Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 17
smásögur og ort kvæði en fyrir hvatningu systur sinnar Madge hóf hún nú að rita sögu um mann með svart skegg sem sat við hlið konu sem talaði látlaust. Æ fleiri persónur urðu til í í huga Agöthu þar sem hún sat í rólegheitum í apótekinu og loks festi hún á pappír lýsingu á belgísk- um spæjara sem hún gaf nafnið Hercule Poirot. Hún vildi að hann fengi ekki síðra nafn en hinn frægi Sherlock Holmes, sem hún hafði auð- vitað lesið mikið um. Ég er að skrifa sakamálasögu Agatha fór að verða mjög fjarhuga heima hjá sér svo móður hennar fannst nóg um og spurði hverju sætti. „Ég er að skrifa sakamálasögu,“ svaraði Agatha. „Það verður skemmtilegt fyrir þig, þú ættir að byrja sem fyrst,“ sagði móðir hennar, sem alltaf trúði því að dóttir hennar gæti allt sem henni dytti í hug. Og vissulega kom í ljós að Agatha Crhistie gat skrifað. Ekki hlaut þó handrit hennar náð fyrir augum útgefenda. Hún sendi hand- ritið frá einum útgefenda til annars og fékk alls staðar neitun og munu þeir ágætu menn trúlega hafa nagað sig í handarbökin yfir synjun hand- ritsins síðar meir. En hver gat vitað að þarna stigi sín fyrstu spor höfund- ur sem ætti eftir að leggja heiminn að fótum sér og allir þekkja deili á löngu eftir að þessir ágætu verslunarmenn eru gleymdir. Viðburðaríkur tími í ævi Agöthu Christie Agatha átti eftir að skapa persón- ur og bækur sem enn í dag eru á met- sölulistum og hafa verið kvikmynd- aðar margoft. Handritið að fyrstu bókinni kallaði hún „The Mysterious Affair at Styles“. Hún sendi það loks til The Bodley Head, John Lane – og gleymdi svo öllu saman. Við tók líka viðburðaríkur tími í ævi hennar. Hún og maður hennar settu saman heimili í London þar sem hann var farinn að vinna í flug- málaráðuneytinu. Þau leigðu íbúð að Northwick Terrace 5, hjá Mrs. Woods og Agatha fór að læra hrað- ritun. Stríðið tók dag einn enda og sú sjaldséða sjón blasti við að enskar konur dönsuðu á strætum Lundúna- borgar, viti sínu fjær af gleði. Archie ákvað að reyna fyrir sér í viðskiptalífinu og Agatha komst að raun um að hún var orðin ófrísk. Eft- ir rólegan meðgöngutíma fæddist Christiehjónunum dóttirin Rosalind. „Hún var verulega fallegt barn með mikið og dökkt hár,“ segir Agatha um dóttur sína. Agatha réð sér barn- fóstru og þau fluttu öll í stærri íbúð. „Ég var gift manninum sem ég elskaði, við áttum barn og höfðum lífsviðurværi. Ég gat ekki séð neina ástæðu til að við lifðum ekki ham- ingjusamlega æviloka,“ sagði Agatha. Agatha samdi af sér í upphafi Þá var það dag einn að bréf barst frá John Lane, hann vildi gefa út sakamálasögu Agöthu Christie. Í ákafa sínum og löngun til að koma sögunni á prent uggði Agatha ekki að sér og samdi sér verulega í óhag. Hún skrifaði undir samning um að bókaforlagið gæfi út fimm bækur eft- ir hana en hún átti ekki að fá neina þóknun fyrr en seld væru 2000 ein- tök, eftir það kæmi smávægileg þóknun. Agatha var himinlifandi og um kvöldið fóru þau Archie á Palais de Danse at Hammersmith til að fagna tíðindunum. „Þetta var þriggja manna sam- kvæmi þótt ég vissi það ekki, með okkur var Hercule Poirot, hann hékk þarna um hálsinn á mér,“ segir hún. Amma Agötu dó um þetta leyti og móðir hennar var illa stödd fjárhags- lega. Til þess að bjarga Ashfield ákvað Agatha að reyna að skrifa smásögur fyrir The Weekly Times. Bókin hennar hafði selst í rösklega 2000 eintökum og hún hafði þénað 25 pund. Nú tók hún til við að skrifa aðra skáldsögu sem hún nefndi „The Secret Adversary“. John Lane var fyrst í vafa um hvort hann ætti að gefa hana út en sló svo til. Þriðja bók- in leit dagsins ljós: „Murder on the Links“. Í þeirri bók velti Agatha fyrir sér að láta Hastings, vin Poirot, gift- ast, hún var orðin svolítið leið á hon- um og svo þurfti ástarsamband í bók- ina, Hastings slapp þó betur en á horfðist. Skilnaður Nú dró hins vegar verulega til tíðinda í lífi þeirra Agöthu og Archie. Þau kynntust manni að nafni Belcher, sem var maður mikilla sjónhverf- inga að sögn Agöthu. Hann vildi fá Archie með sér í heimsferð til að kynna bresk- ar vörur. Þau Christiehjón höfðu aðeins farið í styttri ferðir en nú bauðst heims- ferð, því auðvitað vildi Archie ekki fara án Agöthu, en hún var efins um hvort hún færi vegna barnsins. Eftir miklar vangaveltur sagði Archie upp vinnu sinni, þau komu Rosal- ind litlu fyrir hjá Madge móð- ursystur hennar og fóru í heimsferðina. Móðir Agöthu hvatti hana til að fara, sagði að Archie væri þannig maður að hún yrði að vera með hon- um, annars myndi hún missa hann. Þetta voru spámannleg orð. Fljótlega eftir hið mikla heimsferðalag settust Christiehjónin að í húsi sem þau nefndu Styles. Archie fór aftur að sinna viðskiptum og varð smám saman ástríðufull- ur golfspilari en Agatha hélt áfram að skrifa. Þau tóku að efnast og allt gekk vel þar til móðir Agöthu dó. Móður- missirinn varð henni mikið áfall, hún fór til Ashfield til að hreinsa þar til og var ekki vanþörf á, allt dót móður hennar, ömmu og ömmusystur var þarna í skápum, skúffum og kössum. Agatha fór til að hreinsa út úr æsku- heimili sínu og fylltist þunglyndi við það starf, Archie var um kyrrt í London og þau leigðu húsið sitt þetta sumar. Það fór ekki betur en svo að Archie fór að vera með ritara fyrr- nefnds Belchers og yfirgaf Agöthu í framhaldi af því. Hún féll alveg sam- an og líklega var það þá sem hún missti minnið og hvarf um tíma. Hún segir ekki frá þessu fræga hvarfi heldur orðar það svo: „eftir veikindi kom sorg, örvænting og niðurbrot.“ Þannig endaði fyrra hjónaband Agöthu Christie. Með Austurlandahraðlestinni áleiðis í nýtt hjónaband Á þessum erfiðu tímamótum í lífi sínu hætti hún að vera það sem kall- aði tómstundarithöfundir og varð at- vinnurithöfundur. Hún var peninga- lítil eftir skilnaðinn og skrifaði þá bókina „The Mystery of the Blue Train“. „Þá komst ég yfir þann hjalla að skrifa þótt mig langaði ekki til þess og líkaði ekki einu sinni það sem ég var að skrifa.“ Þessi bók seldist eins vel og aðrar bækur Agöthu þótt henni fyndist aldrei mikið til um hana. Eftir endanlegan skilnað Christie hjónanna fór Rosalind í heimavistar- skóla en móðir hennar tók austur- landahraðlestina áleiðis að næsta æv- intýri. Sú ferð leiddi til þess að lokum að Agatha kynntist ungum fornleifa- fræðingi, Max Mallowan. Hann fór með hana í jeppaferðalag út á eyði- mörkina. Þau komu þar að vin og Agatha vildi synda. Hann lét það eft- ir henni en meðan þau svömluðu um þá sökk jeppinn í sandinn og festist. Agatha ákvað að leggja sig þegar hún heyrði tíðindin. Þjónn Mallow- ans fór eftir hjálp og Max fór að reyna að losa bílinn. Það gekk ekki. Meðan Max beið eftir aðstoð horfði hann á sofandi konuna og ákvað með sjálfum sér að hún væri ákjósanleg eiginkona fyrir hann. „Þú óskapaðist ekkert, kenndir mér ekki um eða sagðir að við hefðum ekkert átt að stoppa þarna. Mér fannst þú dásam- leg,“ sagði hann síðar við Agöthu. Hún var hins vegar ekki áfjáð í að giftast ellefu árum yngri manni, var einfaldlega hrædd við að giftast aftur eftir hina sársaukafullu fyrri reynslu sína á því sviði. Max fullvissaði hana um að hann hefði alltaf viljað giftast sér eldri konu. Agatha fussaði og kom með ýmsar aðrar ástæður fyrir því að hafna honum – en sagði þó aldrei að sig langaði ekki til þess að giftast honum. Það var nóg til að bið- illinn gafst ekki upp og hann hafði er- indi sem erfiði. Agatha Christie varð Agatha Christie Mallowan árið 1930. Hún hafði þá þegar skrifað hina frægu sögu „The Murder of Roger Ackroyd“ og ýmsar fleiri sögur, hún hafði einnig skipt um útgef- anda, sá fyrri hafði ekki rænu á að gera við hana hagstæðari samninga. Og nú fór hún að hagnast verulega á skrifum sínum. Ferðast mikið með manni sínum, Max Mallowan Með manni sínum fór Agatha Christie í mörg ferða- lög og dvaldi með honum langdvölum við fornleifaupp- gröft í Egyptalandi og Sýr- landi. Þau höfðu ekki verið að- skilin í tíu ár þegar Max Mall- owan var sendur til Afríku eftir að seinni heimstyrjöldin skall á. Þá var Rosalind gift Hubert Prichard major og hafði eignast drenginn Matthew. Agatha var ein í íbúð í London í þrjú ár meðan síðari heimstyrjöldin geisaði. Hún sinnti sjúkum og gaf lyf eins og í fyrra stríðinu – og skrif- aði í öllum sínum tómstund- um. „Það var ekkert annað hægt að gera“. sagði hún. Þetta voru dapurleg ár og einmanaleg, Agatha óttaðist að hún og maður hennar myndu fjarlægjast en sá ótti var ástæðulaus. Max Mallow- an kom frá Afríku með allt sitt hafurtask á baki og herð- um klifrandi upp brunastiga kvöld eitt þegar Agatha var að koma úr heimsókn frá dóttur sinn og var að steikja sér síld. „Það var eins og hann hefði farið í gær“ – svo nálæg voru þau. Hins vegar hafði Max fitnað af bjórdrykkju í fjarverunni og ekki hafði Agatha grennst á kartöflu- og brauðáti stríðsáranna. Þetta kvöld sultu þau heldur ekki, þau átu við- brennda steikta síld og „voru ham- ingjusöm“. Eftir að síðari heimstyrjöldinni lauk tók við mikið hamingjutímabil í lífi Agöthu Christie. Hún fór með manni sínum margoft til austurlanda þar sem hann vann m.a. við uppgröft borgarinnar Nimrud. Um þetta mikla verk skrifaði hann bókina „Nimrud and its Remains“. Með Agöthu voru í ferð allar hennar frægu persónur, einkum þó Poirot og Jane Marple sem fæddist árið 1930 – alltof gömul rétt eins og Poirot. „Það voru mikil mistök að hafa þau svona gömul í upphafi, ég hefði þurft að hafa þau ung og láta þau eldast með mér“, segir Agatha. Ég get skrifað Hún skrifaði bók eftir bók og einn- ig leikrit meðfram því að hjálpa manni sínum eftir megni við störf hans. Hún hafði keypt gamalt hús Greenway, skammt frá Ashfield og þar bjuggu þau hjón um sig. Auk þess áttu þau fleiri íbúðir og hús, m.a. í Bagdad. Agatha Christie náði langt í sínu starfi og það var ekki tilviljun. Hún gerði sér snemma ljóst hvað hún gæti og hvað ekki. „Ég get skrifað,“ sagði hún. Agatha var alla tíð feimin og kærði sig lítt um sviðsljósið. Hún eyddi öllum sínum frítíma með fjöl- skyldu og nánum vinum. Hún barst aldrei á og ágóðanum af ýmsum bók- um sínum ánafnaði hún fjölskyldu, vinum eða góðgerðarmálefnum. Þannig skrifaði hún t.d. tvær bækur meðan hún bjó í London ein í stríð- inu. Hún setti þær báðar í bankahólf og ánafnaði þær manni sínum og dóttur. Rosalind missti mann sinn í stríðinu. Hún ól upp son sinn og gift- ist síðar aftur afar vel menntuðum manni Antony Hicks, sem Agatha móðir hennar hafði gaman af að ræða við um allt nema vín: „I dońt like the stuff,“ segir Agatha. Hitapoki, te og skriftir Henni líkaði hins vegar afar vel að koma sér fyrir með hitapoka , drekka te og skrifa þar sem hún var komin, eða þá lesa. Þegar „Músagildran“ hafði gengið í tíu ár samfleytt í leikhúsi í London var haldið mikið samkvæmi fyrir höf- undinn Agöthu Christie. Útgefand- inn hafði beðið hana að koma nokkru fyrir samkvæmið. Hún gerði það. Hún bankaði uppá en dyravörðurinn sagði henni hranalega að samkvæm- ið væri ekki byrjað. Í stað þess að segja til sín fór hún vandræðaleg á brott og ráfaði um ganga þar til ritari útgefandans rakst á hana og kom henni inn. Svona hlédræg og feimin var Agatha Christie og laus við að hreykja sér. „Ég á erfitt með að halda ræður og geri það þess vegna helst ekki en tókst þó að segja nokk- ur orð í þessu samkvæmi,“ sagði hún. „Aðeins einu sinni naut ég þess að vera á frumsýningu. Það var þegar „Witness of the Prosecution“ var frumsýnt. Ég var ánægð með það leikrit, sýninguna sjálfa og viðtök- urnar. Eftir sýninguna kom fólk til mín og hrósaði mér og ég gaf hjart- ans glöð eiginhandaráritanir, aldrei þessu vant laus við alla feimni og óör- yggi sem svo oft var mér til trafala á mannamótum“, segir hún. Árin upp úr fimmtugu voru mikið blómaskeið á ferli Agötu. „Þá opn- aðist mér nýtt líf, fullt af hlutum til að skoða, lesa um og skrifa um. Og þótt að ég hafi á síðustu árum oft haft gigtarverki og verið stirð til gangs þá hef ég eigi að síður skemmt mér mæta vel“. Hún lýkur að segja frá sjálfri sér 75 ára gömul. Eftir það var hún öðluð og bækur hennar seldust í æ stærri upplögum í æ fleiri löndum og á þeirri þróun hefur ekkert lát verið síðan. Trygg og notaleg kona Agatha Christie dó 1976 en minn- ing hennar sem rithöfundar lifir þótt sjálf ætti hún ætíð bágt með að líta sjálfa sig þeim augum. Við lestur endurminninga hennar verður manni ljóst að hún var ekki aðeins einstakur rithöfundur heldur líka einstök manneskja, trygg og notaleg kona sem lifði sínar mestu gleðistundir í þröngum hópi fjölskyldu og vina. Þær bækur eftir Agöthu Christie sem hún nefnir sem sínar uppáhalds- bækur eru „Crooked House“ og „Ordeal by innocence“, sem og fannst henni gaman að „Moving Fin- ger“. Sú bók sem henni líkað verst var „The Mystery of the Blue Train“. Dóttursonur Agötu, Matthew, fékk að gjöf öll réttindi hvað varðaði Músagildruna, það leikrit gengur enn í London. „Hann var líka alltaf sá heppnasti í fjölskyldunni“, segir Agatha í lok endurminninga sinna. Hún endar bókina á heimsókn á þær slóðir sem æskuheimili hennar, Ash- field, stóð. Það hafði þá verið rifið og blokkir reistar í staðinn. „En eigi að síður lifði Ashfield innra með mér“, segir hún. Á sama hátt lifir með okk- ur sá hugmyndaheimur Agöthu Christie sem hún birtir í bókum sín- um. Þar er að finna í einu eða öðru formi fjölmargt það sem hún sá og mótaðist af. Um það vitna endur- minningar hennar. Við lestur þeirra koma upp í hugann alls konar kunn- uglegar lýsingar og samræður sem er að finna í bókum hennar. Það er jú þannig sem það er – ekkert verður til úr engu. Agatha Christie fær sér tesopa á þeim tíma sem hún dvaldi ásamt manni sínum við uppgröft og skriftir í Sýrlandi. Max Mallowan fornleifafræðingur og síðari eig- inmaður Agöthu Christie. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 B 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.