Vísir - 12.08.1978, Page 3

Vísir - 12.08.1978, Page 3
visir Laugardagur 12. ágúst 1978 3 Verður arftakinn frjáls- lyndur eða íhaidssamur? Torfi sagðist vera mjög spennt- ur að sjá, hver tæki við af Páli. „Það verður spennandi að vita, hvort arftakinn verður italskur eða ekki” sagði hann, „Kardinálarnir hafa ekki kjörið páfa utan ttaliu siðan á sextándu öld. Það var Hadrian páfi, en hann var fæddur i Utrecht i Hol- landi. Erfitt er að spá nokkru um, hver úrslitin verða. Þegar Jóhannes 23. var kosinn kom það öllum á óvart, og þannig gæti far- ið núna”. „Einnig verður spennandi að fylgjast með þvi, hvort næsti páfi verður frjálslyndur eða ihalds- samur. Páll var talsvert gagn- rýndur fyrir afstöðu sina til pill- unnar eins og allir vita, og sumir töldu hann hálfgert afturhald i þeim efnum. Ekki má þó gleyma þvi, að margir telja pilluna hafa ýmsar skaðvænlegar afleiðingar, svo sem aukna útbreiðslu kyn- sjúkdóma. Páll átti þvi varla ann- arra kosta völ en að vera andvig- ur henni. Fimm hundruð milljón- ir manna lita á úrskurð hans sem sannleik, og það hefði ekki verið gaman fyrir hann að taka á sig þá ábyrgð sem þvi hefði fylgt fyrir hann að leggja blessun sina yfir pilluna.” —AHO Af hverju leynd? — Hvað með hljóðvarpið, eru engar deilur uppi um flutning á leiknu efni þar? „Nei. Samningar þar eru ekki lausir fyrr en á næsta ári, og það kemur ekki inn i þetta.” — Marg- ir hafa komið að máli við blaðið og undrast alla þá leynd sem yfir þessum samningaviðræðum hef- ur hvilt. Blaðamenn fengu ekki greiðan aðgang að upplýsingum i þessu máli. Hvað vilt þú segja um það? „Það skýrist i þvi bréfi sem ég sendi fjölmiðlum um þetta mál. En þegar greinilegur samnings- vilji er á báða bóga, og þegar menn eru sáttfúsir i eðli sinu i svona samningsgerð, þá vilja þeir ekki gefa yfirlýsingar i blöðum á viðkvæmu stigi. Það er venjan i öllum svona samningaumleitun- um, að það eru ekki gefnar yfir- lýsingar meðan þær eru á við- kvæmu stigi, nema þær eigi að nota i pólitiskum tilgangi. Það er til dæmis gert hjá Alþýðusam- bandinu þegar á að klekkja á rikisstjórninni. En hér var um það að ræða, að hvorugur aðilinn hafði hag af þvi að koma ágrein- ingsatriðunum á framfæri við fjölmiðla.” — Taldir þú það geta spillt fyrir samningum að láta af hendi tveggja ára samning milli leikara og Ríkisútvarpsins? „Ég hef aldrei verið beðinn um þá samninga, og það hefði verið sjálfsagt að láta þá af hendi hefði ég verið beðinn um það.”saeði Uisli að lokum. —AH „Veruleg ágreinings- efni voru jðfnuð" — segir Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri útvarpsins Vegna kjaradeilu leikara og Rikisútvarpsins — Sjónvarps, kom Hörður Vilhjálmsson, fjár- málastjóri Rikisútvarpsins að máli við Visi, og vildi koma eftirfarandi á framfæri, tii áréttingar þvi sem hann hefur áður látið hafa eftir sér um þetta mál: I fyrsta lagi að veruleg ágreiningsatriði hafi veriö jöfn- uð i samningsgerðinni. I öðru lagi, að viðræöur við samninga- nefndhafi alltaf verið málefna- legar, og að Félag islenskra leikara eigi skeleggan forsvars- mann þar sem er Gisli Alfreös- son. í þriðja lagi aö þáttur þeirra Knúts Hallssonar skrif- stofustjóra, og Sigurðar Reynis Pétursson, lögmanns, varð til þess aö sætta mismunandi sjón- armiö. Og I fjórða lagi vildi Horður komá þeirri skoðun sinni á framfæri, að næg ágrein- ingsefni séu með þessari þjóð þótt ekki sé reynt að spilla þvi sem hægt er að ganga frá i frið- semd og þó með sóma. Eins og kom fram i yfirlýs- ingu frá Gisla Alfreössyni i VIsi I gær, er hinni eiginlegu kjara- deilu milli Félgas islenskra leikara og Rikisútvarpsins nú lokið. Astæðanfyrir þvi að verk- falli var frestaö til 20. septem- ber I stað þess aö aflýsa þvi, er einfaldlega sú, aö samninga- nefnd leikara hefur ekki umboð til að aflýsa verfallinu, það verður að gerast eftir samþykki trúnaðarmannaráðs. I rauninni Hörður Vilhjálmsson. er þvi frestun verkfallsins frem- ur táknræn en raunveruleg. Kjaradeilunni er lokið með samkomulagi. Eftir er hins vegar aö semja um ákveðinn fjölda leikrita sem sjónvarpiö gerir á ári eins og ákvæði eru um i hinum svo- nefnda islandssamningi leikara og sjónvarpsstöðva á Noröurlöndunum. Ekki hefur komið til tals aö boða verkfall af þeim sökum, eins og kemur fram hér i viötali við Gisla Al- freðsson. —AH. okkar landsfræga hefst mánudaginn 14.ágúst Og hvad med verdin ? M.A.: Terrelynebuxur fró kr. 5.900.00 Gallobuxur " " 4.500.00 Flauelsbuxur Shetlandspeysur Aðrar peysur Skyrtur . ## ## ii ii 4.500.00 2.900.00 3.900.00 1.990.00 Mittisblússur fró kr. 2.900.00 Kvenblússur " " 2.500.00 Sailorjakkar " " 12.900.00 Kjólar " " 6.900.00 OFL ofl. ofl. r6 Brtt Ath: Stórkostleg hljómplötuútsala að Laugavegi 89 Laugavegi37 simi12861 Laugavegi89 simi10353

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.