Vísir - 21.07.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 21.07.1978, Blaðsíða 13
VTSIR Föstudagur 21. júll 1978 13 „MARGSKONAR VILLIGRÓÐUR, SEM ÞARF AÐ UPPRÆTA í BORGA RKERFINU'' — segir Sigurjón Pétursson í viðtali við Vísi ,,Við höfum verið með viðtalstima i þvi milli- bilsástandi, sem rikt hefur, og virðist að full þörf verði fyrir þá áfram eftir að borgarstjóri hefur verið ráðinn”, sagði Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, er Visir innti hann eftir þvi, hvaða breytinga væri að vænta i stjórnun borgar- innar. Hvað snerti forseta borgarstjórnar sérstaklega sagði Sigurjón að ekki hefði verið afráðið endan- lega, hvernig starfi hans yrði háttað og hvort hann kæmi til með að verða launaður umfram það, sem verið hefur. Forseti borgarstjórnar hef- ur haft um 20 þús. krónur á mánuði umfram laun borgarfulltrúa. ,,Það er ljóst, að starfið hefur aukist mjög með þvi fyrirkomulagi, sem haft verður, en sjálfur er ég nú aðeins i litlu hlutastarfi hjá trésmiðafélag- inu,, sagði Sigurjón Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar. Skrifstofuaðstaða flokkanna. ..Ég hef ekki fariö dult meö, aö þaö væri til mikils hagræöis ef flokkarnir gætu fengiö ein- hverja aöstööu hér á borgar- skrifstofunum. Þaö yröi til mik- ils hagræöis fyrir borgarfulltrú- ana i sambandi viö aögang aö ýmsum skjölum, sem hafa þarf viö hendina i starfinu,” sagöi Sigurjón. Hins vegar sagöi hann ekkert hafa veriö ákveöiö um þessi mál ennþá, en húsnæöis- mál borgarinnarværuí athugun og ekki vitaö fyrir vist hver þörfin yröi á hverjum staö. Efla starf kjörinna full- trúa. „Þaö hafa engir árékstrar oröiö enn viö embættismenn borgarinnar, enda þótt em- bættismannakerfiö sé nátengt fyrrverandi meirihluta. Viö gerum ekki kröfu um neina sér- staka pólitfska skoöun embættismannanna. Þeir mega vel vera Sjálfstæöismenn, en aöalatriðiö er, aö þeir framfylgi okkar stefnu. Viö munum hins vegar efla starf hinna kjörnu fulltrúa eins og framast er unnt og einnig ábyrgö þeirra. Þaö þýöir þó ekki, aö háttsettir embættismenn geti ekki tekiö ákvarðanir, þegar nauösyn ber til, en ef slikar ákvaröanir eru eitthvaö óeölilegar veröa ef- laust geröar athugasemdir þar um og ég efast ekki um, að þeir muni fara eftir þeim”, sagði Sigurjón Pétursson. Stjórnarnefndir og endurhæfing. Hefur hinn nýi meirihluti ihugaö að setja sérstakar stjórnarnefndir yfir háttsetta embættismenn til aö draga úr völdum þeirra? „Nei slikt hefur ekki veriö hugleitt Viö höfum aöeins áformað aö setja eina nefnd á laggirnar, svokallaö fram- kvæmdaráð. Borgarráö á að hafa þaö hlutverk aö stjórna verklegum framkvæmdum borgarinnar, en hefur ekki sinnt þvl hlutverki nægilega að mln- um dómi” En er ykkur ekki i lófa lagiö aö stýra borgarráöi inná réttar brautir, eftir aö þiö eruökomnir i meirihluta? ,,Ég tel það óþénugt, aö hlaöa miklum verkefnum á of fáa menn. Þaö hafa veriö skipaðar nefndir til aö fást við miklu veigaminni. mál en fram- kvæmdamál borgarinnar, sem er sá vettvangur, þar sem þörf- in er mest” Hvaö um endurhæfinguna? „Setningin um endurhæfing- una var sögö i þvi samhengi, aö fyrrverandi borgarstjóri ræddi um duttlungafulla embættis- menn, Þvi var þá svarað þannig að endurhæfa þyrfti þá embættismenn, sem væru meö duttlunga. Slikt hefur hins veg- ar ekki komið I ljós, en auövitaö veröa menn ekki látnir komast upp með þessháttar duttlunga.” Breytingar á fjárhags- áætlun. „Viö erum nú aö vinna eftir fjárhagsáætlun, sem viö sömd- um ekki sjálfir. Þaö þarf aö taka hana upp. Hún geröi ekki ráö fyrir þeim veröhækkunum, sem þegar vorufram komnar er viö tókum við stjórninni, og þvi fellur þaö i okkar hlut aö skera niöur og ná f járhagsáætlun á ný Sciman. Launaliöurinn einn hef- ur hækkaö um 400 milljónir og framkvæmdaliöurinn um mörg hundruð milljónir, enda fram- kvæmdir orönar mun dýrari en ráö var fyrir gert I upphafi árs. „Viö munum vinna að ýmis- konar hagræöingu og virkari og ódýrari stjórn borgarinnar i samræmi viö málefnasamning okkarog auðvitað I samráði viö væntanlegan borgarstjóra. Þvl er ekki aö leyna, að i skjóli lang- varandi valds sama flokksins hefur þrifist villigróður, sem þarf að uppræta. Menn veröa aö gera sér grein fyrir þvi, aö sigur okkar var óvæntur og við höfum aðeins kynnst stjórnkerfinu sem minnihluti og þurfum þvi nokk- urn tima til aö átta okkur á, hvernig er aöstarfa meö þvl eft- ir að við erum komnir i meiri- hluta. Þá hefur f járhagsvandinn tekiö drjugan tima, þannig að önnur verkefni hafa orðiö aö blöa” sagöi Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar aö lok- um. —Ó.M ÍÞRÓTTIR a UTILIF Líflegt og skemmtilegt Áskriftarsímar: 82300 og 82302 TU Iþróttablaösins, Armúla 18, Reykjavlk. öska eftir aö gerast áskrifandi. Nafn Slmi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.