Morgunblaðið - 07.01.2001, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EINN af þeim kvikmynda-gerðarmönnum sem Soder-bergh lítur helst upp til erfranski nýbylgjuleikstjórinn
Jean-Luc Godard (Soderbergh á
það sameiginlegt með Tarantino).
Auglýsingaveggspjöld með mynd-
um Godard sem fáir þekkja eins og
Les Caribiniers og Bande á Part
hanga uppi á skrifstofunni hans.
„Godard veitir mér stöðugt inn-
blástur,“ er haft eftir Soderbergh.
„Áður en ég byrja á mynd leita ég
aftur í verk hans og horfi á eins
margar Godard-myndir og ég get til
þess að minna mig á hvað hægt er að
gera.“ Það er þannig ekki ósennilegt
að menn sjái áhrif frá franska meist-
aranum í verkum Soderberghs.
Honum hefur líka verið líkt við
bandaríska leikstjórann Howard
Hawks, sem gat gert allar tegundir
mynda af sama sjálfsörygginu og
bætti hverja þá sögu sem hann fékk
í hendur, eins og segir í bandaríska
kvikmyndatímaritinu Premiere, er
nýlega birti viðtal við Soderbergh.
Gullpálmi fyrir fyrstu mynd
Soderbergh vakti mikla athygli
eins og mörgum er kunnugt með
fyrstu bíómynd sinni í fullri lengd,
Kynlífi, lygum og myndböndum eða
Sex, lies and videotape, sem hann
segir í dag að hafi fjallað um „svik-
semi og týnda eyrnarlokka“. Hann
hreppti Gullpálmann á kvik-
myndahátíðinni í Cannes árið 1989
fyrir myndina og miklar væntingar
voru gerðar til leikstjórans unga
eins og nærri má geta.
Hann tók sér góðan tíma til þess
að finna sinn eigin takt og lét ekki
þær feikilega góðu viðtökur sem
mynd hans fékk í Bandaríkjunum
stíga sér til höfuðs. Hann hafði unn-
ið árum saman bæði í Hollywood og
heimabæ sínum, Baton Rouge í
Louisiana, sem starfsmaður við
spurningaþætti, við gerð tónlistar-
myndbanda, heimildamynda og
stuttmynda og slípaði með því kunn-
áttu sína í kvikmyndagerð allt í senn
sem klippari, handritshöfundur og
leikstjóri.
Fyrsta myndin sem hann gerði
eftir Kynlíf, lygar og myndbönd var
Kafka árið 1991 með Jeremy Irons í
aðalhlutverki. Hún byggðist á mörg-
um þemum úr sögum rithöfundarins
Kafka og var henni tekið af mörgum
sem tilraun leikstjórans til þess að
lýsa yfir sjálfstæði sínu gagnvart
Hollywood-vélinni og finna sér eigin
stíl og takast á við eigin verkefni án
þess að hugsa sérstaklega um það
sem áhorfendur vildu. Eftir hana
gerði hann frábæra endurminninga-
mynd frá kreppuárunum í Banda-
ríkjunum byggða á æviminningum
A. E. Hotchners. The King of the
Hill hét myndin og var mikilvæg á
þróunarbraut leikstjórans því hún
fylgdi meginstraumnum en var
samt persónuleg, en nýjustu myndir
Soderberghs hafa einmitt á sér
þann stimpil.
Eftir hana fór heldur hljótt um
leikstjórann. Hann gerði handrit
myndarinnar The Underneath og
Schizopolis var mynd um fjölskyld-
una hans með honum sjálfum, eig-
inkonu hans á þeim tíma, Betsy
Brantley, og dóttur þeirra í aðal-
hlutverkum.
Þrjár myndir og bók
Segja má að árið 2000 hafi verið
ár Steven Soderberghs í banda-
rískri kvikmyndagerð. Hvorki
meira né minna en þrjár bíómyndir
voru frumsýndar eftir hann á árinu
auk þess sem hann skrifaði bók sem
hann kallaði Getting Away With It;
Or The Further Adventures of the
Luckiest Bastard You Ever Saw (Að
komast upp með það; eða frekari
ævintýri heppnasta kvikindis sem
þú hefur nokkurntíma séð).
Segja má að nýtt skeið í kvik-
myndagerð Soderberghs hafi byrjað
með sögu eftir krimmahöfundinn
góða Elmore Leonard sem varð að
bíómyndinni Out of Sight með
George Clooney og
Jennifer Lopez undir
leikstjórn Soderberghs.
Hún er önnur af tveimur
best heppnuðu myndum
sem byggðar hafa verið
á sögum Leonards (hin
er Get Shorty) og vakti
endurnýjaðan áhuga á
leikstjóranum vestra.
Myndinni vegnaði mjög
vel í miðasölunni enda
skemmtileg með af-
brigðum (eitt af afrekum
Soderberghs var að fá
loksins almennilegan
leik út úr Clooney) og
verkefnunum fjölgaði til
muna.
Ár Soderberghs hófst
með sögu af ungri konu
sem gerðist starfsmaður
á lögfræðistofu og tók að
vinna í máli sem tengd-
ist iðnaðarmengun og
sjúkdómum. Julia Ro-
berts fór með aðalhlut-
verkið og er sterklega
orðuð við Óskarinn nú
um stundir fyrir leik
sinn í myndinni, en mót-
leikari hennar kom úr
allt annarri átt, Albert Finney.
Myndin, sem hét eftir aðalpersón-
unni, Erin Brockovich, byggðist á
sannri sögu og var nokkuð hefð-
bundin bandarísk hetjusaga um bar-
áttu lítilmagnans gegn fyrirtækj-
astórveldi og hélt leikstjórinn vel
um taumana. Sérstaklega var leik-
urinn góður enda Soderbergh ávallt
sagður leikaraleikstjóri. „Ég kann
bara svona vel við þá,“ segir hann
um leikarana sína.
The Limey eða Bretinn var ekki
eins hefðbundin í byggingu. Það var
eins og Soderbergh hefði safnað
saman atriðunum af mikilli vand-
virkni í réttri tímaröð þangað til
heildarmyndin var komin hjá hon-
um og stokkað þau síðan upp og lát-
ið hendingu ráða hvernig þau röð-
uðust saman í myndinni. Terence
Stamp var stórkostlega fantalegur
en samt meyr sem harði naglinn er
kom úr fangelsi í Bretlandi og flaug
til Los Angeles að hefna dauða dótt-
ur sinnar. Við fengum að kynnast
lífshlaupi hans og einskonar eftirsjá
í röð endurlita og Soderbergh notaði
listilega stubba úr myndinni Poor
Cow frá 1967 sem Stamp lék í ung-
ur, mann sem hét sama nafni og per-
sóna hans í The Limey og var þá á
leið í fangelsi. Útkoman var ein
besta mynd síðasta árs.
Traffic
Og loks er það Traffic, sem frum-
sýnd var um jólin í Bandaríkjunum.
Hún er dæmigerð amerísk stór-
mynd, kostar um 50 milljónir doll-
ara, byggð á breskum sjónvarps-
myndaflokki. Hún segir frá dómara
nokkrum sem stendur í eiturlyfja-
smygli og kemst að því að dóttir
hans er fíkill. „Þetta er fimmtíu
milljón dollara handhelda dogma-
myndin mín,“ segir leikstjórinn,
sem sjálfur sá um tökur myndarinn-
ar. Hann vildi að fram kæmi í kynn-
ingartextanum á undan myndinni að
henni væri „leikstýrt og tekin“ af
honum en samtök handritshöfunda
höfnuðu því að „tekin“ kæmi á eftir
nafni handritshöfundarins. Soder-
bergh vildi ekki að nafn sitt kæmi
tvisvar fyrir í kynningartextanum
og notar því dulnefnið Peter And-
rews sem kvikmyndatökumaður.
Með aðalhlutverkin fara Michael
Douglas og Catherine Zeta-Jones
ásamt Dennis Quaid, Don Cheadle
og Benicio Del Toro. Harrison Ford
átti í fyrstu að fara með aðalhlut-
verkið en hann dró sig frá myndinni
meðan á undirbúningi hennar stóð
og Douglas kom í staðinn fyrir hann.
Það sem kveikti áhuga Soderberghs
á myndinni voru eiturlyfin. „Ég var
að hugsa um áhrif eiturlyfja á líf
fólks fyrir nokkrum árum,“ segir
hann í Premiere, „og hvernig augum
við lítum þau í menningu okkar og
hvers vegna við höfum þetta viðhorf
til þeirra. Ég vildi samt ekki búa til
kvikmynd um fíkla. Þegar ég komst
að því að Laura Bickford átti kvik-
myndaréttinn á Traffik, sem Chan-
nel 4 framleiddi í Bretlandi, sagði ég
við sjálfan mig: Ég veit hvernig ég
get unnið úr þessu. Þannig hófst
ferlið.“
Soderbergh virðist loks kominn á
fullt skrið. Tvö verkefni tengjast
honum á þessu ári. Hann er að
skrifa sína eigin útgáfu af geim-
myndinni Solaris eftir handriti
Stanislaw Lems og hann er byrj-
aður á myndinni Ocean’s Eleven
með George Clooney, sem einnig
framleiðir, Brad Pitt, Julia Roberts,
Matt Damon og Bill Murray.
Ár Soder-
berghs
Bandaríski leikstjórinn Steven Soderbergh
þótti mjög efnilegur ungur leikstjóri þegar
hann gerði Kynlíf, lygar og myndbönd og má
segja að hann hafi uppfyllt þær væntingar
sem gerðar voru til hans. Hann gerir nú
hverja myndina annarri betri og er kominn í
hóp fremstu leikstjóra vestan hafs.
Arnaldur Indriðason leit yfir feril hans og
skoðaði hvað Soderbergh hefur verið að
senda frá sér að undanförnu.
Reuters
Leikstjórinn Steven Soderbergh segir leikaranum Michael Douglas til við tökur á myndinni Traffic, sem fengið
hefur góðar viðtökur og hefur verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir árið 2000.
Reuters
Það ríkti kæti þegar kvikmyndin Traffic var frumsýnd í desember. Voru þar saman komin Marshall Herskovitz
framleiðandi, Michael Douglas leikari, Edward Zwick framleiðandi, Catherine Zeta-Jones leikkona, Steven
Soderbergh leikstjóri, Laura Bickford framleiðandi og Amy Irving leikkona.
Albert Finney og Julia Roberts léku aðalhlutverkin í myndinni Erin Brockovich.
Roberts var útnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni.
Presslink