Vísir - 25.10.1978, Blaðsíða 9
Miövikudagur 25. október 1978
9
Hundasýningin, sem fram fór um slðustu helgi, þótti takast með afbrigðum vel.
SKEMMTILEG HUNDASÝNING
I.L. Reykjavík skrifar:
Ég er einn þeirra fjölmörgu
sem sáu hundasýninguna, sem
fram fór um helgina siðustu.
Mig langar til að lýsa yfir
ánægju minni með þessa sýn-
ingu. Hún fór i alla staði mjög
vel fram og var okkur Islend-
ingum til mikils sóma.
A sýningunni mátti sjá
margan fallegan hundinn og
sumir voru þannig að maöur
hafði aldrei getað látið sér detta
I hug að slikar skepnur væru til.
Þar sem ég er mikill áhuga-
maður um dýr og þá sérstak-
lega hunda, langar mig til aö
þakka aðstandendum þessarar
sýningar sérstaklega fyrir.
betta var lofsvert framtak.
JÓN EÐA SÉRA JÓN
R.Þ. skrifar:
Mig langar til að gera athuga-
semd við grein, sem birtist ný-
lega i Visi og er skrifuð af út-
varpshlustenda. Þar er
hneykslast á sögu sem lesin er
kl. 15.00 i Útvarpið.
Ég hef sjálf ekki hlustaö á
þennan lestur, en hitt veit ég að
alþýöubörn eiga oft miklu
erfiðara uppdráttar en hin. Það
er kannski ekki rétt að segja aö
þau séu „i duftinu” þó það jaðri
stundum við það.
Venjuleg alþýða verður að
leggja hart að sér til þess að
börn hennargetistaðiö jafnfætis
börnum betri borgaranna og
sýna mikla fórnarlund ef börn
hennareiga að geta fylgst með.
Klikuskapur betri borgaranna
riður ekki við einteyming.
Venjuleg alþýöa er ekki i þeirri
kliku né börn þeirra. Auk þess
eru þeir unglingar, sem fengið
hafa fjölbreytt uppeldi hjá
menntuðu fólki, betur undirbúnir
undir skóla.
Það er langt frá þvi að ungl-
ingar frá venjulegum alþýðu-
heimilum standi jafnfætis þeim
sem koma frá rlka menntafólk-
inu, þegar þeir koma I skóla.
Bæði varðandi vinsældir, klæöa-
burð og félagslff. Þvi alltaf er
annaö Jón alþýöumaður eöa
séra Jón yfirstétt.
Þetta er bensinstöðin, sem bréfritari talar um. útkeyrslan snýr að
Ægislðunni og telur hann það hafa mikla slysahættu I för með sér,
þvi að mikið sé um börn að leik á þessu svæði.
Ný bensin-
sloðog
mikil
slysahœtta
Ó.Ó. Reykjavík skrifar:
Um slðustu helgi tók Ollu-
verslun Islands I notkun nýja
bensinstöð I vesturbænum,
nánar tiltekið við Ægislðuna.
Ég bý við Ægisíðu og mig
langar til aö mótmæla staðsetn-
ingu þessarar benslnstöövar. Er
þar margt sem kemur til.
Benslnstöð þessi er stór i snið-
um. Hún er mjög nálægt Ægisiö-
unni og eins og gefur að lita er
mikil umferð samfara henni.
Við Ægisíðuna er oft mikiö um
þaö að börn séu aö leik og
myndast þvl mikil slysahætta,
þar sem ekið er út af henni.
Engin gangbraut er þarna
nálægt, sem að gagni kemur, og
þvi held ég að þarna hafi skap-
ast mikil hætta. Þeir sem taka
þarna bensln mega allavega
vera vel á veröi, ef ekki á illa að
fara.
Lesendabréf s. 86611. Umsjón: Stefán Kristjánsson.
cr tolvur ó
CLR LD RUN ON
BACK STfcP R/S OOTO SKIP
(□ D (□ (□ p
ClR unh coih tanh CA
10 e (0 (0 e
6 0 6 0 |0
P-S (t-r ilo|)i' mlcp n'
10 D. Ð D D
I RA( INT (l.'IXn Á X- M
10 10 |@ © (0
lO É O D D
(l.-,| lah <,,,„1 Mk ' M
(O (Q o D (0
SCI ff ENG
i (O O O D O
! lO (O (0 O O
PRIOO
78 innbyggðar
reikningsaðferðir
72 forrita skref
10 minni
4 svigar
14 breytikonstantor
Hleðslutœki fylgir
SIN, COS, TAN, INV (x-J),
In, LOG, e*, 10», EE, + /-,
£=?<-í-Ri.y’' "V'v.».
HAGSTÆTT VERÐ
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg, símar 84510 og 845T0
msnaimöNi;
..................——1
T3T7I\7T mvr
irLHi V IjUIM
snyrtivörur
Ein vinsælasta, þekktasta og viðurkenndasta
snyrtivörulína hins vestræna heims. Mjög fjölbreytt
úrval af öilum gerðum snyrtivara til allra nota, sem
við þó, því miður, eigum aldrei nema brot af vegna
innflutningserfiðleika.
Amerisk gæöavara í lúxusflokki.
Hagstætt verð miðað við gæði.
■ \
Einnig aðrar snyrtivörur, t.d.:
' CKristian Dior Ckorf«( o! fk«Alfx. phyris
♦ SANSSOUCIS jnWPföUWÍf I^C MAX FmCTOR
LÍTIÐINNOG LÍTIÐÁ
LAUGAVEGS APOTEK
snyrtivöruddJd