staðinn bent á ein - hverja hknarstofnun I Bret- landi, sem ég mundi gefa fimmtiu þúsund sterlingspund. Við urðum ásáttirum, að þetta mundi fær leið, en mundi verða um leið auglýsing fyrir Bret- land. Simtalinu lauk svo, að bankafulltrúinn var orðinn sannfærður um þaö eftir allt saman að unnt yrði að fá nauö- synleg leyfi. Sem kom svo fljót- lega á daginn. Nokkrum mánuðum siðar, til þess að hvetja ungu skákmenn- ina okkar, bauö ég fyrir hönd Slater-sjóðsins 5.000. verðlaun þeim, sem fyrstur Breta yröi stórmeistari, og þeim næstu fjórum, sem mundu á eftír fylgja 2.500 pund hverjum. Mér er ánægja að skýra frá þvi, aö Tony Miles hefur unnið 5.000 punda verðlaunin og aðrir sýn- ast á góðri leið með að vinna hin verðlaunin. Breskt skáklif hefur tekið miklum framförum frá þessum timamótum og nú eig- um við einhverja öflugustu sveit ungra skákmanna i heimi.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.