Vísir - 27.05.1978, Side 31
VÍSIR Laugardagur 27. maí 1978.
svipaö númeri leigubils, sem
veriö var að leita aö. Var talið
aö nokkrir skæruliöanna heföu
komist undan i honum.
Islenskt veður
í Jerúsalem
Við höföum búist við sól og
hita suöur i Gósenlandi, en
raunin varð þó önnur. Næsti
dagur, fyrsti dagurinn i
Jerúsalem, var regn- og rok-
gjarn og kaldur. Hitastigið vart
meira en 8 — 10 gráöur á
Celsius. Okkur fannst sem
leiðinda-útsynningurinn heföi
elt okkur suður til Jórsala og
vorum súr að vonum.
Þetta veöur hélst i tvo daga og
fram á þann þriöja. Þann dag
vorum viö á ferö niöri við
Dauðahafið, en þaö kvað vera
um 400 metrum fyrir neðan
sjávarmál.
Vatnavextir oilu nokkrum
erfiöleikum i þeirri ferö, og var '
vegurinn meöfram Dauöahaf-
inu sumstaðar á kafi i vatni.
Þótti israelska leiösögumannin-
um er með okkur var, þetta
stórfengleg sjón, en vér landar
hlógum. Þóttumst vér vanir
slikum smámunum.
Hið vonda veður þessa dag-
ana hafði meiri áhrif en okkur
grunaöi. Viö fréttum nefnilega
seinna að þaö heföi orðið þéss
valdandi að tvivegis varö að
fresta innrásinni i Libanon.
Pelestínuvandamálið
Fyrstu sex daga ferðarinnar
dvöldumst viö i Jerúsalem og
þar kynntumst við best þessu
flókna og torleysta vandamáli,
sem hvilir eins og skuggi yfir
landinu — þ.e. Palestinuvanda-
málinu. Þessa daga kynntumst
við ýmsum mönnum, bæði
Gyðingum og Aröbum og feng-
um að heyra sjónarmið hvorra
tveggja. Þar voru einkum tvö
atvik minnisstæð.
Hið fyrra var, að okkur var
boðið að heimsækja háskóla i
Jerúsalem, þar sem bæði
Arabar og Gyðingar stunduðu
nám. Áttum við þarna fund með
stúdentum af báðum þjóðern-
um.
Fundur þessi lauk þvi upp
fyrir okkur, hve gifurlega flókið
og viðkvæmt þetta mál var.
Hvorir áttu rétt á landinu?
Hvorir áttu upptökin að fjand-
skapnum? Og fyrst Israelsriki
var staðreynd og palestinskir
flóttamenn ekki siður — hvernig
átti þá að leysa úr þessum hnút?
Atti að stofna sérstakt riki
Palestinu-Araba á Vesturbakk-
anum og Gaza-svæðinu? Eða að
stofna blandað riki Gyðinga og
Araba?
Við komum út af þessum
fundi þreytt og dálitið vonsvik-
in. Allar ódýru lausnirnar okk-
ar, er við höfðum fundið heima
á íslandi, hrundu til grunna.
Jafnt þær sem tóku einhliða
málstað Gyðinga, sem málstað
Araba.
Samt var þaö eitt sem gladdi
okkur. Þarna höfðum við hitt
Gyðinga og Araba, er ræddu
þessi mál opinskátt og af
einlægni — fólk, er þráði frið og
var reiðubúið að slaka á eigin
kröfum til þess að hann mætti
nást.
Annað atvik var og minms-
stætt. Það var ferð sem við
gerðum okkur á krá eina til að
komast i kynni við innfædda —
fólkið á götunni, ekki sér-
fræðingana.
Krá þessa sótti einkum fólk
um tvitugt, þar af margt i
herþjónustu. Eftir nokkra bjóra
og fáein islensk ættjarðarlög
varð forvitnin tortryggninni
yfirsterkari og tunguhaftið losn-
aöi jafnt á Islendingum sem
Israelsmönnum.
Þarna komumst við i kynni
við ungt fólk, glaðvært á yfir-
borðinu en alvarlegt undir niðri.
Fyrir þvi var dauðinn
undarlega nálægur — dreptu
eða vertu drepinn.
Þarna var m.a. einn ungur
maður, sem átti heima i
nágrenni Tel Aviv. Nokkrum
dögum áður hafði hann veriö á
heimleið frá Jerúsalem ásamt
nokkrum vinum sinum. Á
siðustu stundu hætti hann við að
fara, en vinir hans héldu
heimleiðis. Skömmu seinna
frétti hann, að þeir hefðu allir
verið drepnir i árás skæru-
liðanna á strætisvagninn. Hefði
hann farið með, eins og hann
ætlaði sér, væri hann ekki
lengur i tölu lifenda.
Annar ungur maður eða
réttara sagt 19 ára unglingur,
var þarna i kránni. Sá haföi ver-
ið sendur ásamt herdeild sinni á
staðinn, þar sem skæruliðarnir
Heimili Hassans i eyðimörkinni.
ari en gerist á meðal annarra
Araba.
Bedúinar eru hiris vegar
hirðingjar, búa i tjöldum og
færa sig oft á milli heimkynna.
Meðal þeirra er ættflokkurinn
helsta samfélagseiningin og
höfðingi ættflokksins nefnist
sjeik.
Hinir islensku gestir Hassans sátu fiötum beinum á tjaldgólfinu og
stiföu geitakjöt úr hnefa með bestu lyst.
héldu vagninum og þar hafði
hann fellt einn þeirra I návigi.
Þetta unga fólk vildi lifa og
þess vegna þráði það öryggi og
frið við Arabana.
Þó svo að mikill hernaðarandi
virtist ríkja á yfirboröinu, virt-
ist fólk tiltölulega rólegt, enda
vant vopnaburöi. í Israel eru
allir herskyldir (þó ekki Arabar
með israelskan rikisborgara-
rétt),karlmenn I þrjú ár og kon-
ur I tæp tvö ár. Auk þess verða
allir karlmenn að gegna her-
þjónustu einn mánuð á ári eftir
að hafa lokið herskyldunni, allt
til 55 ára aldurs. Auk þess geta
þeir átt von á þvi að vera
kallaðir út, ef hættuástand
skapast.
Af Aröbum
og Bedúínum
I Jerúsalem kynntumst við
nokkrum Aröbum. Einn var
meira að segja rauöhærður og
þótti irskættuöum þrælasonum
það skrýtið.
Arabarnir komu okkur fyrir
sjónir sem vingjarnlegt fólk,
kannski ivið vingjarnlegri en
Gyðingarnir. Þeir virtust þó
kræfir fjármálamenn og við
máttum hafa okkur öll við að
láta þá ekki plata inn á okkur
alls konar varningi fyrir okur-
verð. Svo kræfir voru þeir, að
einn okkar eltu þeir langt og
lengi — og seldu honum að lok-
um vöru sina.
Það má skipta Aröbum i
Israel i tvo hópa, Palestinu-
Araba og Bedúina.
Palestinu-Arabar eru þeir
sem hafa búið I Palestinu frá
aldaöðli, ýmist sem borgarar
eða bændur. Þeir eiga sér föst
heimkynni og eru yfirleitt betur
menntaðir en aðrir Arabar.
Einnig eru konur þeirra frjáls-
Bedúinar eru ákaflega stoltir
og gestrisnir og Hassan tók
þvert fyrir að við borguðum
strætisvagninn, en borgaði allt
sjálfur.
Þegar komið var út i miðja
auðnina, þar sem hvergi sást til
mannabústaða og engan gróður
var lengur að finna, stöðvaðist
strætisvagninn og Hassan sagði
okkur að fara út. Eftir u.þ.b. 15
minútna göngu eftir rykugum
vegi i grýttu landslagi, komum
við að þröngum gilskorningi.
Inni i honum stóð dökkleitt
tjald, stórt og mikið. 1 kring
hlupu nokkrir hundar ásamt
geitum, kindum og hænum, en
asnatetur stóð þar rétt hjá og
mændi döprum augum á
aðkomumenn.
Þetta voru heimkynni
Hassans, og hér bjuggu undir
sama þaki menn og málleys-
ingjar i friði og spekt. Heima við
voru systur hans og móðir og
bjuggu þær okkur stað undir
berum himni.
Brátt kom Hassan og spurði,
hvort við vildum geitarkiöling i
matinn eða lamb. Við báöum
um geit. Tók þá Hassan kiðling,
er var þar á vappi, skar hann
og fláði og matbjó siöan 1 for-
rétt gaf hann okkur lifrina
steikta yfir eldi, en svo kom
aðalmáltiðin, geitakjötið soðið i
geitamjólk ásamt heimagerðu
flatbrauði.
Allt var boröað með berum
höndum og var ekki laust við, að
það færi um hin „siðmenntuðu”
borgarbörn.
Þannig hafa lifnaðarhættir
hirðingjanna á þessum slóðum
verið i þúsundir ára og þannig
hafa ættfeður Israelsmanna,
Abraham, Isak og Jakob, lifað
fyrir nærfellt fjórum þúsundum
ára.
Milli þessara tvenns konar
Araba hefur oft rikt spenna,
stundum hreinn fjandskapur.
Dæmi um það eru atburðirnir i
september 1970 (svarti septem-
ber) þegar upp úr sauð á milli
Palestinu-Araba i Jórdaniu og
Jórdaniumanna, sem flestir eru
Bedúinar eða afkomendur
þeirra.
Hassan Bedúíni
Við komumst i kynni við
Bedúina nokkurn, Hassan að
nafni. Sá vann sem þjónn i
Jerúsalem, en fjölskylda hans
bjó I óbyggðum á milli
Jerúsalem og Jerikó.
Einn góðan veðurdag bauð
hann okkur að koma i heimsókn
til fjölskyldu sinnar út i auðnir
Júda. Við þáðum boðið með
þökkum, og daginn eftir héldu
þrettán Islendingar, rúmlega
helmingur hópsins, út i eyði-
mörkina i gömlum og hrörleg-
um strætisvagni.
munstri vikur bónorð yfirleitt
ekki.
Landiö helga
og ferðamennskan
A götu I Jerúsalem ertu kominn
þúsund ár aftur i timann.
Aður en við fórum i þessa
heimsókn, hafði okkur verið
sagt að siðareglur Bedúina
væru mjög flóknar. Fyrir vikið
vorum við alltaf að velta vöng-
um yfir þessu og hinu — hvort
við ættum að gera hlutina svona
eöa á hinn veginn. Gekk þetta
svo langt, að Hassan fór að gera
grin að þessum vandræðum
okkar. Fannst honum við taka
siöareglur Bedúina fullhátið-
lega.
Samt er það staðreynd, að lif
Bedúina er mjög fastmótað og
siðareglur flóknar. Þannig
máttu aðeins karlmenn slátra
dýrunum.
Hassan sagði okkur einnig frá
þvi, hvernig Bedúinar leituðu
kvonfangs. ,,Ef gumi girnist
mær”, þá fer faðir hans til föður
hennar. Honum er boðið upp á
disætt te, en hann vill ekki
þiggja. Faðir stúlkunnar spyr
þá, hvort hann girnist eitthvað
af eigum sinum og hinn játar.
Hann spyr þá, hvort það sé
kvonfang og enn er játað. Þá
fyrst setjast þeir niður, drekka
teið og skrafa saman um ráða-
haginn. Frá þessu fastmótaða
Maður stigur varla niður fæti i
ísrael, að undir leynist ekki
saga i bókstaflegum skilningi.
Landið er þakið sögulegum
minjum, og fornleifauppgreftir
eru firnamargir. Þarna eru lika
helgir staðir þriggja af helstu
trúarbrögðum heims, gyðing-
dóms, kristindóms og Islam eða
múhameðstrúar.
Gyðingum er sjálft landií
helgidómur, Múslimum er
Ómarsmoskan I Jerúsalem
einkar helg en þaðan telja þeir
að Múhameð hafi verið upp-
numinn til himna. Kristnir
menn eiga sér einnig marga
helga staöi og kirkjur eru nán-
ast á hverjum stað er tengja má
við atburði úr Nýja testament-
inu.
Þó var það svo, að fæstir
þessara helgu staða snertu við
okkur guðfræðinemunum. I
fyrsta lagi var hefðin fyrir þvi,
hvar þessi eða hinn atburðurinn
átti að hafa gerst oft mjög
óáreiðanleg og i ööru lagi var
stundum yfir þessum stöðum
þvilíkur bragur feröamennsku
að mann óaði við. Oftar en einu
sinni rákumst við á „heilaga
jörð” eöa „heilagt loft” i niður-
suðudósum. Var ekki laust við
að okkur þætti stundum súrt i
broti að Jesú Kristur skyldi
vera geröur að verslunarvöru.
Þetta kom þó ekki I veg fyrir að
helgi landsins gagntæki okkur.
Einkum var það landið sjálft er
vakti slikar tilfinningar og þá
sérstaklega Galilea, þar sem
Jesús Kristur starfaði mestan
hluta sins skeiðs.
Lifun
Aö dvelja I landi sem Israel er
undarleg reynsla eða lifun. Þar
er að finna andstæður og átök,
en samt von um einingu og frið.
Þar lifnar fortiðin viö og veröur
snar þáttur i reynslu og tilveru
manns nú. Þar blundar ógnun
við tilveru mannsins i deilum
Gyðinga og Araba, en um leið er
þarna komin von fyrir allt
mannkyn.
Sá maður sem heimsækir
þetta land, kemst varla hjá
þvi að reyna eitthvað af þessu.
Ef ekki, þá er sá likast til
sneyddur öllum mannlegum til-
finningum.
Þessir sundurlausu þættir úr
Israelsferð tjá einmitt slika
lifun okkar af landi, sem hefur
haft og hefur enn meiri áhrif á
lif okkar en flest önnur.
þar lítil tíðindi