Morgunblaðið - 07.01.2001, Page 8

Morgunblaðið - 07.01.2001, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ F YRIR nokkrum árum ákváðum við, Dögg og Hjördís, að þegar námi okkar beggja væri lokið myndum við leggjast í ferðalög saman, upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Í september sl. fengum við þá hugdettu að auk þess að ferðast vildum við láta eitthvað gott af okkur leiða og fórum í fram- haldi af því að hugsa um að fara í hjálparstarf. Fyrir óþolinmóðar konur eins og okkur, sem vildu byrja strax, virtust ekki margir möguleikar standa til boða. Okkur tókst þó að hafa uppi á samtökum sem heita Humana People to People (HPP) sem höfðu þörf fyrir okkur strax í byrjun nóv- ember. Verkefnið sem þau buðu okkur er tvíþætt og stendur yfir í eitt ár. Fyrri hluti verkefnisins felst í því að taka þátt í uppbyggingu nýs skóla í Durban í Suður-Afríku sem ætlað er að þjálfa sjálfboðaliða í þró- unarhjálp. Við gerum ráð fyrir að vera í skólanum í sex mánuði, búa til þjálfunaráætlun fyrir sjálfboðaliða jafnframt því að taka þátt í henni. Að því loknu munum við vinna við eitt af þróunarverkefnum samtakanna hér í Afríku, en þau eru 138 talsins víðs- vegar um heim. Eins og er er ekki ljóst hvaða verkefni við komum til með að vinna við eða hvar, en við munum skrifa nánar um það seinna. Hópurinn Hópurinn sem við eigum eftir að búa og vinna með næstu sex mán- uðina er nokkuð fjölbreyttur. Við er- um fimm Evrópubúar, frá Íslandi, Noregi og Hollandi, og níu Afr- íkubúar, sem eru frá Suður-Afríku, Zimbabwe, Zambíu, Malaví og Namibíu og enn eiga einhverjir eftir að bætast í hópinn. Ásamt okkur mannfólkinu eru hér nokkrar apa- fjölskyldur, sem oft læðast inn í hús til að sníkja eða stela mat. Einn dag- inn er við sátum við skriftir birtist einn frakkur api í dyragættinni. Okkur var nú smávegis brugðið en í spenningnum yfir þessum framandi gesti þutum við inn í eldhús og náð- um í ávexti til að gefa honum. Þegar við komum út voru um 10–15 apar fyrir utan. Fannst okkur þetta alveg magnað og eitthvað sem við höfum eingöngu upplifað í dýragarði en ekki svona rétt við útidyrnar. Okkur telst til að hér í nágrenninu búi a.m.k. 5 apafjölskyldur þar sem nokkrir apanna eru með litla unga á maganum. Aparnir eru nokkuð gæf- ir og borða beint úr hendi manns, en ekki er komist hjá því að verða smá- vegis smeykur þar sem þeir hafa langar og hvassar tennur. Karlap- ana er hægt að þekkja úr margra metra fjarlægð þar sem pungurinn á þeim er ansi fallegur að lit eða skær- blár. Einnig eru hér margar tegund- ir fugla og ansi fjölskrúðug skor- dýraflóra. Stórir flugmaurar birtast oft á kvöldin en þeir hafa stóra vængi sem detta af þeim einn af öðr- um og liggja hér eins og laufblöð úti um allt. Okkur finnst þessi dýr held- ur ógeðfelld en skólafélagar okkar frá Zimbabwe og Zambíu borða þessar pöddur af bestu lyst, bara léttsteikja þær og salta. Skólinn Skólinn okkar sem ber nafnið KwaZulu-Natal Experimental Coll- ege (KNEC) er í Pinetown, úthverfi Durban. Durban er í KwaZulu-Nat- al-héraðinu og er þriðja fjölmenn- asta borg Suður-Afríku með um 3,2 milljónir íbúa af ýmsum uppruna. Húsnæði skólans er gömul þjálfun- armiðstöð þar sem héraðsbúar gátu komið og lært ýmsar iðngreinar svo sem smíðar, pípulagnir og rafvirkj- un. Samtökin sem við vinnum fyrir, HPP, hafa nýlega fest kaup á þess- um húsum og unnið er við skipulagn- ingu þeirra, hvað á að vera í hverju húsi og hvernig það á að vera. Mikill tími fer því í þrif og uppbyggingu og má segja að gúmmíhanskar og vinnuvettlingar séu orðnir hálfgerð- ur einkennisbúningur hópsins. Stefnt er að því að strax á næsta ári verði búið að gera upp allar byggingarnar og að starfsemi KNEC verði komin á fullan skrið. Ásamt því að starfrækja skóla fyrir sjálfboðaliða kemur skólinn til með að bjóða upp á ýmiskonar námskeið og félagsþjónustu við bæjarbúa. Fyrstu kynni af Afríku Þegar við loksins komumst á áfangastað eftir langt ferðalag brá okkur nokkuð að sjá hversu stór og vestræn Durban virtist vera. Fátt virtist benda til þess að við værum í Afríku. Við okkur blöstu háhýsi, hraðbrautir, fínir bílar og allt það sem tilheyrir vestrænum stórborg- um. Það eina sem gaf okkur smáv- ísbendingu um að við værum stadd- ar í Afríku, var húðlitur fólksins. Það tók okkur nokkra daga að uppgötva að við erum í raun í Afríku. Í upphafi leit þetta satt best að segja ekki sérlega vel út og olli okkur þó- nokkrum vonbrigðum. Suður-Afríka virtist ekki þetta framandi land sem við höfðum búist við. En eftir því sem á líður, við búnar að skoða Unnið af fullum krafti við uppbyggingu staðarins. Eftir göngu í steikjandi sól og hita er gott að baða sig í Nandi-fossinum. Gullna mílan; The Golden Mile, strandlengja Durban, dregur til sín ferðamenn. Grillveisla eftir erfiðan vinnudag. Tvær íslenskar stúlkur, Dögg Ármannsdóttir og Hjördís Árnadóttir, eru farnar til eins árs dvalar í Afríku. Þær ætla að senda Morgun- blaðinu greinar reglulega um upplifunina og hér er sú fyrsta. Einn góðra nágranna Daggar og Hjördísar. Ævintýri í Afríku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.