Vísir - 18.09.1978, Qupperneq 12

Vísir - 18.09.1978, Qupperneq 12
12 Mánudagur 18. september 1978 vTsm Hefði vart lifað — ef hjólp hefði ekki boríst fró ísiandi Sagt frú sjúkraflugi Vœngja til Grankmds Flugvél frá Vængjum fór til Grænlands í fyrri viku þeirra erinda að sækja þangað mann, sem hafði orðið fyrir skotárás. Hafði maður- inn fengið skot i höfuð- ið, og hefði vart lifað af, ef hjálp hefði ekki borist frá fslandi. Er „maðurinn nú úr allri lifshættu, en liggur enn á Borgarspitalanum. H1Ú6 a6 sjúklingnum fyrir flug- ferðina Vtsir ræddi stuttlega við tvo jæirra manna, sem fóru i þetta sjúkraflug, þá Viðar Hjálm- týsson, flugstjóra og Óskar J. Óskarsson, sem fór með sem aðstoðarmaður. Alls fóru fjórir menn héðan i sjúkraflugiö, auk fyrrgreindra jieir Stefán Carls- son læknir og Finnbjörn Finn- björnsson, aðstoðarflugmaður. Beiöni um sjúkraflugiö barst hingað um niu leytið á mánu- dagskvöld, en ekki var hægt að halda af stað fyrr en eftir mið- nætti, þar sem ekkivar hægt að lenda á ákvörðunarstaö, Skoresbysundi á austur Græn- landi, fyrr en i birtingu. Milli- lent var á Akureyri til að taka eldsneyti, en jjaðan haldiö um fjögur leytiö aö morgni. Þegar komið var að áfanga- stað var þar að myndast þoka i ljósaskiptunum en þrátt fyrir nokkra erfiðleika tókst að lenda þar á sléttlendi nokkru, sem notast er við sem flugvöll. Eldsneyti, sem haft var með- feröis frá Islandi i tunnum, var fyUt á vélina, en siðan haldið af stað aftur. Sagöi Óskar, aö mjög hefði verið af manninum dregið, og hefði hann m.a. hætt að anda sem snöggvast. Lækninum tókst þó að lffga hann við aftur méð sérstökum tækjum. Auk þess hefði þurft að lækka flugið til þess að sjúklingurinn fengi súr- efnisrikara loft. Til Reykjavik- ur var svo komiö um niu leytið að morgni, og var s júklingurinn þá fluttur á Borgarspitalann. Viðar Hjálmtýsson sagði, að A flugvellinum viö Skoresbysund þetta væri önnur ferð sin á skömmum tima tU Grænlands þessara erinda. Fyrir nokkru heföi hann sótt þangaö stúlku, sem haföi veriö stungin á hol. Sagði hann, að þvi miður virtist jiað vera algengt á þessum slóð- um að menn réðu deilumálum sinum til lykta með vopnum. Menn heföu þarna greiðan að- gangað skotvopnakaupum, sem seld væru sem sjálfsvarnartæki gegn óargardýrum. Auk þess væridrykkjuskapur þarna mjög mikill. Viðskiptum þeirra tveggja Graailendinga, sem hér um ræð- ir, lauk á þann veg, að eftir að hafa sært þann aðilann skotsári i höfuðið sem fluttur var til ís- lands framdi hinn sjálfsmorð. —GBG Kldsneyti dælt á vélina i Grænlandi. á morgun kl:15.QQ Safnastveróursaman við Sjómannaskólann kl:15.QQ og gengió þaóan til kgarvalsstaóa þar sem fundur veróur haldinn. Borgarstjóri og borgarfulltrúar mæta á fundinn. LúÓrasveit leikurfyrir göngunni. Stuðningsmenn jafriréttis fjölmennið Sjálfsbjörg félag fatlaöra, Reykjavík

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.