Morgunblaðið - 07.01.2001, Side 12
12 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HUGMYNDIR fyrri tíðar manna varðandi
þessi dularfullu ljósfyrirbæri eru legíó og af
ýmsum toga, en hér skulu þó rúmsins vegna
einungis tekin sýnishorn úr nokkrum áttum,
og byrjað erlendis.
Fyrst er þá að nefna, að í augum sumra voru
norðurljósin álitin tengja menn og guði. Ot-
tawa-indíánar á Manitoulin-eyju í Huran-vatni
trúðu því, að ljósin væru skilaboð frá skapara
þeirra, Nanahboozho. Eftir að hafa komið
jörðinni í samt lag eftir flóðið mikla, hafði Na-
nahboozho farið norður á bóginn en látið þau
orð falla, rétt áður en hann fór burt, að sér
væri það umhugað um mannkynið, að hann
myndi endrum og sinnum lýsa upp næturhim-
ininn með endurvarpi frá bálkesti sínum, til að
minna á sig og treysta þannig böndin við sköp-
unina. Norðurljósin gegna því svipuðu hlut-
verki og regnboginn í Gamla testamentinu,
eru innsigli sáttmála manna og guðs.
Dogril-menn eru með svipaðar hugmyndir.
Menningarhetja þeirra, Ithenhiela, fór til síns
heima, eftir að hafa mótað landslag norðvest-
urhluta Kanada. Og úr „himnalandinu“, þar
sem hann dvelur alla jafna, á hann það til að
nota marglita ljósfingur sína til að kalla dauð-
lega menn til sín í paradís. Og meðal Ostyaka
þekkist sú trú, að norðurljósin séu af völdum
guðs fiskveiða, Yeman’gnyem, og vilji hann
með þessu leiðbeina ferðalöngum á dimmum
vetrarkvöldum og -nóttum.
Einnig þekkist að ljósin tengist getnaði.
Chuvash-menn í Mið-Asíu segja norðurljósin
vera guðinn Suratan-tura, en nafnið er sagt
merkja „himinninn fæðir“. Ástæðan mun vera
sú, að einhverju sinni fæddi himinninn son,
þegar norðurljósin engdust og veltu sér. Þess
vegna leita Chuvash-menn til umræddrar
gyðju og biðja um hjálp, séu konur þeirra í
barnsnauð.
Japanar trúa því, að börn, sem fædd eru
undir norðurljósum, muni verða hamingju-
samari en önnur. Og vegna þessa eru jap-
anskir ferðamenn sagðir leita í stórum hópum
til norðursvæða Kanada á hverjum vetri.
Þá hafa sumir álitið, að ljósin tengdust á ein-
hvern hátt frjósemi eða nægtum jarðarinnar.
T.a.m. héldu inúítar við Yukon-fljótið í Alaska
því fram, að ljósin væru dansandi sálir helstu
veiðidýra þeirra, s.s. hjartardýra, sela, laxa og
hvíthvela. Nunaniut-inúítar eru með svipaðar
hugmyndir, telja sig geta lesið úr dansi ljós-
anna hvernig veiði næsta dags kemur til með
að verða. Og öldungar Denemanna segja, að
ljósin bendi mönnum á hvar veiðidýranna sé
helst að leita. Þetta eru ekki ólíkt því, sem áð-
ur var að finna í norðanverðri Skandinavíu, en
þar álitu fiskimenn að ljósin væru endurvarp
gríðarlegra síldartorfa í hafinu.
Iroquois-menn og raunar margir aðrir voru
ekki eins jarðbundnir í hugsun, og töldu ljósin
vera hliðið inn í land sálnanna.
Einnig þekktist sú hugmynd víða á nyrstu
slóðum, að þau væru sjálfir andar forfeðr-
anna. Áttu þeir að vera í óhugnanlegum knatt-
leik, þar sem knötturinn var ýmist hauskúpa
manns eða þá lifandi höfuð. Stundum var þetta
rostungshöfuð, og mátti oft heyra það öskra
að hinum leikandi öndum, er það hjó vígtönn-
um sínum að þeim í mikilli bræði. Chukchi-
menn í Síberíu telja anda hengdra manna vera
sérstaka boðsgesti á þessum himnesku leikum.
Og stundum fá þeir að vera með, en leika
klaufalega, því snaran er enn föst um háls
þeirra. Sálir andvana fæddra barna má sjá
þarna líka, og svipað er ástatt fyrir þeim; leg-
kakan heftir för. Inuítar á Nanivak-eyju trúðu
því gagnstæða, að ljósin væru rostungar að
leika sér að höfuðkúpu manns.
Finnur Magnússon taldi, að í norrænum
átrúnaði hefðu norðurljósin verið álitin end-
urvarp frá skjöldum valkyrjanna, er þær
fylgdu vopndauðum hermönnum til Valhallar.
En ekki eru allir sammála um þá túlkun hans.
Þá varð hin sífellda hreyfing ljósanna einnig
kveikjan að þeirri trú ýmissa, að þar væri á
ferð skrúðganga, upplýst með kyndlum, eða
þá gleðidans. Eistlendingar segja þau t.d. vera
endurkast frá hestum og vögnum gesta í einu
miklu himnesku brúðkaupi.
Litur norðurljósanna skipti máli. Væru þau
rauð, var það ills viti. Á miðöldum átti fólk það
til að sturlast eða falla í yfirlið sæi það norður-
ljósin, enda voru þau talin fyrirboði um slæma
hluti, boðaða af himni sjálfum; yfirleitt ófrið.
Ekki var óalgengt að fólk leitaði úr þorpunum
til borganna, til að gjöra iðrun og leita jafn-
framt skjóls í hinum meiriháttar kirkjum.
En í augum inúíta víða í Alaska og á Græn-
landi, Sama í Skandinavíu og á Kólaskaga,
sem og ýmissa þjóðflokka í Síberíu voru rauð
norðurljós sálir þeirra kvenna, sem látist
höfðu af barnsförum vegna blóðmissis, eða
þess fólks sem hafði tekið líf sitt, verið myrt
eða fallið í bardaga.
Siouxmenn trúðu því hins vegar, að norður-
ljósin væru andar þeirra sem áttu eftir að fæð-
ast, en ekki þeirra sem dánir voru. Í norrænni
þjóðtrú áttu ljósin að vera sálir hreinna meyja.
Í Danmörku og Svíþjóð þekktist að auki sú trú,
að norðurljósin væru svanir, frosnir í ís og
kulda norðurpólsins. Ef þau hreyfðust og blik-
uðu óvenju mikið, stafaði það af vængjaslög-
um fuglanna, sem voru að reyna að losna úr
prísundinni.
Flestar þjóðir á norðurhjara veraldar eru
þeirra skoðunar, að það að syngja eða hvísla
að norðurljósunum sé afar áhættusamt, því
ljósin nemi hávaðann og álíti að verið sé að
stríða þeim og svari þá fyrir sig með því að
koma niður undir jörð til hefnda. Sagnir eru
um, að fólk hafi orðið blint eða lamað og jafn-
vel misst höfuðið undir slíkum kring-
umstæðum. Og í sumum tilvikum hafa norður-
ljósin rænt því fólki, sem gantast þannig. Í
Noregi var sú trú, að ef ófrísk kona starði á
norðurljósin, átti barn hennar að verða rang-
eygt.
Og loks er að geta þess, að norðurljósin hafa
löngum verið tengd breytingum á veðri. Í Nor-
egi voru þau meira að segja kölluð veðurljós,
og sums staðar einnig vindljós. Mikil hreyfing
þeirra og litbrigði vissi á hvassviðri, en lægju
þau kyrr boðaði það stillur. Snjókomu mátti
vænta, ef ljósin voru hvítleit. Eins ef þau yfir
höfuð voru á ferli seint á vetri. Í Bøherad í
Noregi voru gul eða rauð norðurljós fyrirboði
um milt veður, en hvít eða græn boðuðu
strangan vetur og illviðri. En í Romsdal voru
rauð norðurljós hins vegar sögð boða óveður.
Í Skotlandi álitu menn að sæjust norðurljós í
hlýju veðri boðaði það kalt og skýjað fram-
undan.
ÍSLAND
Í íslenskri þjóðtrú ber allnokkuð á norður-
ljósunum þótt reyndar sé ekki margt að finna
skráð í þjóðsagnasöfnunum okkar, heldur
liggur þetta á víð og dreif. Aðallega er trúin
bundin veðurfarinu, eins og kannski gefur að
skilja, og ýmislegt eigum við þar sameiginlegt
með öðrum þjóðum.
Jónas frá Hrafnagili segir í Íslenzkum þjóð-
háttum að því sé almennt trúað að ef belti af
norðurljósum liggi kyrrt yfir loft boði það
stillur og heiðviðri. „Ef þau eru á suðurlofti,
halda Norðlingar það boði sunnanátt. Ef þau
eru mjög kvik („hvasst er á þeim) og braga í
mörgum litum, boðar það storm,“ bætir hann
við. Þórður Tómasson kannast við það, í Veð-
urfræði Eyfellings, að í norðurljósunum hafi
verið veðurboði. „Mikil hreyfing á þeim boðaði
ÞJÓÐTRÚ TENGD
NORÐURLJÓSUM
falla á fannbreiður eða glæjan ís, og orsaki
þeir þá þessa lýsingu í loftinu.“
Einnig er um norðurljósin ritað í frásögnum
Nielsar Horrebow um Ísland (1752), Ferðabók
Eggerts og Bjarna (1772) og Ferðabók Sveins
Pálssonar (1791–1797), að fátt eitt sé nefnt.
„Fyrstu skipulegu athuganirnar á Íslandi
eru sennilega þær sem Sveinn Pálsson gerði í
þrjú ár samfleytt, 1792–1794, en þá skráði
hann hve mörg kvöld í hverjum mánuði norð-
urljós hefðu sést. Það er svo ekki fyrr en 1873,
að reglubundar athuganir hefjast hérlendis.
Það var á vegum dönsku veðurstofunnar,“
segir Þorsteinn. „Þá var farið að skrá norður-
ljós jafnframt því að veðurathuganir voru
gerðar. Erlendis var slíkum athugunum safnað
mun fyrr en hér, t.d. í Noregi. Norðmenn hafa
ætíð verið mjög áhugasamir um norðurljós.
Veturinn 1883–1884 kom hinn þekkti danski
vísindamaður Sophus Tromholt hingað til
lands til norðurljósarannsókna, og fór m.a.
upp á Esju til mælinga. Svo kom hingað annar
leiðangur á árunum 1899–1900 og dvaldist á
Akureyri. Hann var sömuleiðis á vegum
dönsku veðurstofunnar, eins og hinn fyrsti, og
honum stjórnaði Adam Paulsen, forstjóri veð-
urstofunnar og merkur vísindamaður. Með í
för var myndlistarmaður, Harald Moltke
greifi, sem málaði myndir af norðurljósunum,
og eru þau verk hans með því besta sem gert
hefur verið af því tagi. Veturinn 1902–1903
kom hingað norskur leiðangur til norðurljósa-
rannsókna og setti upp mælingastöð á Dýra-
firði. Þær mælingar voru gerðar að tilhlutan
Kristian Birkelands, en hann tók ekki sjálfur
þátt í þeim. Svo veit ég lítið um norður-
ljósaathuganir hérlendis framan af 20. öldinni.
Á öðru alþjóðlega pólárinu, 1932–1933, voru
sendar hingað norskar norðurljósamyndavélar
af sömu gerð og Carl Størmer notaði í Noregi.
Ég minnist þess að hafa séð þessar mynda-
vélar í geymslu á Veðurstofunni fyrir mörgum
árum, en veit ekki hvort þær voru nokkurn
tíma notaðar hér. Að minnsta kosti hef ég
aldrei séð neinar myndir teknar með þeim.
Sjálfur byrjaði ég að fást við norðurljósa-
athuganir á árunum 1951–1954, þegar ég var í
menntaskóla. Þá gekk ég í Breska stjörnu-
fræðifélagið, sem er félag áhugamanna, en ein
deild þess félags vinnur að norðurljósarann-
sóknum. Þetta voru fyrstu nánu kynni mín af
norðurljósunum. Þá fylgdist ég með norður-
ljósum flest kvöld þegar heiðskírt var, og var
oft langt fram á nætur við að skrá athug-
anirnar. Ég fékk þá mikinn áhuga á þessu
verkefni. Skýrslurnar fóru til gagnamiðstöðvar
í Edinborg.“
NORÐURLJÓSAMYNDAVÉLAR Á
RJÚPNAHÆÐ OG VIÐ EYVINDARÁ
„Á alþjóðlega jarðeðlisfræðiárinu, 1957–
1958, tóku þjóðir heims höndum saman til
rannsókna á norðurljósunum, og Íslendingar
áttu aðild að því átaki. Veðurstofan setti upp
norðurljósamyndavél af sænskri gerð á
Rjúpnahæð, sem þá var töluvert utan við
byggðina í Reykjavík. Verkinu stjórnaði Ey-
steinn Tryggvason, sem þá vann á Veðurstof-
unni. Það vildi svo til, að ég var í sumarvinnu
á Veðurstofunni á þessum tíma, þannig að ég
átti þátt í að koma myndavélinni upp og vinna
að fyrstu myndatökunum. Myndir voru teknar
á mínútufresti á 16 mm filmu. Myndavélin á
Rjúpnahæð var rekin af Veðurstofunni til
1963. Þá var ég kominn frá námi erlendis og
byrjaður að vinna á nýstofnaðri Eðlisfræði-
stofnun, sem var forveri Raunvísindastofnunar
Háskólans. Varð þá að samkomulagi að Eðl-
isfræðistofnun tæki við þessum myndatökum
af Veðurstofunni. Myndavélin á Rjúpnahæð
var svo í notkun í tíu ár í viðbót, eða til 1973.
Árið 1965 tókst mér að fá aðra norðurljósa-
myndavél að gjöf frá Bandaríkjunum. Sú
myndavél var flutt til Egilsstaða, eftir að sér-
stakt hús hafði verið smíðað utan um hana.
Ætlunin var að senda myndavélina flugleiðis,
en þegar til kastanna kom reyndist húsið of
stórt til að það kæmist inn í nokkra flugvél í
innanlandsflugi. Á endanum var Varnarliðið
fengið til að flytja hana. Þessi myndavél var
sett niður við Eyvindará nálægt Egilsstöðum
og starfrækt þar í nokkur ár. Upp úr 1970 var
myndavélin flutt suður og komið fyrir í seg-
ulmælingastöð Raunvísindastofnunar Háskól-
ans í Leirvogi í Mosfellssveit. Þar voru teknar
myndir um skeið, en ekki þó með reglubundn-
um hætti.
Árið 1965 kom hingað leiðangur vísinda-
manna frá frönsku geimvísindastofnuninni.
Þeir höfðu meðferðis eldflaug sem skotið var
upp í háloftin frá Mýrdalssandi til að rann-
saka norðurljósin. Mun það vera í eina skiptið
sem slík tilraun hefur verið gerð hér á landi.
Tveimur árum síðar kom annar leiðangur frá
sömu stofnun og sendi loftbelgi upp í háloftin
til að mæla röntgengeisla sem tengjast norð-
urljósunum.“
FLEIRI ÞJÓÐIR BÆTAST VIÐ
„Það næsta sem gerist er að það koma
hingað menn frá Pólrannsóknastofnuninni í
Japan, undir forystu Dr. Natsuo Sato, til
norðurljósaathugana. Þetta er árið 1977. Þeir
óskuðu eftir aðstoð og samvinnu við Raunvís-
indastofnun Háskólans og ég tók að mér þetta
samvinnuverkefni. Árið 1983 voru Japanarnir
búnir að setja upp mjög fullkomna athug-
unarstöð á Augastöðum nærri Húsafelli, og
hefur hún verið rekin þar síðan. Sú stöð hefur
Á árunum 1899-1900 kom hingað leiðangur á vegum dönsku veðurstofunnar og dvaldist hann á Akureyri. Með
í för var myndlistarmaður, Harald Moltke. Þetta er ein mynda hans og sýnir norðurljós þar 1. desember 1899.
Eru verk hans talin með því besta sem gert hefur verið af því tagi og prýða enda margar bækur.
Norður- og suðurljósin eru ekki mest yfir sjálfum
heimskautunum, eins og margur kynni þó að ætla,
heldur 2000-3000 km frá þeim, og mynda þar sveig-
laga kraga utan um segulskaut jarðar en ekki sjálf
heimskautin. Og þar eð segulskautið á norðurhveli
er um 1200 km frá sjálfu heimskautinu, fylgir norð-
urljósakraginn ekki alls staðar sömu breiddargráðu.
Auk þess tekur hann breytingum, stækkar þegar
mikið gengur á í sólinni og færist þá suður á bóginn
og getur sést nálægt miðbaugi. Þetta á eins við um
suðurljósakragann, nema það að hann færist norður
á bóginn. Myndin, sem gervihnötturinn POLAR tók,
sýnir norðurljósakragann í útfjólubláu ljósi. Efst sést
daghlið jarðar.
Segulljós hafa einnig uppgötvast á reikistjörnunum
Satúrnusi og Júpíter og leidd hafa verið rök að því,
að slíkt kunni að finnast víðar, þar sem lík skilyrði
eru fyrir hendi. Myndirnar eru teknar af Hubble-
sjónaukanum í gegnum útfjólubláa ljóssíu.