Vísir - 25.10.1978, Síða 4

Vísir - 25.10.1978, Síða 4
4 Ótrúlegt en satt Hinir margeftirspurðu kventiskuskó- hælar. Látið breyta skónum yðar eftir nýju linunni. Skóvinnustofa Gisla Ferdinandssonar, Lækjargötu 6. Skóvinnustofa Hafþórs, Garðastræti 13 a. Skóvinnustofa Sigurbjörns Austurveri v/ Háaleitisbraut. Laus staða Staða forstöðumanns Þróunarstofnunar Reykjavikurborgar er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir ráðningartíma allt að 5 árum. Um laun og önnur kjör verður höfð hliðsjón af kjarasamningi við Starfs- mannafélag Reykjavikurborgar. Umsóknir skulu sendar undirrituðum eigi síðar en 15. nóvember 1978. 23. október 1978, Borgarstjórinn i Reykjavík. B'rfreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur vill minna félagsmenn á fundinn 30. október að Hótel Loftleiðum Kristalsal kl. 20.30. og á að siðasti skilafrestur á þátt- tökuumsóknum fyrir haustrall 78 er til kl. 24 á miðvikudaginn 25. október. BILAVARAHLUTIR Chevrolet Belair '65 Saab '67 Willys '47 Fiat 128 '72 Rambler American '67 Taunus 17 M '67 VólvoÁmason '65 BILAPARTASALAN s Hoióatuni 10, simi 1 1397. Opió fra kl. 9 6.30, lauqardaga kl. 9-3 oy sunnudaqa kl l 3 Smurbrouðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 — Sími 15105 Úrval af bílaáklæðum (coverum) Sendum i póstkröfu. Altikabúoin Hverfisgötu 72. S 22677 Miðvikudagur 25. október 1978 VISIR Nýtt hótel í ,,Það er verið að byggja nýtt hótél, eða öliur heldur stækka það eldra um helming”, sagði Sveinn Hálfdánarson formaður hótelstjórnar i Borgarnesi. „Það er búið að gera verk- samning sem miðast við aö húsiðverðifokhelti júnimánuði. Þarna veröa samkomusalir og Borgarnesi betri gistiaðstaða en nú er. Nú- verandi salarkynni eru alltof litil þvi þessu hóteli er ætlað að leysa félagslegan þátt fyrir bæ- inn. Við stefnum að þvl, að minnsta kosti hluti af þvi verði komið igagnið árið 1980”, sagöi Sveinn Hálfdánarson. Bjóðum eldri borgurum í eins dags ferðalag ó hverju óri — segir formaður Rótarýfélagsins i Borgarnesi „Rótarýklúbbarnir eru inn i septembec og var ekið um lokaOir og eruþvi aöallega með Borgarfjarðarhéraö. Þetta er innra starf', sagði Guðjón Ingvi árviss atburður. Stefánsson, formaður Rotarý- Annars störfum viö allt árið, klúbbsins i Borgarnesi. þannig aö það er ekki um neitt „Við buðum eldri bæjarbúum sérstakt vetrarstarf aö ræða”, ieins dags ferðalag á-réttardag- sagði Guðjón. Tíu prósent af íbú- unum í Skótaf élaginu — segir Ása Ólafsdóttir „Skátastarfið er mjög blóm- legt hér", sagði Asa ólafsdóttir í BorgarnesL „Það innrituðust hundrað og tuttugu börn I haust, á aldrinum niu til sautján ára. Skátarnir eru að byggja sér skála hérna rétt fyrir ofan, sem þau ,unnu viö I fj rrasumar og eru aö ganga frá núna þessa dagana. Það var haldið námskeiö hér á vegum 3andalags islenskra skáta núna I haust. Það var for- ingja- og dróttskátanámskeið, en dróttskátar eru þeirsem eru 15 ára og eldri. Námskeiöið var fyrir um tuttugu og fjóra og var fullsetiö. Okkur þótti það skemmtilegt þegar upp kom á námskeiöinu aö enginn reykti. Það þurfti aö nota eldspýtur og slikt gekk enginn Ur þessum hóp með á sér af fyrrgreindum ástæðum. Páll Gislason kom hér i haust og hann sagöi að þetta væri með stærri skátafélögum á landinu, miöaö við ibúatölu. Siöastliöinn vetur voru tiu prósent af ibúunum i félaginu, enda er þetta eina æskulýðsfélagiö i Borgarnesi”, sagði Asa. Bridgefélagið fór í keppnisferð til Fœreyja „Undanfarin ár höfum viö verið með fast vetrarpró- gramm, einmenningskeppni og sveitakeppni og svo hefur veriö töluvert spilað út á viö”, sagði Jón Björnsson kennari um Bridgefélagiö i Borgarnesi. Formaður félagsins er Eyjólfur Magniisson, en hann var aö heiman þennan dag svo Jón varð fyrir svörum. „Félagar eru i kringum fimmtiu og hefur félagið starfaö Ituttugu og sjö ár. Þetta er lif- andi félag og mikil og jöfn þátt- taka. 1 fyrra fóruþrjátiu manns úr félaginu i keppnisferð til Færeyja og var fariö i róður til aö afla fjár til feröarinnar. Við spilum einu sinni i viku á veturna og er vetrarstarfiö um það bil að hefjast”, sagði Jón. Fjárlaga- frumvarpið ekki kynnt • • * r oðrum a undan þing- mönnum Ólafur Ragnar Grimsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi sameinaðs Alþingis i fyrradag og gerði að umtaisefni frétt i Morgunblaöinu um fund þriggja ráðherra með fuiltrúum launþega s.l. föstudag. Taldi þingmaðurinn að um viliandi fréttaflutning væri að ræða og bað f jármálaráöherra um að skýra þingheimi frá þvi sem farið heföi fram á fundinum. Tómas Árnason, fjármálaráð- herra, las upp þann hluta fundar- gerðar af fundinum, sem fjallaði um það, að hve miíriu leyti ráð- herra heföi gert fundarmönnum grein fyrir gerð fjárlagafrum- varpsins. Sagðist hann ekki hafa tiundaö frumvarpið i einstökum atriðum, enda teldi hann ekki til- hlýöilegt aö aðrir fengju vitn- eskju um efni þess áður en frum- varpið yrði lagt fyrir Alþingi. Kvaðst hann vona að hægt yrði að leggja frumvarpiö fyrir Alþingi áður en langt um liöi, — helst i þessum mánuöi. Matthias Bjarnason gagnrýndi þann seinagang, sem oröiö hefði á aö leggja fram fjárlagafrum- varpið, og beindi þeirri spurningu til ráðherra, hvort ætlast væri til aö þingið afgreiddi fjárlög fyrir áramót. Fjármálaráöherra sagði aö það væri ætlunin, og benti á að frumvarp til fjárlaga hefði áöur veriö seint á ferðinni, t.d. árið 1974. Sverrir Hermannsson kvaðst vilja vekja athygli á, að i ræðu ráðherra heföi ekkert komið fram, sem benti til þess að um villandi fréttaflutning væri aö ræða i Morgunblaðinu. Bað hann ráöherra um að skýra frá þvi hvaö þaö væri, sem talist gæti rangt i fréttinni. GBG Guölaugur Arason Víkursam- félagið eftir Guðlaug Skáldsagan Vikursamfélagið eftir Guölaug Arason er nýkomin út hjá bókaútgáfunni BÓKAS, sem stofnuð var á síöasta ári. Víkursamfélagiö er þriöja bók höfundar og önnur bókin sem kemur út á þessu ári. Hin bókin er Eldhúsmellur sem Mál og Menn- ing gaf út fyrir skömmu. Sagan Vikursamfélagiö gerist i islensku sjávarþorpi, Rúnavfk, þar sem Kaupfélagiö hefur alla þræöi atvinnullfsins i höndum sér. Vikursamfélagið var lesin i út- varp i fyrra og á siöasta ári hlaut sagan verðlaun i samkeppni bókaútgáfunnar BÓKAS. Bókin er 264 bls. og kostar 6.480 krónur i verslunum. —SG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.