Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 25.08.1978, Blaðsíða 5
Gallerismenn vinna a6 uppsetningu verka Attalai Galleri Suðurgata 7: Neðanjarðarfístamaður frá Ungverjalandi Enn fer Galieri Suöurgata 7 af staö með nýstárlega sýningu. A morgun opnar þar sýning er ber heitið RED-Y MADE AND POST RED-Y MADES. og er hér um aö ræöa sýningu á verkum ung- verska iistam annsins Gabor Attalai. Hann verður að teljast einn af leiðandi mönnum neöan- jaröarlistahreyfingarinnar i Austantjaldslöndunum þar sem hann er einn af þeim listamönn- um sem reyna aö brjótast „undan ofurvaldi hinnar opinberu lista- stefnu i landi sinu” eins og segir I fréttatitkynningu frá Galleríinu. Gabor Attalai fæddist árið 1934 og nam við listaháskólann i Búda- pest á árunum 1953-58. Hann hef- ur haldið fjölmargar listsýningar um alla Evrópu og hans hefur verið getið i fjölda listtimarita. Atzalai hefur sýnt tvisvar áður unni eru til sölu. ÞJH hér á landi i Galleri SÚM. Sýningin i Galleri Suðurgötu 7 er m.a. sérstæð fyrir þá sök að nti gefst islendingum kostur á að kynna sér þá listastefnu sem á miklu fylgi að fagna hjá yngri listamönnum austantjalds og kallast hún Contextual painting. Slika listastefnu má eiginlega kalla „list isamhengi, en siðast- liðin ár hefur Attalai unnið að einu griðarstóru samhangandi verki út frá nokkurs konar „tema”. Hann hefur haldið þrjár sýningar hliðstæðar þessari i Pól- landi, Hollandi og nú siðast i heimalandi sinu eftir talsvert þref viö stjórnvöld. Þess má geta að um 10.000 manns komu aö sjá þá sýningu. Þá er annaö sérstætt við þessa sýningu iSuðurgötunni að Attalai notar innviði Gallerisins i verk sln enda þótt hann hafi ekki haft tækif æri til þess aö ferðast hingaö frá heimalandi sinu. Þessi verk vannhannþannigaöhannbað að- standendur Gallerisins um að senda sérmyndiraf sýningarhús- næðinu sem hann útfærði svo eftir sinu höfði og gaf fyrirmæli um hvernig verkin skyldu unnin. Aö- standendur Gallerisins hafa siðan undanfarna daga verið að vinna að þvi að koma þessum verkum upp. Jafnframt sendi Attalai um það bil eitt hundraö verk önnur á þessasýningu en þaueru reyndar ekki neinum öðrum tengslum við innviði Gallerisins en að þau hafa sömu afstöðu til útveggjanna. Sýningin stendur yfir frá 26. ágúst fram til 10. september og verður opinfrá kl. 14-22. daglega nema um helgar þá er hún opin frá kl. 14-22. öll verkin á sýning- Austfjorðarbátar seldu í Fleetwood Drifa SU og Sæljón SU seldu fisk i Fleetwood i gærmorgun. Fyrrnefdi báturinn seldi 28 lestir fyrir 7.4 milljónir króna og var meðalverð á kiló 262 krónur. Sæljónið sendi 37 lestir fyrir 8.3 millj. króna og var meðalverð á kiló 227 krónur. —KP. Danskt verksmiðjuskip vinnur loðnu nyrðra Danska skipiö Lumino er nú komiö á ný til landsins og liggur nú I Siglufirði. Þar tekur skipið 500 tonn af loönu, sem unnið verður úr og fer skipið siðan með afurðirnar til Danmerkur, en þar veröa þær notaðar i dýrafóður. Lumino var um tima s. 1. vetur i Þorlákshöfn og vann þar dýrameltu úr loðnunni. Vinnsla á loðnu er mun ódýr- ari á þennan hátt, en aö vinna hana i mjöl. Mun ódýrara er að koma upp verksmiðju sem vinnur þannig úr hráefninu, tæki til vinnslunn- ar eru bæði færri og ódýrari. Ahugi hefur komið fram hjá aðilum I Vestmannaeyjum að setja á stofn slika verksmiðju og hafa Danir lýst sig reiðubúna að aðstoða við framleiðsluna. —KP. Ekið á gangandi konu Ung kona fótbrotnaði er hún varð fyrir bifreiö um miðjan dag i gær, og var hún flutt á slysadeild. Slysið varð á mótum Lauga- vegs og Rauöárstigs i Reykja- vik.er konan hugðist ganga yfir götuna. —AH Alvarlegt vélhjólaslys Alvarlegt vélhjólaslys varð um klukkan 21 i gærkvöldi á Hoitavegi sunnan Skipasunds. Þar ók ungur piltur á léttu bif- hjóli á kyrrstæða bifreið, og slasaöist talsvert. Var pilturinn meðal annars ökkla- og lærbrotinn, auk þess sem önnur hnéskelin brotnaöi. Hann var fluttur á slysadeild og er ekki i lifshættu, en pilturinn mun hafa notað öryggishjálm. —AH Nefbrotnaði í ryskingum Ungur maður úr Kópavog. réðist um eittleytið i nótt á Reykviking þar sem hann var á gangi i Aðalstræti. Lauk við- skiptum mannanna þannig aö Reykvikingurinn nefbrotnaði. ölvun var meö i spilinu, og handtók lögregian Kópavogsbú- ann, en flutti þann nefbrotna á slysadeild. Nokkur ölvun var i Reykjavlk i nótt, að sögn lögreglunnar, og gistu nokkrir fangageymslurn- ar. ölvun var þó ekki meiri en gengur og gerist á fimmtudags- kveldi. —AH Uppsagnir hjó BÚH Akveðiö hefur verið af út- gerðarráði Bæjarútgerð Hafnarfjarðar að segja upp öllu starfsfólki fyrirtækisins sem vinnur viö fiskvinnu. Uppsagnarfresturinn er tiu dag- ar. Hér er um aö ræöa allt starfsfólk BÚH utan verkstjóra, skrifstofufólk og vélstjóra, eða um hundrað manns. Miklir greiðsluerfiðleikar eru nú hjá fyrirtækinu og hefur það ekki getaö greitt út kaup á eðli- legan hátt undanfariö. Starfs- fólk félst hins vegar á að vinna enn um sinn, þrátt fyrir að það hafi ekki fengið greiddan nema hluta launa sinna undanfarið. —KP. BILAHÖLLIN Skemmuvegi 4, Képavogi ** Simi: 76222 ÍOOO ferm. sýningarsalur Höfum pláss fyrir nýlega bíla i sýningarsal vegna mikillar sölu. Höfum kaupanda að Ford Econoline sendibíl '76. Ekkert innigiald Gpið til kl. 10 öll kvöld 12Ö0Í150SL: Þaoerenginn einmana sem hefur mig í bílnum ^ r. TUNING Off/VOt/TÓÓE [] : mæó 45Ó 350 3f0: 250 : 20Ö M bb Enginn framleiðir meira af bíltækjum en Philips. Heimilistæki hafa á boðstólum mikið úrval út- varpa og kassettutækja ásamt sambyggðum út- varps og kassettutækjum, í öllum verðflokkum. Líttu inn við höfum örugglega tæki, sem henta þér. Isetning á verkstæði okkar. HAFNARSTRÆTI 3 20455 SÆTUN e ,'A

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.