Vísir


Vísir - 04.10.1978, Qupperneq 2

Vísir - 04.10.1978, Qupperneq 2
2 r*. Mibvikudagur 4. október 1978 VISIR Hvað kosta dagblöðin i dag? Baldur Guömundsson, bilstjóri „Kosta þau ekki öll 120 krónur. Jú þaö held ég þau hækkuðu öll nú nýverið.” Guðjón Marteinsson, verkamaö- ur: „Þau kosta 120 krónur en Þjóöviljinn kostar 110. Visir kost- ar hins vegar 120. Mogginn? Hann er svo lélegur að hann hlýtur aö vera gefinn. Berglind Gubmundsdóttir, nemi: „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Eg held samt aö þau kosti 125 krónur. Lárus Stefánsson, nemi: „Þau kosta 100 krónur en Þjóðviljinn er eitthvaö aöeins ódýrari. Annars veit ég hvaö Valsblaðiö kostar” Katrin Magniisdóttir, vinnur hjá heildverslun Kristjáns Ó. Skag- fjörö: „Ég held aö þau kosti öll 120 krónur. Voru þau ekki aö hækka?” Olaffur Jóhannesson á beinu linu Vísis annað kvöld: Margs er að spyrja að loknu viðburða- riku stjórnmálasumri Ólafur Jóhannesson, forsætisráöherra. Visismynd: GVA. olafur Jóhannesson, forsætisráðherra, mun svara spurningum lands- manna á ritstjórn Visis annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 19.20 til 21. Síminn er 86611. Þegar bein lina Visis var siðast á dagskrá, svaraöi Matthias Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, spurn- ingum fjölmargra lesenda blaðsins viðs vegar að af landinu. Ólafur er hins vegar fyrsti ráðherra núverandi rikis- stjórnar sem kemur á beinu linuna. Margvíslegar spurningar. Telja má vist, að lesendur Visis hafi hug á að bera fram margvislegar spurningar viö Ólaf Jóhannesson að afloknu mjög viðburðarriku sumri á sviði stjórnmálanna. Þar má meðal annars nefna úrslit tvennra kosninga, langar stjórnarmyndunarviðræður og myndun nýrrar vinstri stjórnar — en Ólafur átti sem kunnugt er einnig sæti i fráfarandi rikis- stjórn, sem ýmsirkölluðu hægri stjórn. Framsóknarflokkurinn beið umtalsverðan ósigur i þing- kosningunum, og vafalaust munu ýmsir vilja spyrja Ólaf um orsakir og afleiðingar þeirra kosningaúrslita. Þá er þess að vænta, að margs verði spurt um stefnu og störf núverandi rikisstjórnar — efna- hagsráðstafanir hennar til skamms tima, stefnuna til lengri framtiðar, vandamál at- vinnuveganna, verðbólguna, launamálin o.s.frv. i einn og hálfan tima. Ólafur mun svara spurn- ingum landsmanna á ritstjórn Visis i eina og hálfa klukkustund — frá kl. 19.30 til kl. 21. Reynslan sýnir, að færri komast að en vilja á beinu linúnni. Það hefur stundum leitt til þess að fólk úti á landsbyggðinni hefur þurft að biða alllangan tima i simanum, en það er orðið dýrt nú til dags. Þess vegna gefur Visir lesendum úti á landbyggð- inni kost á þvi að hringja sið- degis á fimmtudag i sima 86611 og láta skrá sig þar, og verður siðan hringt i þá meðan á beinu linunni stendur. Spurningar þær, sem bornar verða upp við Ólaf, og svör for- sætisráðherra við þeim, munu siðan birtast i Visi á föstu- daginn. —ESJ. ÞEGAR ÞINGHÚSIÐ SPRINGUR Hin viröuiega steinbygging frá timum Kristjáns niunda á nú aö hýsa hundraöasta þing tslendinga samkvæmt timatali endurreisnar þess i Reykjavfk. Komiö er þingmannatal meö myndum, og ætta, prófa og starfssproki margvislegu, svo allir megi sjá þaö úrval sniiidarinnar, sem landiö hefur haft upp á ab bjóöa allt frá þvi aö menn reiddu kost sinn til þinghalds I Reykjavik. Fer ekki á milli máia, aö á köflum hefur sópaö aö Aiþingi, þótt nú hafi um stund verib hokraö aö meöalmennskunni meö þeim ágætum, aö almenningur hiröir ekki lengur aö vita einstök nöfn á herskapnum, eöa aö hann nenni aö fylgjast meö þvi hvaöa sóknarnefndarmenn sitja þar aö sinni. Hin viröulega steinbygging hefur dugaö lengi, enda skammt siöan þingmannaliöi og ráöherrahópum hefur fjölgaö svo, aö til vandræöa horfir um húsrými. Nýlega hafa nokkrar tillögur látið á sér bæra til lausnar húsþrengslunum og er allt gott um þær aö segja, enda gera þær fyrst og fremst ráö fyrir aö byggðar verði nokkurs- konar hjálparbyggingar á næstu lóbum, en steinbygging Kristjáns nlunda veröi látin standa. Má meö sllkum til- færslum hýsa enn um sinn þing- fundi I hinni gömlu byggingu, en þar viö liggur sómi hennar og tilgangur. Þó hefur einn vandi steöjaö aö byggingunni á þessu hausti, en þaö er niundi ráö- herrastóllinn. Veröur honum komiö fyrir vinstra megin I salnum, I þeim krók miili langs- umboröa og þversumboröa, þar sem þingmenn hafa veriö aö nudda göt á fatnað sinn i boröhæö á undanförnum áratug. Ekki rýmkast gönguleiöir milli borða við þennan niunda ráð- herrastól, og er ekki úr vegi aö gera þvi skóna aö þingmenn þurfi að bera skildi nær sér og innan klæöa, svo ekki rlfi þeir undan sér hold og limi i þrengsl- un um. A þvl kjörtlmabili sem nú stendur er fastlega reiknaö meö þvi aö samþykkt veröi aö þing- mönnum fjölgi um rúman tug manna. Fari sex af þeim til Reykjavikur, fimm til Reykjaneskjördæmis og einn til Noröurlands eystra. Fer þá enn aö þrengjast I þingsölum, en litið er hægt aö rlfa af inn- veggjum, enda fátt eftir af þeim nema buröarveggir. Og þótt burðarveggirnir séu ekki miklir i þjóðmálunum, eða orö- ræöum fulltrúa meöamennsk- unnar, mun steinbygging Kristjáns niunda ekki þola samskonar niöurlag. Buröar- veggir hennar veröa aö standa þótt auka þurfi málflóöiö. Er þá aðeins einn leikur eftir, en hann er aö byggja þingsal neöri deildar og sameinaös þings upp I skeifulaga form meö hækkandi sætaröðum, og má aftasta og hæsta sætarööin ná gólfhæö áhorfendapalla. Meö þessu móti má fjölga nokkuö þingmönnum án þess þeir sprengi af sér hina gömlu og virðulegu byggingu. En auö- vitaö veröur ekkert samkomu- lag um þetta frekar en annaö, sem horfir til bóta I aöbúnaöi þingmanna. Þaö er lengi búiö aö sjá fyrir, aö rýma veröur þing- húsiö af mestöllu skrifstofuhaldi og allri þingflokkastarfsemi með tilheyrandi herbergjum, þar sem þingmenn skjótast á fundi undir stigum, eins þeir séu aö villast inn I kústaskápa. Samt hafa engar tillögur til úrbóta náö fram aö ganga, alveg eins og forhliö lýöveldis- ins megienga andlitslyftingu fá. Þaö er ekki verið aö spara I mannahaldi þess opinbera, og opinberar framkvæmdir eru slikar, aö tiu eöa tólf milljöröum er steypt ofan I eldstöðvar noröanlands rétt fyrir ^wýja Mývatnselda heldur en ekkert. En þegar þrengslin I þinghúsinu eru oröin sllk, aö menn eru aö velta þvi fyrir sér hvort nlundi ráöherrann veröur haföur I stól eöa hvort hann verður settur á prik eins og fiöurfé, næst ekkert samkomulag, m.a. vegna þess að enginn vill eyöa I sllkan hégóma. Satt er það, aö almenningur hefur ekki þaö álit á Alþingi, aö honum finnist aö þar þurfi aö fjölga mönnum eöa um aö bæta húsakynnin. Um þá skoðun eiga þingmenn viö sjálfa sig. Liöur í aö breyta henni væri aö hafa kjark til aö ráöa fram úr húsnæöisvanda sinum áöur en þinghúsiö springur. 4

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.