Vísir - 30.08.1978, Page 6

Vísir - 30.08.1978, Page 6
6 Frá Grunnskólum Reykjavikur Grunnskólar Reykjavikur hefja starf 1. september. Fyrstu dögunum verður varið til starfsfunda kennara, en nemendur (1.—9. bekkjar) eiga að koma i skólana miðvikudaginn 6. september (nánar auglýst siðar.) Ardegis föstudaginn 1. september verða haldnir sameiginlegir fræðslu- og um- ræðufundir fyrir kennara grunnskólanna i umsjón námsstjóra viðkomandi greina sem hér segir: 1. Fundur um islenskukennslu haldinn i Melaskóla. 2. Fundur um stærðfræðikennslu haldinn i Hagaskóla. 3. Fundur um dönsku- og enskukennslu haldinn i Æfinga- og tilraunaskóla Kenn- araháskóla íslands. 4. Fundur um mynd- og handmennta- kennslu haldinn i Laugalækjarskóla. 5. Fundur um tónmenntakennslu haldinn i Hvassaleitisskóla. Fundirnir hef jast allir kl. 9 og lýkur kl. 12, en kl. 14 sama dag hefst kennarafundur í öllum grunnskólum borgarinnar. Ennfremur verður haldinn sérstakur fræðslufundur fyrir þá kennara sem nú hafa ráðist til starfa i Grunnskólum Reykjavikur i fyrsta sinn. Fundur þessi verður haldinn i Hvassaleitiskóla fimmtu- daginn 31. ágúst og hefst hann kl. 9 árdegis. Frœðslustjóri Frá fjölbrautadeildum Ármúlaskóla og Laugarlœkjaskóla Kennarafundur verður haldinn föstudag- inn 1. september kl. 14. Nemendur mæti miðvikudaginnö. september sem hér seg- ir: Nemendur 1. námsárs og i fornámi kl. 13. Nemendur 2. námsárs kl. 14. Nemendur 3. og 4. námsárs kl. 15. Ef nemendur geta ekki mætt er áriðandi að þeir hafi samband við viðkomandi skóla. Frœðslustjóri Kerfisfrœðingur óskum að ráða starfsmenn i kerfisfræði- deild. Æskileg er menntun eða reynsla á við- skiptasviði, einkum er varðar bókhald og/eða launaútreikninga. Umsóknareyðublöð eru afhent i afgreiðslu stofnunarinnar. Umsóknum sé skilað til starfsmannafuil- trúa fyrir 5. sept. 1978. Skýrsluvélor ríkisins og Reykjavíkurborgor Hóoleitisbraut 9 Nauðungaruppboð sem auglýst var i 27. 29. og 31. tbl. LögbirtingablaÐs 1978 á hluta I Skiphoiti 20, talin eign Aftalheiöar Hafliöadóttur fer fram eftir kröfu Hákonar H. Kristjónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudag 1. september 1978 kl. 16.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Miövikudagur 30. ágúst 1978 vism Umsjón Guðmundur Pétursson Hver sem er getur tekiö upp af frumútgefinni hljómplötu og framleitt slöan snældur meö eftirllkingunni þar sem svikist er undan greiöslu á höfundariaunum, umbun vegna útgáfuréttar eöa launum til tón listarflytjenda hljómplötunnar. Stóriðja í þjófnuðum Veltan af sölu „stolinn- ar tónlistar", sem tekin hefur verið upp á segul- spólur, eða snældur, hljóp á 175 milljörðum króna í fyrra, samkvæmt út- reikningum sem al- þjóðlega vinnumála- stofnunin (ILO), menningastofnun Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO) og alþjóðlegu höfundarréttarsamtökin (WIPO) hafa gert í sam- einingu. Og eftir þvi sem sjónvarps- segulbönd filmsegulbönd fara að breiðast út til algengari notk- unar fyrir almenning búast þessar þrjár virðulegu stofnanir við þvi að þessi tegund misferla muni aukast. Með ólöglegum eftirtökum, ólöglegri útgáfu og umsetningu. Þessar ræningjaútgáfur sem starfa i undirheimunum, stela höfundarrétti útgáfurétti og allri vinnunni sem hljómplötu- útgáfur hafa lagt i að gera tón- list sina að söluvöru og koma henni á markað. Með þvi að taka upp af löglega útgefinni hljómplötu eöa snældu tónlist- ina og selja siðan sina fram- leiðslu undir fölskum vöru- merkjum fleyta þessir ræningj- ar rjómann af vinnu hinna. Umfang þessarar starfsemi er geipilegt eins og sést á þeirri upphæö sem i byrjun var getið. Onnur leið til þess að glöggva sig betur á þvi hve viðamikill þessi stuldur er, væri að glugga i áætlanir ILO, UNESCO og WIPO um, hve stór hlutur ræningjasnældurnar er á markaönum. Það er ætlað að þessar eftirlikingar (illgreinan- legar frá ekta vöru) taki um 70% sölunnar i Bretlandi um 50% sölunnar á ttaliu 40% i Brasiliu og um 5% i Frakklandi. Svikið undan skatti Oft eru snældurnar merktar einhverju upplognu fyrirtæki en jafnoft með eftirlikingum og fölsunum á upphaflegu útgáfu- fyrirtækisheitinu. Smásalan og dreifingin fer fram i venjulegu hljómplötuverslunum en þó öðrum en þeirra sem starfa á vegum sjálfs útgáfufyrirtækis- ins. f sama mæli sem handhafar útgáfu- og höfundarréttarins eru sviknir um sin laun er svo auðvitað skattheimtan svikin um sina tiund. Þessi tilbúnu fyrirtæki skila auðvitað ekki skatti af arðinum, og rikissjóður er svikinn um sitt. Alþjóðlegt vandamál Af þessum ástæðum voru þessar þrjár alþjóðastofnanir beðnar um að láta málið til sin taka. t von um að þeir sem þarna eru rændir fái leiörétt- ingu á rangindunum. ILO lét til dæmis málið til sin taka vegna hljóðfæraleikara og söngvara sem þarna eru rændir sinum launum. Framtiöarhorfurnar i þessu máli þykja þó fremur dökkar. Það er séö fram á að þetta muni aö likindum aukast verulega og færast yfir sviö myndsegul- bandsins. Og það á eftir að verða erfiðara að hafa eftirlit meö þessu eða sporna við fæti. Með aukinni notkun á gerfi- hnatta til sjónvarps með ein- földun og auðveldari notkun myndsegulvarpa og upptöku á heimilum getur hvert barn orðið tekið upp af sjónvarpsskermin- um inn á myndsegulband heimilisins. Velflestir munu gera það sér til ánægju og skemmtunar. Ein- hverjir þó i gróðaskyni Þung viðurlög Sviþjóð er eina landið sem getur státað af því að dregið hafi úr framboði á slikum ræningjasnældum. Sænska dómsmálaráðuneytið hefur i skýrslum til ILO talið megin- ástæður þessa samdráttar liggja i dómum sem kveðnir hafa verið upp i slikum málum. Enginn fangelsisdómur hefur verið kveðinn upp i Sviþjóð yfir höfundar- eða útgáfuréttarþjóf- um. Heldur hafa verið dæmdar háar fjársektir og skaðabætur sem sökudólgunum er gert að greiða. Það hefur að visu ekki náöst til framleiðenda á þessum eftirlikingum, heldur eru hinir dæmdu ýmist innflytjendur vör- unnar eða seljendur. Þeir hafa freistast til þess að kaupa ræn- ingjasnældur á þvi lága verði sem býðst i und:rheimunum og sem hin löglegu útgáfufyrirtæki geta af eðlilegum ástæðum ekki keppt. 1 Noregi hafa einnig fallið dómar i þesskonar málum. Þeir fyrstu 1973. 1 einu tilviki náðist I framleiðanda sem var með „endurútgáfu” af frumút- gáfunni upp á 25.000 snældur. 1 skýrslu sinni til ILO hafa Norðmenn ekki treyst sér til þess að spá neinu um hvort slik ræningjaútgáfa eigi eftir að aukast eða dragast saman. Gæöamunur Það er að visu ekki að finna mikinn mun á frumútgáfu á segulspólu eða snældu og svo hinni stolnu eftirlikingu. Þó er gæðamunur á þeim einhver, og hafa menn helst gert sér vonir um að neytendur hafni eftir- likingunni af þeim sökum. Eftirlikingin nær ekki öllum tóngæöum frumútgáfunnar við upptöku. Einhverjar vonir gætu menn gert sér um varnir við þessum þjófnuðum ef samtök væru með rikjum heims um að sporna gegn þessu. Engin slik sam- staða er. Ekki einu sinni inni á vettvangi eins og ILO. Þannig voru ýmis riki sem neituöu að skila ILO áætlunum um hversu mikið umfang slikrar verslunar væru hjá þeim. Þeirra á meðal eru lönd eins og Vestur-Þýska- land, Tékkóslóvakkia, Finn- land, trland og Austurriki. t þessum löndum sem mörgum öðrum hafa þó verið rekin mál vegna slikra brota á höfundar- rétti.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.