Vísir - 21.08.1978, Síða 13

Vísir - 21.08.1978, Síða 13
Mánudagur 21. ágúst 1978 „Verið með œgilega bfladellu í mörg ór" Rœtt við keppendur í vœntanlegu Vísis- ralli sem haldið verður um nœstu helgi Arni Arnason, formaður Bifreiðaiþróttaklúbbsins, leggur rallreglurnar. Myndir GVA * 13 Birgir Þór Bragason og Magnús Arnason keppa nú f fyrsta sinn I ralli. Þeir sögðust vera svellkaldir enn, en hins vegar gæti fariö svo aö hræðslan bankaöi upp á áður en lyki. Arni, Erna og Sigbjörn. Þau segjast komast öll á iö, ef langt llður milli ralla. aldrei þátt i röllum. „Ég hef i rauninni litinn áhuga á bilum, og gekk aðallega i klúbbinn til þess að vera ekki alltaf ein,” sagöi hún. ,,Annaðhvort var aö sætta sig við að sjá Arna ekki nema með höppum og glöppum, eða mæta á fundi og fylgjast með.” „Hins vegar finnst mér þetta agalega skemmtilegt og spenn- andi eftir að ég fór að fylgjast með þvi. Éggæti bókstaflega ekki hætt núna. I fyrsta lagi er spenn- ingurinn i sambandi við undir- búning bilanna. Undirbúningnum fylgir yfirleitt mikill gauragang- ur og óteljandi vökunætur, og ég hef ekkert á móti þvi. Auk þess er gaman að fylgjast með sjálfum keppnunum. Mér finnst lika bót i máli.aðlitii ástæða er til að hafa áhyggjur af að keppendur meiði sig alvarlega. öryggiskröfurnar eru orðnar það strangar, meðal annars með tilkomu veltigrind- anna”. Svellkaldir enn Birgir Þór Bragason og Magnús Arnason eru nú að taka þátt i ralli i fyrsta sinn. Þeir sögö- ust vera alveg svellkaldir enn, en hræðslan gæti náttúrulega tekið upp á að banka á dyr á siðasta augnabliki. „Mest kviðum við fyrir að biilinn bili i miðri keppni,” sagði Birgir. „Ég hef lit- ið keyrt i eitt og hálft ár, svo að maður er kannski ekki i sem bestri æfingu. Undanfarið höfum við farið i dálitla leiðangra, bæði til að ég gæti rif jað upp kúnstina, og til að ná bilhræðslunni úr Magnúsi”. Magnús aðstoðarökumaður sagði þaö rétt vera, að hann væri engin bilhetja, en þaö myndi allt bjargast. ,,Ég vil endilega prófa þetta, og sjá hvernig það er. Engu er að tapa, og ég er viss um að ég skemmti mér vel”. Allt á fullu Bræðurnir ömar og Jón Ragnarssynir leggja hvor öðrum lið i rallinu, Jón sem aðstoðar- ökumaður en ömar sem bilstjóri. „Við leggjum mikla áherslu á að hafa sem viðtækasta samvinnu til þess að við getum gripið inn i hlutverk hvor annars án nokk- urra erfiðleika” sagði Jón. „Bill- inn, sem við verðum á núna er af sömu gerð og sá, sem við notuö- um, þegar við unnum páskarall- ið”. Það er Simca 1100 árgerð ’75, meðvél úr Simca.sendiferðatröU- inu svokallaða. Vökull á bilinn — „keypti hann reyndar af pabba gamla”, sagði Ömar — en auk Vökuls styðja þá bræöurna Gúmmívinnustofan, Vélsmiðjan Vörður og Bilaryövörn. ,,Já, það má nú segja, að töluvert vatn hef- ur runnið til sjávar siðan maður tók frúarbílinn i Næturrallið á sinum tima”, sagði Ömar. „Yfir- leitt list mér ósköp vel á þetta allt saman. Ég býst við, að þetta rall verði afslappaðra en önnur, þvi að það er alltaf erfitt að vera að verja fyrsta sæti. Nú erum við ekki að þvi, og þá er álagið minna. Erfiðu leiðirnar verða margar, og það er gaman. Þær koma til með að reyna mikið á bílstjóra og bila. Allt verður á fullu og leiðin skemmtileg, og þá meina ég djöfulleg”. — AHO „Það er einmitt gaman aö vera sklthræddur” sögðu yngstu kepp- endurnir Þorsteinn Svavar McKinstry og Mikael Hreiöarsson Alfonso. GODGJÖF SAMEINAR NYTSEMI OGFEGURD Gjafavörurnar hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. eru valdar úr framleiðslu heimsþekktra listiðnaðarfyrirtækja. Við mælum með finnskum glervörum frá Iittala, þýzkum kertastjökum frá Rondo, sænskum lömpum frá Lyktan, finnskum stálvörum m.a. pottum frá OPA, dönskum könnum frá Stelton, að ógleymdum vörunum frá Dansk Design. Finnsku kertin frá Juhava eru til í úrvali. Góð gjöf sameinar nytsemi og fegurð. Látið okkur aðstoða við valið. HÚSGflGnflVERSLUn KRISTJflnS SIGGEIRSSOnflR HF. LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.