Vísir - 21.07.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 21.07.1978, Blaðsíða 3
VISIR 'Fösludagur 21. júli I97’8' 3 Skipverjar é Jóni Dan Hafnarffirði Mœfírínn er ffullur Forstjóri Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar, Guðmundur Ingvars- son fékk dynjandi lófa- klapp frá skipverjum á togaranum Jóni Dan, er hann birtist á skrif- stofu BÚH i gær. Skip- verjarnir voru þá búnir að biða rúmlega 4 tima eftir þvi að fá greitt fyrir siðustu veiðiferð og jafnvel þá næstu þar á undan. Er Vlsismenn komu suður i Hafnarf jörð um þrjúleytið i gær sátu flestir skipverjarnir á tröppunum framan við hús það er verka- mannafélagið Hlif hefur aðsetur i. Tjáöu þeir blaöamanni aö þeir ætluöu sér aö koma i veg fyrir aölandaöyröiúrskipinueöa þvi siglt ef þeir fengju ekki uppgjör. Skipiö haföi komiö inn meö um 200 tonn af blönduöum afla og vissu skipverjar ekki betur en landa ætti i Hafnarfiröi. Viö komuna þangaö var þeim hins vegar sagt aö ætlunin væri aö sigla til Þýskalands þá um miö- nætti. Viö þetta komst urgur i mannskapinn og höföu þeir þeg- ar samband viö Oskar Vigfús- son formann Sjómannasam- bandsins. Oskar kom fljótlega eftir aö Visismenn bar aö garöi og sagöi skipverjum strax aö hann myndi sjá svo um aö skipiö yröi i höfn þar til einhver úrlausn fengist. „Þaö fer þvi miöur alltof mikiö af tlmanum 1 þaö aö standa i málum sem þessum. Og þaö veröur aö segjast aö þaö er alltof sjaldan sem skipver jar fá fullt uppgjör. Þeir fara aftur út á sjó gegn loforöi um fullt uppgjör, en þaö er siöan ekki efnt. Viöveröum aö gera okkur grein fyrir þvi aö þetta er eitt af þvi sem sjómannastéttin þarf aö búa viö i dag. ööru launafólki þætti þaö liklega einkennilegt aö þurfa aö verja drjúgum tima i þaö aö fá út kaupiö sitt.” sagöi Oskar þegar rætt var viö hann á meöan beöiö var eftir forstjór- anum. Bæjarútgeröin er ekki eini eigandi Jóns Dan heldur er skipiö- einnig i eigu Baröans i Kópavogi og beggja frystihús- anna i Grindavik. BOH hefur hins vegar annast um bókhald og uppgjör vegna skipsins. ,,BÚið að redda 1/2 milljón” Skipverjar ásamt áhangend- um lögöu nú leiö sina upp á skrifstofu Bæjarútgeröarinnar og biöu þar eftir uppgjörinu. Forstjórinn haföi fariö ásamt bæjarstjóranum til Reykjavikur og gældu skipverjar viö þá hug- mynd aö þeir væru aö kria út peninga. A meöan var veriö aö setja vistir um borö i skipiö og þar á meöal var komiö meö mjólk og reikning fyrir hana. Reikningur- inn hljóöaöi upp á 50 þúsurid, en beöiö var um gjaldfrest á hon- um, þannig aö skipverjar sáu svart á hvitu aö peningar voru ekki fyrir hendi. Skrifstofustjóri BÚH brá sér frá meöan beöiö var og kom svo skömmu siöar og tilkynnti hópnum aö hann væri búinn aö „redda” 500 þúsund krónum. BauÖ6t hann til aö skipta þess- ari upphæö m illi skipverja 25 aö tölu. Þvi tilboöi var þegar i staö hafnaö og virtust mennirnir al- mennt á-því aö minna en 100 þúsund þýddi ekki aö bjóöa þeim. Skipverjar þeir sem rætt var viö kváöust flestir eiga inni tvær veiöiferöir, sem þeir væru lítiö sem ekkert farnir aö fá greitt fyrir. Venjan væri sú aö þegar komiö væri i land fengju menn greiddar 40-50 þúsund krónur og eftirstöövar sem gætu veriö 150 þúsund krónur látnar biöa. Sögöust þeir vera orönir marg- þreyttir á þessu og mælirinn væri fullur. Menn gætu ekki staöiö skil á greiöslum af húsum og bilum og yröu aö slá lán i bönkum til aö fleyta sér, þar til vinnuveitanda þóknaöist aö greiöa út. „Þetta veröur i siöasta skipti sem ég kem á þessa skrifstofu enda eyddi ég vikum af sumarleyfinu minu i aö særa út kaupiö mitt” sagöi einn skipverjinn. Annar kvaöst ekki haía ‘fengíö dreitt orlof fyrir allt sföasta ár. „Þeir eru lfka farnir aö skammta kostinn, maöur hefur oröiö aö þola þetta tvo siöustu túra”, sagöi annar. Skipinu siglt-aðeins gálgafrestur Andrúmsloftiö á skrifstofum BÚH var oröiö heldur þungt þegar klukkan var aö veröa 5 og enginn Guömundur kominn. En skyndilega hrópaöi einn. „Hann er að koma” og um leiö tóku menn aö klappa, enda sáu þeir ekki betur en Guömundur kæmi með úttroöna tösku. Hann fór þegar inn á skrifstofu sina, en auöséö var aö skipverjar geröu sér góöar vonir. Guömundur kom þá fram, en bað okkur ljósmyndarann að fara frá meöan hann talaöi viö sina menn. „Skipverjarnir ætla aö sigla og þeim 500 þúsundum.sem viö höfumi skiptum viö á milli þeirra 12 skipverja sem eru hér enn á skrifstofunni.” sagöi Guömundur er rætt var viö hann eftir á. „Þaö veröur siöan gert upp við þá þegar búiö er aö selja, en þaö er allur gangur á greiöslum. Viö höfum 15 daga til aö gera veiöiferöina upp. Þess- ari veiöiferö veröur ekki lokiö fyrr en skipiö veröur komiö til bakafrá Þýskalandi”. Hann var inntur etúr þeirri viöteknu hefö, aö skipverjar gætu fengiö 75% af áætluöum hlut eftir veiöiferö. Guömundur svaraöi þvi til aö þetta kæmi hvergi fram i samningum. Astæðuna fyrir þessu ástandi þennan dag vildi hann telja aö væri meöal annars aö ekki heföi legiö ljóst fyrir hvar skipiö ætti aö landa. Upphaflega heföi þaö átt aö fara til Bretlands, en af þeirri sigl- ingu heföi ekki getaö oröiö. „Þvl er ekki aö neita aö þaö eru miklir f járhagsöröugleikar I þessari grein og ástandiö er slæmt víöa um land,” sagöi Guömundur áöur en viö kvödd- um hann. Framlágir skipverjar Er við hittum skipverjana aö máli eftir þessa afgreiöslú var dauft i þeim hljóöiö, en þeir tóku þó skýrt fram aö þetta væri aö- eins frestur fyrir útgeröina. „Við veröum aö bjarga aflan- um, en þegar viö komum til baka verður málinu fýlgt ræki- legaeftir. ” heyröistfrá fleiri en einum. Þeir sögöu aö einhverj- um peningum heföi veriö lofaö. „Þaöer nú bara svo meö loforö- in sem maður fær hér, aö þeim er ekki aö treysta.” var þaö siöasta sem viö heyröum á leiö- inni út. —BA óskarog Eiríkur skrifstofustjóri BÚH ræöa hér mál- in og skipverjar fylgjast spenntir með. Alger lömun Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks á Akur- eyri, hélt fund um dag- inn til að ræða þá erfið- leika, sem steðja nú að hennar áliti að hvers- konar iðnaða-rfram- leiðslu i landinuvegna gegndarlauss innflutn- ings erlends iðnvarn- ings. Stjórnin litur svo á, aö brýna nauðsyn beri til aö takmarka sem frekast má innflutning iönaöar- vara, sem fluttar séu inn i landiö tilsamkeppni viö islenskan iönaö. Er þar sérstaklega átt við inn- flutning á skófatnaöi, vinnufötum og öörum hlíföarfötum, sem islenskur iönaður geti framleitt, þannig aö standist samanburö á veröi og gæöum. Hefur sú stefna stjórnvalda aö leyfa ótakmark- aöan innflutning á iönaöarvörum aö sögn stjórnarinnar algerlega lamaö islenskan iönaö, og haft i för meö sér, aö hundruöum iön- verkafólks hafi veriö sagt upp störfum. —AHO YggSLANAHÖLLINNI IGAVEGl 26, SIMl Ji; MADRAS italskir kven- og karlmannaskór

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.