Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 13
storm, og var um það sagt: Það er stormur á norðurljósunum,“ ritar hann. Árið 1970 sendi Þjóðminjasafn Íslands út spurningaskrá nr. 21, þar sem m.a. var spurt um þjóðtrú tengda norðurljósum. Það sem hér fer á eftir er úr þeim svarbréfum, nema ann- ars sé getið. Í mörgum svaranna kemur fram hið sama og áðurnefnt, að það boðaði veðra- gang, ef mikið var um þeyting á norðurljós- unum, „væru þau mjög ókyrr og dönsuðu“, eins og einn heimildarmanna kemst að orði. „Mikil og björt en kyrrstæð norðurljós þykja benda til frosta og staðviðra. Séu þau hvikul og flögri til og frá um himinhvolfið, þykir það benda til að stormur sé í aðsigi, segir annar. Og hinn þriðji fullyrðir: „Ef norðurljós eru kvik og braga í skærum litum, boðar það storm. Haldist þau kyrr í loftinu, boðar það hreinviðri og stillur.“ En ekki eru þó allir sammála um að mikil hreyfing boði illviðri, heldur snýst þetta við á nokkum stöðum. Einn segir t.d. orðrétt: „Ef norðurljós voru aðeins í einni átt, var búist við vindstöðunni í þeirri átt. Norðurljós um allt loft boðuðu hægviðri. Mikil hreyfing á norður- ljósum var talið vita á hægviðri eða logn.“ Á Tjörnesi á Norðurlandi voru þau fyrirboði um snjókomu. Annar heimildarmaður ritar, að sæjust norðurljós seint á vetri, boðaði það að enn væri snjókomu að vænta. Og enn annar segir: „Ef norðurljós sáust eftir vont veður var því trúað að gott veður héldist nokkra daga og jafnvel marga.“ Væru norðurljós dauf og rauðleit, og sér- staklega ef þau náðu á suðurloftið, vissi það á snjóa. Væru þau mjög á hreyfingu töldu menn það boða hlákuveður, einkum ef á þau sló bleikum blæ. Ólafur Davíðsson þjóðsagnasafn- ari kannast við það, að þegar norðurljósin hafi verið blóðrauð, hafi það átt að vera fyrirboði um góða veðráttu. Eins virðast rauð norður- ljós hafa átt að boða stórtíðindi, eins og þekkt- ist erlendis. Um það ritar einn svarenda: „Í uppvexti mínum var það trú fólks, að mikil norðurljós vissu á úrkomu, sérstaklega, ef þau voru framarlega sem kallað var, þ.e. væru sunnarlega á loftinu. Þá var það og talið boða storm, ef óvenju mikil hreyfing var á norður- ljósunum, sérlega, ef þau skiptu ört um lit. Rauðleit norðurljós voru talin boða nokkur tíðindi, sérstaklega illt árferði t.d. eldgos eða stríð. Í sambandi við það er mér minnisstætt það sem gamall bóndi, Jón Gíslason á Norður- Götum, sagði síðari hluta vetrar 1939. Þá var það eitt kvöld, að mjög mikil norðurljós voru nokkuð sunnarlega á loftinu. Allt í einu tóku þau á sig purpurarauðan blæ, og hélst svo a.m.k. tvær klukustundir. Ég var á ferð í Reynishverfi og kom til Jóns í heimleið um það leyti sem mest bar á roðanum á norðurljós- unum. Ég spyr Jón hvort honum þyki þetta ekki fallegt, og svarið var: „Jú, en þetta veit á það að þeir fara í stríð fjandarnir, sem alltaf eru að hnybbast þarna suður í Evrópu og það á þessu ári.“ Svona var trúin sterk hjá honum á þetta fyrirbrigði og hann var víst ekki einn um það, því ég heyrði margt gamalt fólk geta þess eftir að styrjöldin braust út, að um getinn roði hefði verið fyrirboði hennar.“ Á Austurlandi þótti óbrigðult merki um þíð- viðri í nánd, ef himinninn var þéttstirndur og norðurljós teygðu sig alveg niður til hafs. Í nokkrum svarbréfanna kveður við öðru- vísi tón. Einn heimildarmanna minnist þess t.d., að „væri mikið um norðurljós, vekti það óhug hjá eldra fólki, sem mundi jarðskjálftana 1896, en það haust hafði verið óvenju mikið um norðurljós.“ Og annar segir: „Til var fólk hér áður fyrr, sem taldi það mjög varhugavert að horfa mikið á norðurljósin. Sérstaklega ef þau bröguðu mikið. Taldi að þeir sem það gerðu gætu orðið snarvitlausir.“ Samkvæmt hinum þriðja gátu menn „hiklaust getið sér til um veður eftir bliki norðurljósa. Sömuleiðis var það talið hyggilegra að haga sér eftir bliki og stöðu þeirra á himninum með flutninga, gjafir, kvonbænir, byrjun búskapar.“ Jón Árnason þjóðsagnaritari segir að van- færar konur megi ekki horfa mikið á norður- ljós því börnin eigi á hættu að verða með tin- andi augu. Á öðrum stað er ritað að slíkt gerði börn rangeyg. Norðurljós sáust yfir Mið-Evrópu 10. febrúar 1681 og á myndin að sýna þann atburð. Herir fara um og borgir loga. Sólin er lengst til hægri, við sjóndeildarhring. Áin í forgrunni er Dóná. Teikningin á að sýna rauð norðurljós yfir London, í kringum miðnætti 21. mars árið 1843. Eftir að hafa verið svona í nokkrar mínútur er höggormurinn sagður hafa breyst í stafinn G, síðan O og loks D (þ.e.a.s. segja GOD; merkir á íslensku guð). Ljósin sáust í næstum eina klukkustund. Sumir telja, að drekinn hafi upp- haflega komist inn í kínverska þjóðtrú vegna einhvers slíks fyrirbæris á himni. verið aðalstöðin, en Japanar komu einnig upp mælingastöð í Æðey á Ísafjarðardjúpi, og á Mánárbakka á Tjörnesi. Þessar þrjár stöðvar hafa verið reknar samfellt allan þennan tíma í samvinnu við Raunvísindastofnun, en auk þess hafa ferið gerðar tímabundnar mælingar á nokkrum öðrum stöðum á landinu. Ég hef tekið þátt í greinaskrifum með jap- önsku vísindamönnunum, og haft yfirumsjón með rekstri stöðvanna, en daglegan rekstur á hverjum stað hafa þeir annast Snorri Jóhann- esson á Augastöðum, Aðalgeir Egilsson á Mán- árbakka og Jónas Helgason í Æðey. Á ýmsu hefur gengið í rekstrinum, einkanlega vegna þess að hve mjög íslenskt veðurfar hefur reynt á tækjabúnaðinn, sem aldrei var ætlaður til svo langs tíma. Þess vegna hefur mikið mætt á heimamönnum, en ég held að á engan sé hall- að þótt ég segi að Snorri á Augastöðum hafi átt hvað drýgstan þátt í því halda tækjum gangandi við erfið skilyrði. Japanar hafa sér- stakan áhuga á Íslandi vegna þess að þeir eru með rannsóknastöð á Suðurskautslandinu, og er hún eins konar andfætlingur íslensku stöðv- anna, að því leyti að segulkraftlínur jarðar, sem liggja frá jörðinni hér, koma aftur til jarð- ar nálægt stöðinni á Suðurskautslandinu. Það er segulsvið jarðar sem mótar norðurljósin og stjórnar þeim að miklu leyti og þess vegna er mjög áhugavert að kanna hversu mikið sam- ræmi er á milli norðurljósa og suðurljósa á samsvarandi stöðum. Það er mjög lítið um að stöðvar séu svona vel staðsettar til slíkra at- hugana. Japanar ætluðu upphaflega að reka stöðvarnar hér í örfá ár, en það hefur teygst úr þessu, því þetta hefur reynst mjög áhuga- vert og niðurstöðurnar vekja sífellt fleiri spurningar sem þarf að svara og rannsóknir halda því áfram. Tækjabúnaðurinn er mjög fullkominn og margvíslegur. Myndavélarnar eru einungis í notkun í tiltölulega skamman tíma á hverju ári. Japanarnir koma hingað einu sinni til tvisvar á ári, og þá sérstaklega til að stjórna myndatökunum. En þess utan eru líka gerðar mælingar á segulsviði, útvarps- bylgjum, sem tengjast norðurljósunum, ljós- mælingar og svokallaðar ríómælingar, sem eru mælingar á útvarpsbylgjum utan út geimnum. Útvarpsbylgjurnar verða fyrir áhrifum í há- loftunum, og þessi áhrif eru mjög nátengd norðurljósunum. Því má segja að í þessum tækjum sé hægt að sjá norðurljós að degi til líka, þó að það séu ekki nákvæmlega sömu norðurljós og menn myndu sjá með augunum. Svo eru Frakkar hér með ratsjárstöð við Stokkseyri, en það er annar starfsmaður á Raunvísindastofnun, Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur, sem sér um rekstur þeirrar stöðvar. Stöðin á Stokkseyri er tengd annarri stöð í Kanada. Þessar tvær ratsjár horfa á sömu norðurljós frá tveimur sjón- arhornum og mæla stöðu þeirra og fylgjast með þeim að öðru leyti. Þetta er hluti af stærra kerfi, austan hafs og vestan. Breskir vísindamenn eru einnig þátttakendur í þessu ratsjárverkefni hér á landi og reka sams kon- ar stöð við Þykkvabæ.“ GRÆNI LITURINN ALGENGASTUR Talið berst að litum norðurljósanna. „Græni liturinn er algengastur, en rauður litur kemur oft fyrir í neðri brún ljósanna eða efst í löngum geislum,“ segir Þorsteinn. „Bláum og fjólubláum litum bregður einnig fyrir. Sjaldgæf tegund norðurljósa er svonefnd alrauð norðurljós, en þá er rauði liturinn ríkjandi, jafnvel um allan himin. Þetta sést helst nálægt sólblettahámarki og sást hér á landi í nóvember síðastliðnum. Sjálfur hef ég aðeins séð þetta fyrirbæri einu sinni, árið 1957. Þessi alrauðu norðurljós eru svo ólík       Norður- og suðurljósin orsakast af sólvindinum, en það er flæði hraðfara rafagna sem eru upprunnar í kór- ónu sólar. Þegar rafagnirnar nálgast jörðina, fer segulsvið jarðar að hafa áhrif og sveigja þær af leið, eink- um yfir miðbaug, þar sem agnirnar stefna þvert á segulkraftlínurnar. Flestar rafagnirnar streyma framhjá jörð, án frekari áhrifa, en hluti sleppur inn í segulhvelin. Þær rafagnir (gular örvar) mynda segulljósin.                                                                                                   ! " # $  %                       ! !          "!   " MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 B 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.