Vísir - 27.05.1978, Blaðsíða 15
vism Laugardagur 27. mal 1978.
15
ettum en á skattaskýrslunni
litur þetta allt út sem munaður.
Veröið á öllu þessu dóti er eins
og á sæmilegasta leigubil, en
maður verður aö borga gjöld af
þvi eins og það væri til heimilis-
nota. Ég veit ekki af hverju
menn láta fara svona með sig.
Ætli það sé ekki af þvi að ekki
eru stofnuð fyritæki um það sem
menn eru aö gera.”
Hljómlistarmenn dóm-
bærari en kúlulegusalar
„Það hefur alltaf vantaö
svona fyrirtæki eins og ég var
að tala um, fyrirtæki sem gerir
mönnum kleift að koma efni á
framfæri og auðveldar hljóm-
listarmönnum aö sinna sinu
starfi. Það væri gaman að geta
losað unga hljómlistarmenn við
að ganga i gegnum þennan
frumskóg sem maöur hefur
gengið i gegnum en i dag er vist
engin önnur leiö fyrir þá þvi
ekki lærir maður þetta i skóla.”
,,Ég hef setið á bekk I kúlu-
legusjoppu og beðið eftir viðtali
við forstjórann sem sagði mér
svo að ég væri ekki nógu frægur
til að það borgaði sig að gefa út
plötu með lögunum minum. Við
i Trúbrot sátum inni á þessum
sama kontór og hlustuðum á
forstjórann segjs að hann legði
ekki i að gefa út plötu með
okkur. Það var eftir þá ferð sem
einstaklingar byrjuðu að láta að
sér kveða i plötuútgáfu. Sjálf-
sagt er alltaf erfitt að fá gefna
út plötu, --fer þó að sjálfsögðu
eftir efninu en um það hvað er
útgáfuhæft held ég að hljóm-
listarmenn séu dómbærari en
kúlulegusalar.”
Þúsund lög niðri
i skurðum
allt þetta mannlega sem ég vil
fá fram. Og ég geri ekki plötu
nema til að þessir eiginleikar
sitji þar i hásæti. Ég er enn að
viða að mér reynslu og vinn
þess vegna mikið i stúdióinu.
Það sem ég þarf að fá fram
verður að vera heilt. Til að spila
svona efni þarf óhemju færa
hljóðfæraleikara þvi það erfið-
asta sem þú leggur fyrir nokk-
urn spilara eru róleg og látlaus
lög þar sem allir þurfa að sýna
smekkvisi og hlédrægni. Ég hef
t.d. heyrt færustu trommuleik-
ara landsins segja að þeir geti
ekki spilaö rólegan takt afslapp-
aö”.
„Mér finnst oft vanta I lög
þessa mannlegu tilfinningu þar
sem maður kemur fram án þess
að vera klæddur i eitthvert
skraut. Lög eru alls ekki til að
hengja perlufestar á. Þó eru
samin mörg ofsa góð lög.
Uppáhaldstónskáldið mitt i dag,
Magnús Eiriksson, gerir t.d.
mikið af svoleiðis lögum.”
— Nú er ekkert hljóð-
færi hér inni. A hvað semuröu?
„Að visu er ég nýbúinn að
selja hjóðfærið, en annars sem
ég mikið i huganum, t.d. úti á
götu. Ég tel mig aldrei hafa
samiö lag. Ég hef aldrei sest
niður og ætlað mér að semja
lag, staðið svo upp og sagt: hér
er lag. Ef ég sest niður og reyni
að semja þá vantar allt i það,
það vantar þessa látlausu
hrynjandi sem ég vil eiga að
minu vörumerki. Þetta á aö
koma eðlilega og oft fatta ég
ekki hvernig lögin min eru fyrr
en ég heyri þau I útvarpinu. A
hverjum degi eru samin þúsund
lög úti um allt land, niðri i
skurðum og hér og þar. Þessi
lög eru samin fyrir vindinn og
fara aldrei lengra en þetta eru
örugglega sönnustu tónsmiöar
sem til eru.”
Lög ekki til að hengja
perlufestar á
„Ég veit ekki hvað veröur, en
ég ætla ekki að gera plötu fyrr
en ég get sett i hana þá hlýju og
Frægð og
indjánaleikur
— Það er oft talað um tind
frægðarinnar. Ætli það sé ekki
óhætt að segja að þú hafir
komist á þann islenska. En er
það eftirsóknarvert.
„I þessum bisness eru margir
kallaðir en fáir útvaldir. Fyrir
þá sem eru veiklundaðir er það
besta sem fyrir getur komiö i
lifinu að komast ekki á tindinn.
Menn þurfa að vera mjög
stabilir til að geta verið á
toppnum og til að komast þaðan
heilir og óskemmdir. Þar er
margt til að eyðileggja þig.
Brennivin, eiturlyf, partý, tima-
bundin athygli sem beinist að
þér og ruglar þig. Þú færð vit-
lausar hugmyndir um sjálfan
þig og endar alltaf með þvi að
þú dettur á rassirin.”
Við höfum fengið nóg af kaffi
og Jackson Browne i bili.
Magnús þarf aö fara suöur i
Hljóðrita að aöstoða Randver
við plötugerð svo við röltum út.
Við erum nýsestir inn i bilinn
þegar strákar i indjánaleik
birtast með boga sina framan
við bilinn. Magnús opnar dyrnar
og kallar til þeirra: „Strákar þið
eigið ekki að vera að skjóta
örvum hérna við bilana. Ég hef
séð rispur eftir ykkur á
bilnum.” Svo skellir hann
hurðinni og fer að hiæja. „Sjáðu
bara. Nú er maður sjálfur
oröinn þessi leiðinlegi kall sem
alltaf var fyrir manni þegar
maöur var strákur aö leika
sér.”
Fangelsið Island
„Jæja hvaö eigum viö að tala
um?” segir Magnús og ekur af
stað. „Eigum viö ekki aö tala
svolitið um ferðalög? Andleg og
likamleg feröalög eru áhugamál
mitt númer tvö. Ég hef ferðast
mikið um heiminn, samt ekki
nærri nóg^þvi það er þaö lær-
dómsrikasta sem maöur gerir.
Annars er tsland ekki annað en
fangelsi. Fóiki er sleppt út einu
sinni á ári með 75 þúsund kall i
vasanum, þaö dugar i tiu daga
en ef farið er með ferðaskrif-
stofu getur fólk dregið fram lifið
helmingi lengur lokað inni i ein-
hverju hótelherbergi. Þetta er
ómannúðlegra en i mörgum
fangelsum. Fólk vinnur myrkr-
anna á milli eins og i vinnu-
búöum nema það fær launin sin-
en svo eru afurðirnar seldar
fyrir gjaldeyri sem það fær
engu að ráða um hvernig er ráð-
stafað. Þvi ráða aðrir. Eigum
við ekki bara aö segja að fang-
elsistjórinn sjái um þá hliö
málanna. A sama tíma erum við
að bera okkur saman við
nágrannalöndin en þar eru það
talin lágmarks lifsskilyröi að
fóikvgeti skroppið milli landa.”
Amerikudella
„Konan min var lengi flug-
freyja og þegar hún hætti þvi fór
ég aö vinna hjá ferðaskrifstofu
þannig aö ég hef alltaf átt frekar
auðvelt með að ferðast. Um
tima fékk ég Amerikudellu og
fór þangaö sjö sinnum á einu
ári. Einu sinni ákvað ég um
hádegi að fara og var kominn i
loftið um kvöldmat. Það var
þriðja júli á tvöhundruð ára
afmæli Bandarikjanna. Mig
langaði svo að sjá skipin. Ég var
svo hrifinn af flugeldasýning-
unni á þjóöhátiðinni i Reykja-
vik, margfaldaði dýrðina til
samræmis við fólksfjölda og
sprengdi hausinn.Það fór þannig
að ég sá aldrei skipin en vaknaði
um hánótt i hengirúmi ein-
hvers staðar i Woodstock útbit-
inn af moskitóflugum.”
Allt á aö vera fr|áIst
Við erum komnir suður i
Hljóðrita þar sem Randverjar
biða aðstoðar Magnúsar. 1
þessu viötali er ég vist meö
aðstoö Magnúsar búinn að
brjóta allar blaðamannahefðir
og best að taka sig á og leyfa
honum að eiga siðasta oröið.
,,Mfn skoðun er sú að allt eigi
að vera frjálst. Þvi færri reglur
og þvi meira frelsi — þvi eðli-
legri mynd taka hlutirnir á sig
sjálfir. Mér finnst óeðlilegt að
rikisvaldið haldi sleggju yfir
höfðinu á okkur. Það er alltaf
verið að búa til fleiri reglur til
að fara á bak viö og allir vilja
stela af rikinu. Helsta braskið
byggist á götóttum reglum og
satt að segja útheimtir kerfið
allt þetta brask.”
—ÓÞK
Kjartanssen hljómlistarmann
Myndir: Gunnar V. Andrésson