Morgunblaðið - 07.01.2001, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á ÞESSUM velgengnistímum, þeg-
ar næstum engan virðist skorta
neitt og margir hafa miklu meira en
þeir þurfa, er hollt að minnast
þeirra daga, þegar veraldlegu gæð-
in voru af skornum skammti og lífið
allt virtist einfaldara og ljúfara en
það er á þessum síðustu og verstu
tímum. Ekki það, að ég sé að kvarta
yfir góðærinu og gjöfunum, sem
það hefir fært okkur. Síður en svo.
En ég held, að lífið sé þó nokkru
flóknara og jafnvel erfiðara en það
var áður fyrr. Ný tækni, ný tæki og
ný tækifæri sameinast við að út-
heimta meira af mannanna börnum
en áður var.
Það eru ef til vill alls ekki allir
sammála um það, að lífið sé eitthvað
strembnara nú en áður var. Skilj-
anlega hefir yngri kynslóðin engan
samanburð, svo henni er náttúru-
lega vorkunn. Alþjóðlegar skoðana-
kannanir hafa reyndar sýnt, að Ís-
landsmenn eru með allra
hamingjusamasta fólki á jarðkringl-
unni. Í gamla daga voru engar skoð-
anakannanir. Ekki svo að skilja að
fólkið hefði ekki skoðanir, langt frá
því, en það var bara enginn til að
kanna þær. Ég held, að okkur hafi
fundist að við værum alveg sæmi-
lega hamingjusamur hópur, eftir
því sem ég bezt man, þótt það væri
ekki básúnað út um allan heiminn.
Látum okkur nú hverfa aftur um
stund til hinna gömlu góðu daga. Á
árunum eftir stríð var almennur
skortur á alls lags varningi. Meðal
annars var mjög erfitt að komast yf-
ir flestar tegtundir af skótaui. Ég
fjalla um þetta vegna þess, að ég var
í nokkur sumur sendisveinn hjá
Hvannbergsbræðrum sem ráku í
Eimskipafélagshúsinu eina stærstu
skóverzlun í Reykjavík. Vegna
þessa tel ég mig sérfræðing í skó-
tausmálum Íslands á eftirstríðsár-
unum. Í stríðinu hafði verið
skömmtuð ýmis matvara, svo og
fatnaður og skór. Mig minnir að bú-
ið hafi verið að afnema matar-
skömmtunina þegar þetta gerðist,
en skórnir og fatnaðurinn var enn
háður skömmtun og varð fólk að
framvísa svokölluðum stofnaukum,
þegar kaup voru gerð. Ég held að
skammturinn hafi verið ein föt og
einir skór á ári og var stofnaukinn
fyrir skótaui nr. 12, að mig minnir.
Þótt skór væru þannig skammt-
aðir var samt almennt stöðugur
skortur á erlendum skófatnaði og
mikill hamagangur í öskjunni þegar
sendingar bárust frá útlandinu.
Innlend framleiðsla var á boðstól-
um, en íslenzku skórnir þóttu held-
ur klunnalegir og var það sér í lagi
kvenfólkið sem var óánægt með
gæði og útlit. Sendillinn hjá Hvann-
bergsbræðrum hafði vitneskju um
það, hvenær nýjar vörusendingar
yrðu teknar til sölu, og gátu slíkar
upplýsingar gert hann mjög vinsæl-
an hjá vinum hans og ættingjum,
sérstaklega af kvenkyni. Furðu-
margir virðast hafa fengið svona
innherjaupplýsingar, því á dular-
fullan hátt myndaðist þyrping við
búðardyrnar að morgni þeirra
daga, sem byrjað var að selja út-
lendu skóna, og höfðu sumir við-
skiptavinirnir beðið í marga
klukkutíma.
Njósnafréttir af nýjum skósend-
ingum voru mikils metnar af kven-
þjóðinni, en það jafnaðist ekki á við
upplýsingar um bomsusendingar.
Fósturlandsfreyjur núdagsins, sem
fara allra sinna ferða bílandi og
stíga sjaldnast fæti á gangstétt,
nema hún sé þá hituð með hitaveitu-
vatni, þurfa skiljanlega ekki á
bomsum að halda. Öðru máli gegndi
hér áður fyrr, þegar ferðast var
mest á tveim jafnfljótum og svo með
strætó. Og vernda varð nýju skóna
frá Hvannbergs með bomsunum
ómissandi. Það var jafn áríðandi að
eiga góðar bomsur og það var að
hafa góða slæðu til að binda yfir
hárið.
Eitt sumar, á þessum táningsár-
um, vorum við þrír vinir og félagar
allir skotnir í sömu stelpunni austur
í bæ. Stúlka þessi átti tvær eða
þrjár eldri systur og lét ég þeim í té
leynilegar upplýsingar um skó- og
bomsukomur til Hvannbergs-
bræðra. Vonaðist ég til þess að
gengi mitt myndi rísa hjá þeirri
margelskuðu, en ekki varð það. Ef
til vill varð ég eitthvað vinsælli hjá
systrum hennar, sem dugði mér lít-
ið.
Þrátt fyrir skóskort á þessum ár-
um uxu og döfnuðu skóverzlanir
bæjarins. Nokkrar þeirra sköpuðu
reyndar auð, sem skipaði fjölskyld-
um eigenda þeirra í hóp þeirra rík-
ustu í landinu, og entist auðurinn í
meira en eina kynslóð í sumum til-
fellum. Stór hluti sölunnar, a.m.k.
hjá Hvannbergsbræðrum, lá í
gúmmístígvélum, en innflutningur
þeirra var að mestu frjáls enda gat
þjóðin ekki komist af án þeirra. Sjó-
menn landsins notuðu klofstígvél,
en mikill hluti þeirra var ofanálímd-
ur, þ.e. stígvélin voru útlensk, en
Hvannberg, sem flutti líka inn
gúmmí í rúllum, lét sína fagmenn
líma efnið ofan á þau.
Önnur framleiðsluvara voru hinir
alræmdu gúmmískór. Þeir voru
gott dæmi um það hvernig neyðin
kennir naktri konu að spinna. Skór
þessir, ef skó skyldi kalla, voru
sniðnir úr gömlum bíldekkjaslöng-
um og límdir saman. Lagið var svip-
að og á kúskinnsskóm svo það hefir
líklega verið þjóðlegt að ganga í
þeim. Í þessu skótaui gengu allir
strákar í stríðinu og næstu ár á eft-
ir, en þó voru sumir ríkra manna
drengir í innfluttum gúmmískóm,
svörtum með hvítri rönd og tungu
að ofan, og þar að auki fóðruðum.
Bílslöngugúmmíið „andaði“ vitan-
lega ekki, svo lopasokkarnir og líka
lappirnar, sem í skónum voru, urðu
að sætta sig við sífelldan raka.
Hægt og sígandi jókst svo vel-
gengnin þótt vöruskortur og gjald-
eyrisþurrð væri viðloðandi mörg
næstu árin. Á skólaárunum og
fyrstu árum hjúskaparlífs þóttist
maður góður að eiga tvenna skó,
eina brúna og eina svarta. Og auð-
vitað bara ein spariföt og farið var
alltaf í svörtu skóna við þau. Á þeim
árum gengu karlar líka í bomsum,
sem var nauðsynlegt til að arka í
gegnum regn og krap og snjó.
Blessaðar konurnar hafa eflaust átt
eitthvað fleiri skópör og urðu þær
að hafa úti allar klær til þess að geta
tollað í tízkunni.
Á þessum góðæristímum seinni
ára eiga mörg okkar allt of mikið af
skótaui. Það er svo skrítið að núna
þegar við göngum miklu minna en í
gamla daga vitum við ekki skópara
okkar tal. Svo virðist sem íbúar hins
vestræna heims séu allir að keppa
við Imeldu Marcos, fyrrverandi for-
setafrú Filippseyja, sem ku hafa átt
1.400 eða 1.700 pör af skóm. Ekki
hefi ég samt heyrt um að hún hafi
átt neinar bomsur.
Stofnauki nr. 12
Þórir S. Gröndal
skrifar frá
Flórída
K
ÓPASKER státar af einu
sérstæðasta kaffihúsi
landsins og heitir það Ið-
unn og eplin. Kaffihúsið
er rekið í stofunni á heim-
ili hjónanna Iðunnar Antonsdóttur
og Garðars Eggertssonar í Duggu-
gerði 7 og mun vera eina kaffihúsið í
Þingeyjarsýslum. Iðunn og Garðar
búa í einlyftu einbýlishúsi og látlaust
skilti með nafni starfseminnar grein-
ir húsið frá öðrum í götunni.
Nafnið Iðunn og eplin vísar jafnt
til Iðunnar húsfreyju og gamallar
sögu úr Gylfaginningu. „Iðunn var
ein af ásynjum, gift Braga,“ segir Ið-
unn Antonsdóttir. „Hún átti töfra-
epli og þegar æsir gerðust gamlir og
gráir komu þeir til Iðunnar og fengu
epli. Við að borða eplin yngdust þeir
upp og urðu hressir á ný.“
Dæmigerð stofa
Kaffihúsið var opnað formlega
hinn 15. júní í sumar sem leið. Ekki
gafst tóm til að auglýsa opnunina
sérstaklega en gestirnir létu ekki á
sér standa. Fólki er boðið inn á heim-
ilið og í stofunni hefur verið komið
fyrir nokkrum litlum kaffiborðum og
stólum. Annar húsbúnaður er dæmi-
gerður fyrir íslensk heimili. Sófasett,
skápar, hljómflutningstæki, sjón-
varp, pottablóm og myndir á veggj-
um. Þar má meðala annars sjá lista-
verk eftir Þingeyinga á borð við
Stórval og Freyju.
Iðunn segir að fólk hafi orð á því
hve þægilegt það sé að koma inn í
svo heimilislegt umhverfi. Garðar
tekur undir og segir að gestir hafi oft
haft orð á því að erfitt væri að finna
afslappað umhverfi og rólegt á ferð-
um um landið. Ingunn segir að
margir hafi lýst reynslu sinni svo að
ferðamönnum byðist að velja á milli
þess að fara í sjoppur eða hálftóma
og allt of stóra matsali.
„Útlendingum þykir sérstaklega
áhugavert að sjá íslenskt heimili og
að fá að koma í heimsókn,“ segir Ið-
unn. Á veröndinni framan við húsið
eru borð og stólar. Í sumar var veð-
urblíðan slík að veröndin var oft
þéttsetin gestum.
Langt að
komnir gestir
„Við fengum rétt um 600 gesti á
sex vikum í sumar. Ætlunin var að
hafa opið fjóra tíma á dag, en það
tókst ekki alltaf að loka í tíma.“ Gest-
irnir komu víða að. „Hingað kom til
dæmis vegalaus indverskur borgar-
stjóri sem hafði verið að spila golf á
Akureyri, en villtist af leið,“ segir Ið-
unn. Hún segir að Íslendingarnir
hafi aðallega rekið inn nefið vegna
þess að þeir hafi orðið svo hissa að
frétta af þessari starfsemi.
Eitthvað fyrir alla
Veitingarnar eru ekki af verri end-
anum. „Ég hef lagt áherslu á að vera
með eitthvað sem hentar öllum,“
segir Iðunn. „Þeir sem hafa of hátt
kólesteról eða eru með sykursýki
eiga að geta fengið eitthvað við sitt
hæfi hér, ekki síður en aðrir. Svo er
ég alltaf með eitthvað úr eplum,“
segir Iðunn. Hún segir gestum að
eplin sín fari ekki að virka fyrr en
komið er 30 km frá Kópaskeri og úr
því nenni enginn að snúa við til að
kvarta ef fjörið lætur á sér standa.
Í boði er kaffi, te og meðlæti en
einnig er hægt að panta mat. Allt
brauð og kökur er heimabakað.
Ostakaka hússins ku vera rómuð fyr-
ir gæði. Iðunn segist helst bjóða upp
á mat sem er upprunninn í héraðinu.
Mjólkurvörur, lax, silung, rækju og
kjöt. Hún nefnir fiskisúpu og ýmsa
fiskrétti sem byggðir eru á hollustu
og gæðum góðs hráefnis.
Iðunn leggur áherslu á að nota fal-
lega muni. „Allir dúkar eru hand-
unnir og útsaumaðir. Bollastellið er
einnig handunnið í Gallerí ASH við
Varmahlíð í Skagafirði.“
Hluti af heimilinu
En hvernig er það að opna heimili
sitt fyrir gestum og gangandi?
„Það er gott, því þetta gekk svo
vel,“ segir Iðunn. „Kaffihúsið er orð-
ið hluti af heimilinu. Við kynntumst
svo mörgu góðu og þakklátu fólki.
Það var reynt að loka kaffihúsinu
klukkan sex á daginn og eftir það
ríkti hér hefðbundinn heimilisfriður.
Ef fólk kom utan venjulegs opnunar-
tíma þá var auðvitað reynt að lið-
sinna því.“
Heimilið er reyklaust og kaffihús-
ið er ekki með vínveitingaleyfi. Þau
Iðunn og Garðar eiga áfengi til eigin
nota og gerðu ekkert til að fela veig-
urnar. Þrátt fyrir það segja þau að
aldrei hafi verið beðið um áfengar
veitingar.
Rekstur kaffihússins var annað
tveggja starfa Iðunnar í sumar. Hún
fékk aðstoð frá fjölskyldunni við
rekstur kaffihússins. Auk þess að
bjóða gestum og gangandi upp á
veitingar er Iðunn framkvæmda-
stjóri Fræðslusmiðstöðvar Þingey-
inga. Hún er kennaramenntuð og
hefur starfað sem kennari og skóla-
stjóri.
Fullorðinsfræðsla og símenntun
Hvað er Fræðslumiðstöð Þingey-
inga?
„Þetta er ein átta slíkra fræðslu-
miðstöðva og símenntunarstöðva hér
á landi. Einu sinni voru hér farskól-
ar, sem lagðir voru niður, og endur-
og símenntunarstöðvar komu í
þeirra stað.“ Fræðslumiðstöðin
stendur meðal annars fyrir viku sí-
menntunar, fullorðinsfræðslu og
námskeiðahaldi í sýslunni.
„Við höfum verið að koma upp
fjarfundabúnaði í Þingeyjarsýslu, til
þess að auðvelda fólki nám í heima-
byggð, meðal annars háskólanám,“
segir Iðunn. „Nú erum við að kynna
nám fyrir leikskólakennara, sem
hefst næsta haust ef næg þátttaka
fæst. Það verður haldið í samvinnu
við Háskólann á Akureyri. Auk þess
erum við í samvinnu við marga aðra
um styttri og lengri námskeið. Nú er
haldið námskeið sem kallast Hag-
nýtt skrifstofunám og skiptist á fjór-
ar annir. Fyrirmyndin er frá
Menntaskólanum í Kópavogi og
námskeiðið er haldið á Húsavík.
Þátttakendur er átján talsins og
koma víða að. Úr Kelduhverfi, Mý-
vatnssveit, Húsavík og sveitunum
þar í kring.“
Á öllum skólastigum
Iðunn segir að Fræðslumiðstöðin
hafi margt á prjónunum. Til dæmis
styttri og lengri námskeið á sviði
ferðaþjónustu og rekstrar, meðal
annars í samvinnu við Háskólann á
Akureyri. Iðunn er að undirbúa
námskeið fyrir skólaliða og stuðn-
ingsfulltrúa í grunnskólum Þingeyj-
arsýslna.
„Endur- og símenntunarmiðstöðv-
arnar hafa náið samstarf sín á milli
og miðla upplýsingum um áhugverð
námskeið,“ segir Iðunn. „Hlutverk
okkar er að vinna að eflingu hvers
konar fullorðinsfræðslu á öllum
skólastigum.“
Kaffihúsið Iðunn og eplin á Kópaskeri
Morgunblaðið/RAX
Iðunn Antonsdóttir rekur kaffihúsið Iðunn og eplin í stofunni heima hjá sér á Kópaskeri. Auk þess stýrir hún
Fræðslumiðstöð Þingeyinga, sem annast fullorðinsfræðslu.
Fjörgandi
og fræðandi
eftir Guðna Einarsson