Vísir - 27.05.1978, Síða 22

Vísir - 27.05.1978, Síða 22
,,Þeir sem þekkja mig vel, telja sig finna óvenjulegt öryggi i návist minni, einnig konur”. „Tónlistin hefur hjálpað mér mikift”. — A ttallu ásamt tveimur dætra sinna. w Laugardagur 27. mal 1978. VISH~ „Ég er hiklaust hamingju- samur maftur”. þola i fari annarra? „Afbrýftisemi, sviksemi og tortryggni.” Og stuttu siöar: „baö er nú viöurkennt aö til er skynjun sem liggur utan skynfæra og vitundarsviös alls þorra manna.Yfirskilvitleg reynsla og þekking. Ég fæ oft vitneskju sem er af þessum toga spunnin. Þess vegna er mér oft ljós afstaöa fólks til min, þótt orðaskipti hafi ekki átt sér stað.” „Stundum verður mér hugsað hvernig fólkiyrði innanbrjósts ef þvi væri kunnugt um þetta. En lausnin er aö umbera og fyrir- gefa i stað þess að hefna sin. En ég vil einnig láta i ljós þakklæti fyrir mikinn hlýhug og velvild sem ég skynja i samskiptum við fjölda fólks. Af öllum stéttum og á öllum aldri.” — Ertu rómantiskur? „Hvernig spyröu: Já, sjálf- sagt um of. Þvi að stundum veröa tilfinningarnar skynsem- inni yfirsterkari. Annars hefur rómantikin verið eins konar skammaryrði i harðsoðnum gerviheimi nútimans. En það er að breytast og ný rómantisk bylgja er varla langt undan. t tónlist hef ég þó ekki mest dálæti á rómantisku stefnunni. Þar situr heiðrikja og hugsun barokktimans i fyrirrúmi, en ég hef einnig fengist talsvert við að flytja nútimatónlist.” — Þú sagðir að ástin væri snar þáttur i lifi þinu? Viltu segja eitthvað meira um ástina? „1 viðtækustu merkinu er ástin elskandi lifsviðhorf til allra og alls sem lifir. Astamál min hef ég ekki i flimtingum, þótt aðrir leyfi sér að gera það. Mér er ljóst, að það er hættuspil að bera tilfinningar sinar á borð fyrir almenning. Yfirlýsingar um tilfinningamál geta verið misnotaðar, annað hvort i hugs- unarleysi eða af grimmd. Þótt fólk sýni ekki afstöðu sina vis- vitandi, skynja ég hana og mun siðar velta fyrir mér hvort hún hafi mótast af vorkunnsemi, hræöslu eöa hvort það hafi hald- ið sig varlega i fjarlægð vegna þeirra tilfinninga og skoöana, sem ég hef tjáð, en ég held þó fremur vegna rógsins. En þeir sem þekkja mig vel, telja sig finna óvenjulegt öryggi i návist minni, einnig konur.” „011 tjáning min er sprottin af ást i einhverri merkingu. Astin Hann lét sig ekki muna aft bjóða I hádegisverft. „islendingar gætu orftift mesta söngþjób veraldar”. — Polyfónkór- inn á italiu. þyrstir eftir henni og elta hana á röndum. En þvi meir sem þeir elta hana, þvi fjarlægari er hún. Fólk hakkar i sig ástarsögur, hleypur eftir ástarsenum kvik- myndahúsanna, hringsnýst eftir ástarsöngvum i danshúsum, en fáum dettur i hug að neitt þurfi að læra um ástina né þroska sig til að vera ástar verður.” //Mikið er búið að bölva listum á þessu landi" — En hugsjónir þinar, eru þær einkum tengdar tónlistinni? „Mannshugsjón Forn-Grikkja var heilbrigð sál i hraustum likama. Sá sem nær valdi á likama sinum á hægara með að beita hugarorkunni. Andinn þarfnastlika þjálfunar og glimu við krefjanai úrlausnarefni, með öðru móti þroskast hann ekki fremur en likaminn.” „Min vinna er andlegs eölis, þess vegna hef ég lika kostað kapps að þjálfa likamann. Andinn þarf sina næringu, svo að hann geti orðið uppspretta frjórra hugmynda, einbeitingar og góðra hugsana. Næring andans er fyrst og fremst fólgin i trúnni, frelsi hugans og sambandinu við hið yfirskilvit- lega og almættið. En tónlistin hefur hjálpað mér mikið. Æðri tónlist er fagurfræðileg sköpun, byggð á ströngum grunni forms og höfðar jafnt til vitsmuna og tilfinninga. Túlkun hennar krefst algjörrar einbeitingar, næmis á smáatriði jafnt og heildarmótum og ófrávikjan- legrar nákvæmni”. — Er góð list metin aö verft- leikum á Islandi? „Mikið er búið að bölva listum á þessu landi, einkum þó tónlist — sinfóniudraslið og sönggaulið — og er það enn eitt dæmið um fordóma almennings og vanþró- að þjóðfélag i menningarlegum skilningi. Alþingismenn eru þar ekki undanskildir. Slikar yfir- lýsingar um listaverk og lista- starfsemi eru enginn mæli- kvarði á annað en andlega fá- tækt og skort á menntun og hátt- visi. Heimskan er á háu stigi, þegar fólk kann ekki einu sinni að þegja og leyna henni.” //Gætum orðiö mesta söngþjóð veraldar." — Telurðu tónlistarhæfileika útbreidda hér? „Tvimælalaust. En það þarf að rækta þá. Það merkilegasta við islenskt þjóðfélag er, hve mikiö leynist hér af listrænum gáfum. Ekki á það sist við um söngraddirnar.lslendingar gætu orðið mesta söngþjóö veraldar, ef rétt væri að unnið.” — Hvers vegna lagðist Póly- fónkórinn niður eftir ttaliuferð- ina þar sem hann hlaut einróma lof? „Vegna sundurlyndis og tóm- lætis fjárveitingavaldsins . Það rikir enn algjört skilningsleysi á gildi hans og hvers þaö starf krefst, sem þar hafði verið unn- ið án endurgjalds i tuttugu ár.” — Sumir segja Pólyfónkórinn hafa orðið að viðmiðun i söng hér á landi og telja meiri eftír- sjá að tónleikum hans en nokkr- um öörum sem hér eru haldnir reglulega? „Engir flytjendur æðri tón- listar hafa dregið að slikan fjölda á tónleikum hér, og þó Besta útsýni er úr húsi Ingólfs I Laugarásnum. „Gjaldeyrismálin eru alveg sérkapltuli I heimsviftskiptunum”. —A skrifstofunni. er mesta undur lifsins. An ástar er lifið eins og sólarlaus dagur. Endurgoldin ást er eins og sólin gædd skapandi orku. Hún hlýjar, gleður og bræðir kuldann úr hjörtunum. Hún leysir úr læðingi innstu krafta og sköpunarþrá, enda er hún undirrót allra listrænna afreka.” //...Veldur meira böl en meðorðum verði tjáð" — En ekki er öllum gefið að skynja ástina á þennan hátt? „Þvi miður. Hvað veit fólk almennt um hugtakið ást? Stelpa kynnist strák á dansleik eða einhverjum, sem býr i göt- unni, og giftist honum, þvi hún heldur að þetta sé ástin og hann eini karlmaðurinn i heiminum sem geti gert hana hamingju- sama, þótt þúsundir annarra væru kannski miklu betur til þess fallnir og betri efni i eiginmann. Svona getur ástin verið mikil blekking,og oftast er það tilviljun ein, sem ræður i ástamálum. Hjónaband þarf að byggja á ástarrevnslu og þrosk- uðum tilfinningum.” „Astin er svo flókið samspil eðlishvata og tilfinninga aö úti- lokað er, að nokkrar tvær mannverur geti skynjað hana nákvæmlega eins. Þvi er virðing, aðlögun og gagnkvæm- ur skilningur svo mikilsvert til varðveislu ástarinnar, eftir aö fyrsta hrifningin er liðin hjá. Ef til vill er ekkert i lifi mannsins jafn-misskilið og misnotað og ástin, og það veldur meira böli en með oröum verði tjáð. Eg held, að aðeins fáir kynnist nokkurn tima leyndustu töfrum ástarinnar og þeirri hugljómun, sem slikri ást fylgir”. //Sennilega smíðagalli að eiga svo stórt hjarta" — Hefur þú fundið slika ást? „Fundiö hana, og fundið hana fylla lif mitt. Teygað hana en týnt henni og syrgt hana. En ég vona, að ég finni slika ást aftur. Hjarta mitt er ekki útbrunnið, þótt logar ástarinnar hafi leikið um þaö. Þetta er sennilega smiðagalli að eiga svo stórt hjarta, að það skuli rúma svo mikla ást! ” „Ástin er ekki aöeins þægileg tilfinning heldur er hún inntak listarinnar að lifa, sem krefst þekkingar, vilja og fórnfýsi. Oft er það nefnt ást, sem i rauninni er aðeins eigingjörn krafa. Flestir setja alls konar skilyrði fyrir ást sinni. — Ef þú gerir þetta — þá skal ég... Sjálf persónanna rennur ekki saman i eitt, heldur er alltaf verið að metast um framlög hvórs fyrir sig, allt sett á vogarskálar til þess aö gá, hvort hallist á. Það gengur aldrei. Fyrr eða siðar dynur ógæfan yfir og skilnaður- inn er vis — tilfinningalegur eða lögfestur.” „Þegar báðir aðilar finna, að fullnægja, öryggi og framtið mótaðilans skiptir meira máli en hans eigin, er ástin stað- reynd. Hin uppbyggjandi ást er skilyrðislaus á báða bóga, fólg- in i gagnkvæmri þátttöku i lifi hvor annars, einlægni og trúnaði.” „Þýöing ástarinnar er flest- um augljós, þá hungrar og

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.