Vísir - 21.07.1978, Blaðsíða 12
12
c
Hin árlega Skálholtshátiö
veröur nú um helgina i Skál-
holti. hinum merka kirkjustaö
og áður biskupssetri, en þar var
biskupsstóll i nær hálfa áttundu
öld.
Skálholtsfélagiö byrjaði á þvi
að halda þessa Skálholtshátið
fyrir rUmlega aldarfjórðungi en
fórmaður þess félags var þá nú-
verandi biskup. Konur i kven-
félagi Biskupstungna sáu um
kaffiveitingar og hafa þær nú
með kaffisölu sinni safnað fé til
bókasafnsins i Skálholti. Skál-
holtshátiöin hefur verið haldin
reglulega siöan 1963, en kveikj-
an aðhátíðinni á sinum tima var
endurreisn Skálholts.
Hátiðin nú um helgina hefst
kl. 13.30 meö klukknahringingu
en messa hefst kl. 14. Biskup
tslands herra Sigurbjörn
Einarsson predikar og þjónar
fvrir altari ásamt séra
Guðmundi Ola Guömundssyni.
Meðhjálpari er Björn Erlends-
son.
Tónlistin skipar stóran þátt i
hátiðinni og ekki sist við helgi-
athöfnina i kirkjunni en Róbert
A Ottósson radd- og hljómsetti
alla þætti messunnar. Skál-
holtskórinn syngur og forsöngv-
arareruþeir Ingvar Þóröarson,
Bragi Þorsteinsson og Siguröur
Erlendsson • Trompetleikarar
eru þeir Lárus Sveinsson og Jón
Sigurðsson og orgelleikari er
Haukur Guðmundsson. Söng-
stjóri er Glúmur Gylfason.
Eftir messu verður samkoma
i kirkjunni og hefst hún kl. 16.15.
Skálholtshátíðin
um helgina
Einn af þekktustu orgelleik-
urum Dana Dr. Finn Viderö
leikur nokkur verk á orgel og
Björn Þorsteinsson sagnfræði-
prófessor flytur ræðu. Þá verö-
ur flutt verk -eftir Þorkel Sigur-
björnsson er nefnist Syngið
drottni nýjan söng. Þetta verk
hefur einu sinni verið flutt áður
en það var i Háteigskirkju sl.
haust. Flytjendur þessa verks á
Skálholtshátiöinni verða kór
Háteigskirkju auk félaga úr
Sinfóniuhljómsveit íslands.
Einsöngvarar eru þau Guöfinna
Dóra Ölafsdóttir, Rut Magnús-
son, Friðbjörn G. Jónsson og
Halldór Vilhelmsson. Stjórn-
andi er Martin Hunger
Friðriksson.
Ferðafélagið:
FJÓRAR
HELG-
ARFERÐIR
Starfsemin hjá Ferða-
félaginu er einnig i full-
um blóma þessa helg-
ina. Farið verður i fjór-
ar dagsferðir og þrjár
dagsferðir á laugardag
og sunnudag.
Farið verður i Þórs-
mörk og gengur hópur
þaðan yfir Fimmvörðu-
háls, fjallshrygginn
milli Mýrdalsjökuls og
Eyjafjallajökuls.
Gist verður I Sæluhúsum
Ferðafélagsins. Fararstjórar
verða þeir Magnús Guðmundsson
og Hjálmar Guðmundsson I Þórs-
mörk og Finnur Fróðason stýrir
ferðinni um Fimmvörðuháls.
Leið Ferðafélagsins liggur
einnig i Landmannalaugar um
helgina og farið verður I Eldgjá á
laugardeginum og gengið um
Landmannalaugasvæðið lika.
Siðast nefnda helgarferðin
verður svo farin norður á Kjal-
veg. Farið verður I Kerlingafjöll
og Hveravelli og I þeirri ferð
veröur farið um Þjófadali og
Hvítárnes.
A laugar.dag kl. 15 er ferð i Blá-
fjallahella og i fjallagrasaferð.
Fararstjórar i þessum dagsferð-
um eru Sigurður Kristinsson og
Einar ólafsson I Bláfjallaferöina
og Anna Guðmundsdóttir I fjalla
grasaferðina.
A sunnudaginn kl. 13 er farið
fjörugöngu I kjósinni og farinr
smá hringferð þar. Fararstjóri :
fjörugöngunni er Siguröur Krist
insson. —ÞJH
Tónleikar í
Hóteigskirkju
á morgun
Kór Háteigskirkju flytur á
Skálhoitshátiöinni n.k. sunnudag
Lofsöng eftir Þorkel Sigurbjörns-
son. A morgun gefst þeim Reyk-
vflúngum er ekki komast austur I
Skálholt aö hlýöa á þetta verk i
Háteigskirkju kl. 17. L'm flutning
á verkinu I Skálholti er getið á
öörum staö á þessari sföu og vis-
um viö til þess.
A tónleikunum I Háteigskirkju
mun Halldór Vilheimsson syngja
kantötu eftir Bach og Jósef
Magnússon leikur sónötu eftir
Handel. Aögangseyrir aö tónleik-
unum er kr. 500. —ÞJH.
Útivist:
Þórsmörk og
Sprengisandur
Tvær helgarferöir eru á dag-
skrá Ctivistar nú um heigina auk
einnar dagsferöar. t allar ferö-
irnar er lagt frá L'mferöamiö-
stööinni vestan megin.
Onnur helgarferöin veröur i
Þórsmörk. Þar sem tjaldaö
veröur i Sóraenda sem er tjald-
stæöi Ctivistar. „Við erum vel
staösett þarna,” sagöi Kristján
Baldvinsson hjá Ctivist, „þvi
þaöan liggja gönguferöir til allra
átta um mörkina. Fararstjóri
veröur Erlingur Thoroddsen.
Hin helgarferðin verður farin
um Sprengisand. „Þetta er ein-
stök öræfaferð,” sagði Kristján
okkur Við förum um Langafell,
Kiöagil, Fjórðungsöldu,
Tómasarhaga og Eyvindarkofa.
Það verður gist i tjöldum”.
Fararstjóri I Sprengisandsferð-
inni verður Jón I. Bjarnason.
I helgarferðirnar veröur lagt
kl 20 i kvöld og komið aftur i bæ-
inn á sunnudagskvöld.
Dagsferðin á sunnudaginn
verður i Marardal sem er sér-
kennilegur dalur vestan undir
HengJi, umluktur háum hömrum
Feröin hefst kl. 13 frá Umferöar-
miðstöðinni
Þess má að lokum geta að á
laugardagsmorgun veröur farið i
ferð frá Isafirði að vegum Uti-
vistar með Fagranesinu um
Hornstrandir. Svo þeir sem eru á
tsafirði ættu bara að skella sér
með.
—ÞJH
Hressir göngugarpar i útivist-
arferö.
Stemmur, og íslensk þjóðlög:
w
„HER ER EKKERT
HRAFNAÞING"
Tónleikar í Norrœna húsinu í kvöld kl. 21. á vegum
íslenska einsöngvarafélagsins
,,Við Magnús förum meö
nokkrar stemmur viö visur sem
viö höfum valiö úr Númarimum
eftir Sigurö Breiöfjörö,” sagöi
Njáll Sigurðsson en hann ásamt
Magnúsi Jóhannssyni mun fara
meö fslenskan kveöskap á hefö-
bundinn hátt I Norræna húsinu I
kvöld kl. 21. ,,Viö völdum ýmsa
bragarhætti og ýmis kvæðalög
og kveöum viö Magnús ýmist I
sitt hvoru lagi eöa saman og I
lokin munum viö flytja tvær
svokallaöar tvisöngsstemmur”.
Auk þeirra Magnúsar kemur
Ingveldur Hjaltested fram á
tónleikunum og syngur hún ým-
is lög eftir islensk tónskáld. Þá
munu félagar úr einsöngvarafé-
laginu syngja islensk þjóðlög I
raddsetningu Jóns Asgeirsson-
ar.Þessir félagar eru þau Rut L.
Magnússon, Elin Sigurvinsdótt-
ir, Guöfinna Dóra Olafsdóttir,
Friöbjörn G. Jónsson og Halldór
Vilhelmsson.
En snúum okkur aftur að
þeim Magnúsiog Njáli. Þeir eru
báðir I Kvæðamannaféiaginu
Iðunnisem stofnað var árið 1929
og verður þvi 50 ára á næsta ári.
Félagsmenn i Iðunni eru um 200
og heldur félagið fundi einu
sinnii' mánuði að Freyjugötu 27.
„A þessum fundum förum við
með íslenskan kveðskap i hefð-
bundnu formi og er það ýmist
kveðskapur eftir islensku skáld-
in eða hagyröingana I félag-
inu,!’, fræddi Njáll okkur.
„Haldi fólk að það geti ekki
komið saman visu þá er það
fyrst og fremst vegna þess að
það hefur ekki komist i kynni
viö þessa kúnst og hefur þvi ekki
haft hana nógu mikið fyrir aug-
unum og eyrunum. En um leið
ogþaðfærtækifæritilþessþá er
björninn unninn.”
„Kvæöamannafélagiö hefur
farið í sumarferöir og þá er bók-
staflega verið að yrkja allan
timann. Þaö eru ortar 200 visur i
einni svona ferð”.
„I félaginu eru bæði hagyrð-
ingar og vísnavinir og svo þeir
sem hafa gaman af kveðskapn-
um fyrst og fremst eða flutningi
hans með kvæða eöa rimnalög-
um”.
Félagið hefur komið sér upp
safni af bæði vísum og kvæöa-
lögum. Þaðerueitthvaðá fjórða
hundraö rimnastemmur sem
eru til I þessu safni. Tilgangur
félagsins er að halda við hinni
gömlu kveöskaparlist, sem er
bundin við hina gömlu bragar-
hætti rúnnanna.
„Við höfum ákveðna visu til
þess að minna okkur á ákveðið
lag, t.d. vatnsdælingástemman
„Hér er ekkert hrafnaþing”.
Það er mjög mikill áhugi hjá
okkur aö komast i samband viö
yngra fólk sem hefur áhuga að
þessum gömlu þjóðlegu fræöum
okkar”, sagði Njáll að lokum.
Og hafi einhverjir áhuga þá
standa honum opnar dyrnar að
Freyjugötu 20.