Vísir - 03.06.1978, Side 3
3
VISIR Laugardagur 3. jiinl 1978
Sumaráœtlun strœt-
isvagna Kópavogs
1 dag mánudag gengur i gildi
sumaráætlun Strætisvagna
Kópavogs. Verður þá ekið á 15
minátna fresti i stað 12 minútna
samkvæmt vetraráætlun. Helg-
ar- og kvöldakstur er hins vegar
óbreyttur.
Það er orðin venja hjá S.V.K.
að breyta áætlun yíir sumar-
mánuöina og hefur það verið
gert undanfarin 3 sumur og gef-
ist nokkuð vel.
„Sumaráætlun” ferðaáætlun
S.V.K. erhægtað fá i vögnunum
og á Skiptistööinni i Kópavogi.
Sá sem getur
velt bátnum
má eiga hann
A inorgun, sunnudag verður
sjómannadagurinn haldinn
hátiðlegur i 41. skipti. Til Sjó-
mannadagsins var stofnað þar
eð að sjómenn töldu sig afskipta
af annarri starfsemi verkalýðs-
féiaga vegna langrar Qarveru
sinnar á hafi úti. Einnig vakti
fyrir sjómönnum aö vekja at-
hygli á störfum sjómanna og
efla samvinnu meðal yfirmanna
og undirmanna. A Sjómanna-
daginn hefur jafnan verið
minnst tátínna sjómanna og
minning þeirra heiðruð, sér-
staklega þeirra, sem látið hafa
lif sitt vegna slysfara i starfi.
Aður fyrr, þegar vinna var
nánast þrældómur til sjós, áttu
sjómenn ekki i mörg hús aö
venda er þeir komu í land út-
slitnir af erfiði. Kom þá upp
hugmynd um stofnun dvalar og
vinnuheimilis sjómanna. Var
hafin geisiviðtæk fjársöfnun og
mikið átak gert i þessum efnum
og er henni raunar ekki enn lok-
ið, en árangurinn hefur veriö
stórbrotinn.
Nýjasta átakið i þessum efn-
um er bygging Hrafnistu i
Hafnarfirði. Þar er nú risið
dvalarheimili og I tengslum við
það hjúkrunarheimili. I
hjúkrunarheimilinu verður
margs konar þjónustustarfsemi
fyrir aldrað fólk, aðstaða til
rannsókna i öldrunarsjúkdóm-
um og læknamiðstöð i tengslum
við nærliggjandi sveitarfélög.
Dagskrá Sjómannadagsins
verður mjög fjölbreytt að
vanda. Fyrir hádegi verður sjó-
mannamessa i Dómkirkjunni og
lagður verður blómsveigur á
leiði óþekkta sjómannsins i
Fos svo gs ki rk j uga rði.
Eftir hádegi verða svo margvis-
leg skemmtiatriði i Nauthólsvik
svo sem kappróður milli skips-
hafna og vinnuflokka i landi og
einnig mun hin vaska kvenna-
sveit róa. Björgunarsýning
veröur á vegum slysavarnar-
deildarinnar Ingólfs og keppt
verður i fjölmörgum greinum,
sem ekki er keppt i daglega.
Meðal annars gefst mönnum
kostur á að reyna sig við að
velta báti og hlýtur sá sem það
tekst bátinn að launum.
Hraf nista i Hafnarfiröi verður
til sýnis almenningi frá kl. 14.30
til 17.00.
Sjómannadagurinn í Hafnarfirði:
Bömum boðið í
skemmtisiglingu
A sunnudaginn verða hátiða- útgerð Hafnarfjaröar. Þar
höld i tilefni af sjómannadegin- flytja ræður fulltrúar sjómanna
um i Hafnarfiröi. Fjölmörg og slysavarnardéildarinnar
atriði eru á dagskrá hátiðar- Hraunprýði og heiðraöir veröa
haldanna. Kl. 9.30 verður þrir aldraðir sjómenn.
skemmtisigling með börn og kl. Skemmtiatriði verða
10.00 verður guðsþjónusta I björgunarsýning, kappróöur og
Hrafnistu i Hafnarfirði. margt fleira.
Eftir hádegi verður sjó- Um kvöldið verður sjómanna-
mannamessa og að henni lok- hóf I Skiphóli og hefst þaö kl.
inni hefst útidagskrá við Bæjar- 19.30.
Árni sýnir oð
Hallveigarstöðum
Arni Finnbogason, sjómaöur frá
Vestmannaeyjum opnar i dag.
laugardag, kl. 2 sýningu á 70
málverkum aö Hallveigarstöð-
um. Þetta er fimmta einkasýn-
ing Árna, þar af sú þriðja sem
hann heldur á Hallveigarstöð-
um.
„Mér finnst gaman að dunda
við þetta i ellinni”, sagði Arni i
stuttu spjalli við Vísi, „en i
skóla hef ég aldrei farið til þess
að læra að mála”.
Sýning Arna Finnbogasonar
verður opin til 12. júni og er opin
daglega frá kl. 14-22. —Gsal
Konan var ekki rekin
„Ég vil leiðrétta að
hér hafi konu verið vik-
ið úr starfi, svo sem
sagt er i dagblöðunum.
Hér var aðeins um til-
færslu á vinnustað að
ræða”, sagði Guð-
mundur Ingvarsson,
forstjóri B.Ú.H. i sam-
tali við Visi.
En Guðmundur vildi mót-
mæla fréttaflutningi dagblað-
anna af verkfalli starfsfólks
bæjarútgerðarinnar i fyrradag.
„Ég trúi þvi ekki að rétt hafi
veriðeftir formanni Hlifar haft,
að hann fagni þessum aðgerð-
um. Við vildum fara samkomu-
lagsleið”, sagði Guðmundur,
„þar sem starfsfólkið kysi full-
trúa til að kanna þetta mál með
okkur. Þvi var hafnað”.
„Þá má geta þess”, sagöi Guð-
mundur, „að nú þegar er bein
eyðilegging hráefnis, vegna
þessara aðgerða, komin hátt á
þriðju milljón”.
—H.L.
LANGAR ÞIG í ÚTVARPIÐ?
Nó er tekið við
heimatilbúnu efni
Langar þig til að koma i út-
varpið? A föstudagskvöidið get-
ur sá draumur þinn orðið að
veruleika.
A föstudagskvöldið hefur nýr
þáttur göngu sina í útvarpinu,
nefnist hann Kvöldvaktin og
verður vikulega. Sigmar B.
Hauksson og Asta R. Jóhannes-
dóttir munu sjá um þennan þátt
til skiptis.
„Ég hef komist að þvi að á
öðru hverju heimili á landinu er
til segulband og m .a. þess vegna
ætla ég að biðja hlustendur að
búa til sitt eigið efni heima”,
sagði Sigmar i samtali við Visi.
„Það má vera Ijóð eða stutt
saga, leikþáttur eða lag, skritla
eða eitthvaö stutt spjall i léttum
Umsjónarmenn þáttarins Ásta
R. Jóhannesdóttir og Sigmar B.
Hauksson ásamt Guðrúnu
Gardsjord tæknimanni.
Visismynd: Jens.
dúr. Hæfileg lengd er svona 3-5
minútur”.
Þetta mun vera i fyrsta skipti
sem hinum almenna hlustenda
er gefinn kostur á þvi aö senda
inn sitt eigið efni til útvarpsins.
Danir og Sviar hafa verið með
slika þætti i nokkur ár og hafa
þeir hlotið miklar vinsældir.
Ekki verður þetta eina efniö á
Kvöldvaktinni og sagði Sigmar
aö þátturinn yrði sambland af
léttu efni.
Jæja lesandi góður þá er bara
að drifa sig og taka eitthvað upp
á band og senda það til Kvöld-
vaktarinnar, c/o Sigmar B.
Hauksson, Útvarpinu, Skúla-
götu 4, 101 Reykjavik.
—JEG
w
SPIRA svefnbekkirnir
Komnir aftur
Pöstsendum umallt land