Vísir - 25.10.1978, Síða 5
VTSIR Miðvikudagur 25. október 1978
5
LANDIÐ NÚ HÆRRA
EN NOKKRU SINNI
„Risið við Kröflu heldur
áfram og landið er nú liklega
komið hærra þar en nokkurn-
tima frá þvi hræringar hófust”,
sagði dr. Axel Björnsson, jarð-
fræðingur þegar Vfsir spurði um
hvað væri að gerast nyrðra.
„Landið hefur verið að risa
þarna siöan i júli og það er
ómögulegt aö segja hvaö þaö
heldur lengi áfram. Það geta
orðiðnokkrir dagar eða nokkrar
vikur.
Enn siður er hægt að segja
fyrir um hvaö gerist þegar há-
markinu er náö, hvort hlaupiö
veröur neðanjarðar eða þaö
brýst upp á yfirborðið”.
Risið við Kröflu gengur nií
hávaðalítið fyrir sig og alllangt
er siðan jarðskjálftar hættu aö
fylgja landrisi á þessum slóð-
um.
Astæðan er sú að þarna
hefúr land risið og sigiö svo oft
aö jarðvegurinn er eins og
„malaður” og þvimyndast ekki
spenna þegar ólgan undir niðri
pressar hann upp á við.
—ÓT
Gos i Leirhnjúk. Vfsismynd: JA
Varðskipsmenn á Ægi búa sig undir aö skjóta lfnu yfir I Æskuna.
ólduhæð var mikil og 10 vindstig þannig að ýmist sá undir skipið eða
ofan á það.
Fljótt á litið virðist Æskan vera að sökkva er hún hverfur fyrir næsta
ölduhrygg.
Visismyndir Ingólfur Kristmundsson
Fékk netín í skrúf-
una í 10 vindsligum
Það er næstum dag-
legur viðburður að eitt
af varðskipunum þurfi
að aðstoða fiskiskip sem
hafa fengið veiðarfærin i
skrúfuna.
Þessar myndir eru teknar
um borð i Ægi s.l. fimmtudag við
suðausturströndina er rekneta-
báturinn Æskan fékk netakapal-
inn i skrúfuna. I flestum tilvikum
er hægt að senda kafara frá varð-
skipunum til að skera netin úr
skrúfunni en þessar aðstæður
voru nokkuð sérstæðar þvi vind-
hraðinn var 10 stig og ölduhæö
átta metrar.
Það var þvi ekki auðhlaupið að
athafna sig við björgunarstarfið
og var Æskan þvi dregin I var inn
i Berufjörð og þar gekk greiðlega
að losa skrúfuna við þennan að-
skotahlut. Æskan gat þvi haldiö á
sildveiðarnar aftur, en hún er
meðaflahæstu reknetabátunum á
þessari vertið.
—KS
STYRKIÐ ÍSLENSKAN IÐNAÐ!
VELJUM ÍSLENSKT
Q Höfum fengið fjölbreytt úrval af vegghúsgögnum úr tekki
og dökkbœsuðu mahogany
Vekjum athygli ó, að þessar einingar eru seldar stakar og
eru mjög hentugar t.d. i barna- og túningaherbergi.
Q Einnig nýja gerð af borðstofuborðum og stólum.
Q Gjörið svo vel og lítið inn og skoðið okkar mikla úrval.
Q Ótrúlega hagstœtt verð og góðir greiðsluskilmúlar
QHöfum einnig
fyrirliggjandi samstœð
unglingaskrifborð og
hljómflutningstœkjaskáp
í tekki og dökkum
mahoganyvið
a Verð og gœði við
allra hœfi.
TRÉSMIÐJAN
LAUGAVEGI 166
SÍMAR
22222 OG 22229