Vísir - 25.10.1978, Blaðsíða 23
VISIR Miðvikudagur 25. október 1978
Hver fann m
haglabyssu á
Mosfellsheiði?
Ungu mennirnir á hvita Land-
roverbilnum sem fundu hagla-
byssuna á Mosfellsheiöi miðviku-
daginn 18. október s.L eru vin-
samlega beðnir að koma henni til
blaðsins sem mun koma henni til
rétts eiganda.
Tryggvi Einarsson i Miðdal i
Mosfellssveit kom að máli viö
Visi og sagöist hafa giatað hagla-
byssu sinni er hann var á rjúpna-
veiöum á Mosfellsheiði á um-
ræddum tima. Skömmu áöur en
hann ætlaði aö vitja byssunnar á
þeim stað er hann taldi sig hafa
gleymt henni mætti hann ungum
mönnum á hvitum Landrover-
jeppa og ræddi stutta stund við
þá.
Hins vegar var byssan horfin
þegar Tryggvi kemur á staðinn
þar sem hann hafði verið áður.
Hann var á Subarubil og sagði að
engin önnur umferö hefði verið á
þessum slóðum um þetta leyti.
Heitir hann góðum fundarlaunum
þeim sem koma haglabyssunni til
skila.
—KS
Artún
— nýtt veitingahús
að Vagnhöfða 11
Sigursæll Magnússon veit-
ingamaður hefur opnað nýjan
matsölustað sem hann nefnir
Artún. Hann er til húsa að
Vagnhöföa 11.
Á boðstólum I Artúni veröa
alls konar grillréttir, en einnig
veröur hægt að fá þarna allan
algengan mat, t.d. saltkjöt og
baunir, soðna ýsu meö smjöri og
kartöflum, og steiktan fisk.
Artún veröur opið frá klukkan
hálf átta á morgnana til klukkan
átta á kvöldin, en á laugardög-
um frá kl. átta til klukkan fjög-
ur.
Veitingahúsið verður einnig
hægt aö fá leigt fyrir einkasam-
kvæmi og fundi. Það tekur um
120 manns I sæti, en þar er
einnig litiö dansgólf.
—KP
Sigursæll Magnússon veitingamaður hóf veitingarekstur sinn f Mat-
stofu Austurbæjar árið 1946 og hefur veriö meö veitingasölu síöan.
Vfsismynd GVA
DREGIÐ í KVÖLD
. f X' u
Siglingogsæla
Feröagetraun Vísis endar á toppmun.
25. október verður dreginn út lokav inningurinn í
áskrif endaleiknum góÖa.
Vinningurinn á vœntanlega eftir að standa í
þeim sem hann hlýtur því um er að rœða tvo kosti
sem báðir eru jafnótrúlegir.
Þú byrjar samtáþví að veljaþérferðafélagaþví
vinningurinn gildir fyrir tvo. Vísir leggur til
gjaldeyri. Útsýn sér um allan
undirbúning.
Fyrri kosturinn er 14 daga skemmtireisa um
Miðjarðarhafið. I þessari draumasiglingu er komið
við í mörgum aðliggjandi löndum, litast um og
upplifað.
Þú reikar milli œvafomra helgistaða, berð
augum furðuverk byggingarlistarinnar og skoðar
ólíkustu fomsöguleg fyrirbrigði og verðmœti.
Þess í milli nýtur þú alls þess sem í boði er um
borð í skipinu, s.s. sundlaugar, kvöldskemmtana,
dýrlegs matar og drykkjar.
Þú lifir sœlu sem aðeins er að finna á siglingu og
ógleymanlega stemmningu í alþjóðlegum hópi.
Sjá Afríku vakna
Síðari kosturinn er œvintýraferð um eitt
magnaðasta land heims, Kenýa. Hér erumaðrceða
einstakt tœkifœri, ferð sem er einkennilegt
sambland skemmtunar og reynslu, dulúðar og
veruleika, í einu virtasta landi Afríku.
ÞjÓðgarðar Kenýa eru sérheimur án hliðstœðu.
Þú ert þar i heimkynnum dýra sem mörg eiga á
hœttu að deyja út. Þú hefur myndavélina til taks því
myndefnið er óþrjótandi. Hvíti nashyrningurinn og
bongóantílópan eru í sjónmáli.
Þegar kvöldar nýturþú matar og drykkjar á
nýtÍ8ku hótelum við nútíma þœgindi og fylgist
með dansi innfœddra í framandi umhverfi.
Að morgni vaknar þú snemma og sérð
Afríku vakna á ný.
Sú reynsla ein gerir ferðina ógleymanlega.
Ferðagetraun
■
23
Ekki met
Það var óneitanlega rösk-
legur hópur sem dansaöi i
þrettán tfma samfleytt i
maraþondanskeppninni i
Klúbbnum um helgina. Hins-
vegar eru litlar likur til að
þessi leikur komist i meta-
bók Guiness.
Arið 1932 var haldin mara-
þondanskeppni I Pittsburg i
Bandarikjunum, sem stóð i
4152,5 klukkustundir sem
gerir 24 vikur og fimm daga.
Hvildartimi var leyfður
fimmtán minútur á klukku-
stund fyrst i stað en svo smá-
minnkaöur niöur i þrjár min-
útur siöustu vikurnar. Yfir-
völd ákváöu loks að binda
endi á dansinn.
Meira maroþon
Og svo tíi gamans má
skjóta þvi að þeim sem stóöu
að maraþondanskeppninni,
að I maraþonkossakeppni
sem haldin var i Suöur-
Afriku fyrir nokkrum árum,
kysstust þau Inge Ordendaal
og Billy Van Der Westhuizen
i hundrað og nitján klukku-
stundir og tólf minútur.
Vinirnir
Hann bauö ungfrúnni i bíl-
túr og keyrði beint upp i
öskjuhlið. Þangað komin
lagði hann hendina sam-
stundis á brjóst henni. Hún
þaut út og strunsaði heim.
Um kvöldið skrifar hún:
„Kæra dagbók, bestu vinir
ungrar stúlku eru fæturnir á
henni”.
En þetta var sjarmerandi
ungur maður svo hún féllst á
annan biltúr upp I öskjuhlíö.
Ekki voru þau fyrr komin
þangað en hann lagöi hönd á
lærið á henni og aftur struns-
aði hún heim.
Og um kvöldið skrifaöi
hún: „Kæra dagbók, ég
endurtek að bestu vinir
ungrar stúlku eru fætur
hennar”.
Þegar stráksi svo sór og
sárt viö lagöi að nú skyldi
allt veröa öðruvisi, féllst hún
á þriðju ferðina upp I öskju-
hlið.
Og ekki voru þau fyrr
komin þangað en hann dró
upp litla öskju, sem hann
opnaöi. Og sjá: i henni voru
tveir skinandi gullhringar.
Um kvöldið skrifaði hún:
„Kæra dagbók. Það kemur
alltaf aö þvi, einhverntima i
lifinu, að jafnvel bestu vinir
verða að skilja”.
Sósíalf relsi?
Ef nýju rikisstjórninni
tekst aö sameina sósialisma
og freisi, hefur hún brotið
blað I mannkynssögunni. -ÓT
••••!••«••••«••