Vísir - 25.10.1978, Side 8
i
8
Mi&vikudagur 25. oktdber 1978
VÍSIR
Burt Reynolds i studi
Það mætti ætla að
við umsjónarmenn
Fólks hefðum einhvern
sérstakan augastað á
Burt Reynolds. Að
minnsta kosti hefur
honum verið gefið
ágætis pláss i dálk-
inum að undanförnu.
En þetta hlýtur að
koma til af þvi, að
maðurinn er mikið í
fréttum, og hér er þá
ein enn. Það er engin
ástæða til að óttast
þessa ör, sem virðist
hafa farið í gegnum
höfuðið á honum.
Henni var bara komið
svona haglega fyrir, en
myndin var tekin þeg-
ar Reynolds kom fram
i sjónvarpsþætti á dög-
unum. Stjórnandi
þáttarins vissi að það
þarf hreint ekki mikið
til þess að koma leikar-
anum í stuð og fá hann
til að gera hitt og þetta.
Og með lagni tókst
honum að fá leikarann
til að raka helminginn
af yfirskegginu af sér.
Það fylgir sögunni að
skeggið hefur
Reynolds haft f rá því á
árinu 1973.
Ástœða til cið fagna
Roddy Llewellyn
stendur þarna stórum
stöfum, og það er
reyndar nafn unga
mannsins, sem lyfti
glasi slnu fullu af
kampavíni. Roddy
þessi er góðvinur
Margrétar prinsessu,
eins og oft hefur verið
getið í fréttum. Tilefni
kampavínsdrykkjunn-
ar og myndatökunnar
er útkoma fyrstu plötu
hans og afmælis, en
Roddy varð 32ja ára
þennan dag. Haldið var
upp á hvort tveggja í
næturklúbbi í London,
sem heitir Tramp.
Á bak við litlu
myndavélina er
kanslari V-Þýska-
lands, Helmul
Schmidt. AAyndin er
tekin I Kamakura I
Japan, en þar var
kanslar.in í fimm
daga opinberri
heimsókn fyrr I
þessum mánuði.
Þetta geysistóra
Buddha-líkneski á
bak við kappann
vekur sjálfsagt
áhuga og athygli
Ijósmyndara yfir-
leitt. Það hefur
áreiðanlega ekki
farið framhjá
kanslaranum held-
ur, og við gerum ráð
fyrir að hann hafi
þegar fest það á
f ilmu.
Umsjón: Edda Andrésdóttir