Vísir - 25.08.1978, Page 1

Vísir - 25.08.1978, Page 1
Föstudagur 25. ágwst 1978 — 205. tbl. — 68. árg. • Baðir viðrœðwfflokkarnir ffallast á fforystw Framsáknar wm myndwn vinstri stjárnar Forseti islands fól í morgun Ólafi Jóhannessyni/Umboð til myndunar meiri- hlutastjórnar. ólafur Jóhannesson kom á fund forseta að Bessastöðum klukkan hálf tiu i morgun og rædd- ust þeir við i stutta stund. Mun Ólafur hefja viðræður við Alþýðuflokk og Alþýðu- bandalag strax i dag. Alþýðuflokkurinn mun samkvæmt heimildum Visis geta fallist á forystu Ólafs, en öðru máli kann að gegna um dómsmála- ráðherraembættið. Talið er vist að Ólafur muni leggja þunga áherslu á að halda þvi áfram, en það munu ýmsir Alþýðu- flokksþingmenn eiga erf- itt með að sætta sig við. Verði ráðuneyti ólafs Jóhannessonar myndað, er gert ráð fyrir að Bene- dikt Gröndal verði utan- j rikisráðherra og fjár- málaráðherra verði frá Alþýðubandalaginu þá væntanlega Geir Gunnarsson, Að öðru leyti er gert ráð fyrir að ráðherra- efni flokkanna verði Kjartan Jóhannsson frá Alþýðuflokki og mjög lik- lega Sighvatur Björg- vinsson þótt aðrir séu ekki enn útilokaðir; frá Aiþýðubandalagi er Ragnar Arnalds sjálfgef- ið ráðherraefni auk Geirs Gunnarssonar og auk þeirra hefur Kjartan ólafsson verið nefndur og einnig Ólafur Ragnar Grimsson. Svavar Gests- son er ekki sagður hafa hug á ráðherraembætti. Ráðherraefni Fram- sóknarflokksins eru talin vera auk ólafs Jóhannes- sonar, Steingrimur Hermannsson og væntan- lega Tómas Arnason.óM. Forseti tslands dr. Kristján Eldjárn og Ólafur Jóhannesson að Bessastöðuni i morgun, er forsetinn fól Ólafi umboð til stjórnarmyndunar. Visismynd: JA FAST IFNI: Vísir spýr 2 - Að utan 6 • Erlendar fréttir 7 - Fólk 8 - Lesendabréf 9 - Leiðari 10 - íþróttir 12-17 - Útvarp og sjónvarp 13-14-15-16 - Kvikmyndir 21 - Bridge 22 - Skók 23 - Dagbók 25 - Stjörnuspá 25 - Popp 27 Utvarp og sjánvarp I 4 síðna sárblaði! Póli- tískt sið- leysi Sjá bls. 2 Forseti íslands heffwr tekið ákvörðwn wm nýjan áffanga stjórnarmyndwnarviðrœðna: ÓLAFUR FÉKK UM I MORGUN Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra á beinni linu Vlsis i gœrkveldi: MSSI „Við eigum ekki aö láta koma til stöðvunar I frystihúsunum....” sagði Matthfas Bjarnason er hann svaraöi i slma VIsis I gærkveldi. Tugir lesenda vlðs vegar að af landinu lögðu stöðugt spurningar fyrir ráðherrann I eina og hálfa klukkustund. VIsis- mynd:GVA. STJORN VERDUR AP GRÍPA Tli ADOERDA eff ekki verður búið að mynda nýja rikissfjórn ffyrir I. sepfember, jbegar frystihúsareksturinn stöðvasf ,,Ég er þeirrar skoðunar, að ef ekki verður búið aö mynda rikisstjórn fyrir 1. september, veröi sú rlkisstjórn, sem nú situr aö grlpa til aðgerða. Hún yröi aö breyta gengi krónunnar og hækka viðmiöunarverðið til þess aö hægt verði að halda uppi eölilegum rekstri I frystihúsunum”, sagði Matthlas Bjarnason, sjávarútvegsráðherra er hann svaraði spurningum á beinni llnu VIsis I gærkveldi. ,,Ég hafði talið, að ekki kæmi til greina, að sú stjórn, sem setið hefur frá kosningum og hefur sagt af sér, gerði ráðstafanir i efnahagsmálum. Þá hafði ég ekki trú á að menn myndu^leika sér meö stjórnarmyndunarviðræð- urnar, eins og raunin hefur orðið á, og bjóst við aö þeir Benedikt og Lúðvik myndu sjá sóma sinn i þvi að mynda stjórn fyrir 1. september. En nú sér maður fram á það, að stjórnarmyndun takist ekki fyrir þann tima,” sagði ráðherra. ,,Það er aftur á móti ekki gott um vik fyrir rikis- stjórn, sem hefur sagt af sér að ganga til meiri- háttar aðgerða, Ég er þar ekki einn, en min skoðun er sú, að við eigum ekki að láta koma til stöðvunar. Við eigum aö gera þær ráö- stafanir sem þörf er á,” sagði Matthias Bjarnason. —BA. Fleiri svör Matthíasar við spurningum lesenda Vfsis á bls. 10 og 11

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.