Vísir - 21.07.1978, Blaðsíða 5
vism Föstudagur 21. júli 1978
Gengið á fund viðrœðunefndanna í gœr:
Vðktu athygli
á ranglœti
tekjuskattsins
„Við viljum bara vekja athygli
þeirra, sem nú ræða myndun
rikisstjórnar á þvi aö tekju-
skatturinn verður ranglátari og
ranglátari meö hverju ári sem
lfður.
Einnig á því, hve sumir ein-
staklingar eiga auðvelt með aö
stela undan bæði tekjuskatti og
söluskatti. Þessi mál hljóta að
koma inn i gerö málefnasamn-
ings flokka, sem ætla að mynda
rikisstjórn”, sögðu nokkrir
„tekjuskattsgreiðendur”, sem
ekki vildu láta nafn sins getið.
En þeir gengu i gær á fund við-
ræðunefnda Alþýðuflokks,
Alþýöubandalags og Fram-
sóknarflokks, þar sem fundahöld
um hugsanlegt stjórnarsamstarf
stóöu yfir i Þórshamri.
Það var Lúövik Jósefsson, sem
við skjali þeirra félaga tók, en i
þvf var viðtal viö skatthæsta ein-
stakling i Vestmannaeyjum, sem
birtist i Morgunblaðinu í gær.
„En þetta viðtal er skóladæmi
um hugsunarhátt þeirra^ sem
orðnir eru samdauna fikjandi
skattakerfi”, sögðu þeir félagar.
—HL
Lúðvik Jósefsson tekur við skjali nokkurra „tekjuskattsgreiðenda”,
sem I gær gengu á fund viöræöunefnda vinstri flokkanna til aö vekja
athygii á „óréttlætinu sem viðgengst i rikjandi skattakerfi”. VIsis-
mynd: SHE
Ársskýrsla Útvegsbankans:
Útibúin skuld-
uðu tvo millj-
arða í árslok
Staða útibúa Útvegs-
bankans við aðlabank-
ann versnaði mikið á
siðasta ári og hækkuðu
skuldir þeirra um 800
milljónir króna. Eink-
um voru það útibúin i
Vestmannaeyjum og
Keflavik sem stóðu illa
gagnvart aðalbankan-
um.
1 ársskýrslu Útvegsbankans
kemur fram, að i ársbyrjun 1977
voru skuldir útibúanna viö aðal-
bankann 1.138 milljónir að frá-
dreginni endursölu en i árslok
voru þær komnar i 1.935 milljón-
ir.
Skuld útibúsins i Vestmanna-
eyjum nam þá 1.117 milljónum
og útibúsins i Keflavik 1.024
milljónir. Seyöisfjarðarútibú
skuldaði 395 milljónir en útibúin
á Akureyri, Isafiröi, Kópavogi
og Siglufirði áttu inneignir i aö-
albanka.
1 ársskýrslu Útvegsbankans
er greint frá þvi að innlán hafi
aukist árið 1977 um 3.126
milljónir eöa 42,6%. Útlán juk-
ust hins vegar um 5.165 milljón-
ir eða um 50.2% og eru þá með-
talin endurseld afurðalán. Af út-
lánum bankans fóru 60.5% til
sjávarútvegs.
Tekjuafgangur bankans varö
41 milljón króna og haföi bank-
inn auk þess greitt rikissjóöi
116,9 milljónir i skatt af gjald-
eyrisverslun og 4,2 milljónir i
landsútsvar. Bókfært eigið fé
bankans nam i árslok 1977 tæp-
um 910 milljónum króna.
•• '!.W'
Heyskapur í fullum gangi í ölfusi. Vísismynd: GVA
Batnandi hey-
skaparhorfur
Loksins gerði sæmi-
legan þurrk á Suður-
landi i vikunni og bænd-
ur og búalið hófu hey-
skap af fullum krafti
Heyskapahorfur um
landið eru ekki slæmar
eins og er enda þótt hey-
skapur sé hálfum mán-
uði til þremur vikum
seinna en i meðalári.
Venjulega hefst hann
um mánaðamótin júni —
júli.
En þaö er ekki einungis á
Suöurlandi. sem óþurrkar hafa
hindrað heyskap. Bændur á Norð-
vesturlandi eru einnig nú fyrst að
hefja slátt vegna vætutiðar. Á
Norðausturlandi og Austurlandi
hafa hins vegar verið þurrkar. en
þar i móti kemur að spretta þar
hefur veriö léleg. Vorkuldar hafa
einnig sett strik i reikninginn og
valdið kali i túnum á Strönd-
unum. i Arneshreppi, og i Þing-
eyjarsyslu og einnig sumsstaðar
á Austurlandii
..En bráðum kemur betri tfö
með blóm i haga . . ."
Bændur á óþurrkasvæðunum-
eru nú loksins teknir til við að
heyja og eitthvaö munu þeir byrj-
aðir á Norðurlandi.
—Þ J H
Þriðja
Rauðhettu-
hátíðin um
verslunar-
manna-
helgina
Skátasamband Reykjavlkur
gengst fyrir Rauðhettuhátið um
verslunarmannahelgina og verð-
ur það i þriðja skipti sem sllk
hátíð fer fram við Úlfljótsvatn.
Fjölmargt verður til skemmt-
unar og má þar til nefna báta-
leigu, hestaleigu, tívoli, þúfubió
og maraþonkossakeppni. Þá má
nefna skemmtiatriði svo sem
Þursaflokkinn. Megas, Baldur
Brjánsson, Fjörefni, Rut
Reginalds, Jazzvakningu að
ógleymdri þýskri ræflarokk-
hljómsveit sem kallar sig „Big
Balls” and the Great White
Idiot", sem sú hljómsveit mun
halda þar hljómleika.
Islandsmótið i svifdrekum
verður haldið i annaö sinn á
Rauöhettu, og veröur keppt um
dagblaðsbikarinn, sem Dagblaöiö
gaf til keppninnar i fyrra.
A Rauðhettu veröur, i fyrsta
sinn á Islandi, haldiö göngu-rallý
fyrir mótsgesti. Hvernig það fer
fram er leyndarmál sem upplýs-
ist um verslunarmannahelgina.
Góð aðstaða til mótshalds er viö
Úlfljótsvatn, og ýmis þjónusta er
veitt mótsgestum, svo sem slysa-
gæsla, upplýsingaþjónusta og
margt fleira.
Um 300 sjálfboðaliðar vinna við
Rauöhettu i ár, og er væntanleg-
um hagnaði varið til uppbygging-
ar skátastarfs og til félagslegrar
aðstööu.
Þýska ræflarokkhljómsveitin „Big Balls and the Great White Idiot ”, en
hún mun halda hljómleika á Rauðhettumótinu við Úlfljótsvatn um
verslunarmannahelgina.
Tjöld, svefnpokar,
tjalddýnur, vindsœngur
og annar viðleguútbúnaður
í miklu úrvali
Póstsendum
—HL