Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 21
Það þarf að hlúa vel að hundunum á hverjum áfangastað og setja undir þá hálm til að halda á þeim hita. Lagst yfir kortin til að glöggva sig á keppnisleiðinni. skoðaðir og smurðir vel og vandlega (4 sinnum á 8 hunda) og klæddir í þurra sokka. Þann tíma sem afgangs er, er hægt að sofa eins og mann lyst- ir. Með hundinn Lappa á sleðanum komum við okkur til Levajok. Hann hafði tognað á öðrum framfætinum rétt áður en við komum inn á áfanga- stöðina. Ég ákvað að taka mína 12 tíma skyldupásu inni á Levajok. Tanaáin frá Levajok til Karasjok liggur á milli Finnlands og Noregs. Ég hafði heyrt sögur af tveimur keppendum. Annar þeirra hafnaði í Finnlandi eftir vonskuveður, þar sem hundarnir voru settir í einangrun og hann sjálfur tekinn fastur. Hinn eftir að hafa fengið snjóankerið í hnakk- ann og hafði hangið eins og makríll á eftir sleðanum þangað til hundarnir hurfu niður um vök á ísi lagðri ánni. 90 km eftir ísilagðri ánni er jafn lít- ið spennandi og það hljómar. Best hefði verið að taka þessa leið í myrkri því hundarnir brugðust alveg eins við og fólk þegar það sér hvað það er óendanlega langt í næstu beygju. Út af sporinu Það var ekki fyrr en 3 km áður en við nálguðumst Karasjok að það færðist líf í leikinn. Við höfðum farið inn á vitlaust spor og beygt því of snemma út af ánni. Eftir að hafa pukrast í gegnum birkiskóginn sem lá meðfram ánni hlupum við þvert yf- ir fótboltavöll þar sem nokkrir pollar höfðu gert hlé á leiknum til að fylgj- ast með þessu birkiskreytta sleða- gengi renna framhjá. Því næst lá leiðin eftir nokkrum götum og göngustígum, inn um húsagarða, undir þvottasnúrur, fram hjá kaup- félaginu þar sem fólk sem var ýmist á leiðinni út eða inn og varð ekki síður undrandi en pollarnir á fótboltavell- inum en gaf sér tíma til að fylgjast með genginu blaktandi íslenska fán- anum þjóta í gegnum miðbæinn. Síð- an lá leiðin eftir aðalveginum yfir hringtorg og upp að andyrinu á hótel Karasjok, þar sem var næsta áfanga- stöð. Liðið mitt samanstóð af tveimur forystuhundum; Sammy 9 ára var með mestu reynsluna. 7 sinnum hafði hann komist í gegnum 1000 km hlaupið, virkilega félagslyndur og einkar góður forystuhundur, virkaði næstum mannlegur. Þetta var síð- asta hlaup hans vegna aldurs. Madam, 4 ára, hafði einu sinni komist í gegnum 1.000 km hlaupið. Ofvirk en flink að lesa úr slóðinni. Afangurinn samanstóð af sex ung- hundum, Ophir-Nikolai, Tútú-Kasan, Lappa og Snata sem höfðu jafn litla reynslu og ég af svo löngu keppn- ishlaupi. Allir voru hundarnir af teg- undinni Alaska Huskys. Þar fyrir ut- an voru það svo aðstoðarmenn mínir, Siri og Knut. Þau óku þjónustubíl okkar á milli áfanga- og fóðurstöðv- anna. Að dreyma í vöku Þegar haldið var frá Karasjok var ég orðinn tveimur hundum fátækari eftir að ég varð að taka Tútú út vegna tognunar í axlarliði. Mínus 33 gráðu frostköld suð-suð- vestanáttin blés beint í fangið á okk- ur. Rétt áður en við nálguðumst Bæi- vasgiedde tók vindinn að lægja. Nú fyrst fór þreytan að segja til sín. Allt í einu sá ég tvö kjúklingalæri hlaup- andi fyrir framan sleðann. Eftir að hafa nuddað augun vel og lengi og hrist upp í heilasellunum, sá ég að þetta var afturendinn á Ophir sem ég lýsti upp með höfuðljósinu. Það voru ótrúlegustu sýnir sem voru farnar að mæta okkur á leiðinni. Allt í einu sá ég að forystuhundarnir koma hlaup- andi á móti mér. Ég beygði mig hratt niður og var næstum því dottinn af sleðanum. „Að dreyma með meðvitund, kall- ast þetta,“ sagði Siri þegar ég kom inn til Suossjavri. Það voru fleiri keppendur sem duttu inn í svona draumsýnir og voru að mæta heilu málverkunum, flutningabílum sem komu úr gagnstæðri átt á móti geng- inu, litlum brúm og öðrum ótrúleg- ustu hlutum. Markinu náð Eftir að hundarnir höfðu safnað nægum kröftum og nokkrum lítrum af kaffi hafði verið rennt niður lögð- um við af stað í kvöldroðanum í átt að marki. Inn á Jiesiavrre, stærsta veiðivatni á Finnmerkurheiðinni, 66 km² að stærð, ókum við inn í þétta frost- þoku. Það rétt glitti í afturendann á fremstu hundunum í ljósgeislanum frá höfuðljósinu sem flattist út í stór- an hvítan hring fyrir framan okkur í þokunni. Skyndilega var eins og stórt sviðstjald hefði verið dregið frá, og við komum másandi út úr þokunni, umlukin þykku lagi af frostkristöll- um. Undir stjörnubjörtum himninum með dansandi norðurljósin yfir okk- ur eins og flögrandi silkiborða og litla skýjabólstra sem stigu út úr vitum hundanna komum við til Alta. Eftir 3 daga, 10 tíma og 54 mínútur runnum við yfir marklínuna í 20. sæti. Af þeim 33 sem tóku sér stöðu í byrjun í 500 km flokknum, skiluðu 26 sér í mark. Fyrsta Finnmerkurhlaupið var haldið 1981 og var þá 260 km langt. Í dag er Finnmerkurhlaupið þriðja stærsta hundasleðahlaup í heimi. Bara í Alaska eru tvö hlaup sem eru lengri. Það er keppt í tveimur flokk- um, eitt yfir 500 km með 8 hundum og eitt yfir 1.000 km með 14 hundum. Maður fær ekki leyfi til að keppa í 1.000 km hlaupinu fyrr en eftir að hafa fyrst lokið 500 km hlaupi. Í ár stilltu alls 64 sleðagengi („hunda- spönn“) sér á rásmarkið, 33 í 500 km hlaupið og 31 í 1.000 kílómetrana. Hundarnir sem heltast eða slasast á einhvern hátt eru teknir út á áfanga- eða fóðurstöðvunum. Það má ekki hafa færri en fimm hunda þegar komið er í mark. Keppendur eru skyldaðir til að hafa útbúnað til að hafast við úti á heiðinni. Í 500 km. hlaupinu er farið um 4 fóðurstöðvar en í 1.000 km hlaupinu er farið um 13 stöðvar. Að- eins lágmarkshjálp er leyfð utan frá. Reglugerðin kveður á um að skylda sé að taka sér tvær hvíldir, aðra 12 tíma og hina 6 tíma. Það er undir hverjum og einum keppanda komið að ákveða hversu mikla hvíld hann og hundarnir þurfa á leiðinni þar fyrir utan. Keppnistíminn í 500 km hlaupinu eru 2–3 sólarhringar en í 1.000 km hlaupinu 5–6 sólarhringar. Með hundinn Lappa á sleðanum en hann tognaði á öðrum framfætinum. All gert klárt fyrir næsta áfanga hlaupsins. Aron hafði með sér tvo aðstoðarmenn, Siri og Knut, og þau óku þjónustubíl liðsins á milli áfanga- og fóðurstöðvanna. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 B 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.