Morgunblaðið - 07.01.2001, Page 19

Morgunblaðið - 07.01.2001, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2001 B 19 hefst 10. janúar nk. Kvöld- og helgarnám. Upplýsingar og innritun í síma 897 2350 og 511 1085 virka daga kl. 13—17. Nuddskóli Guðmundar, Hólmaslóð 4, Reykjavík. NUDDNÁM Lúxusferð til Kanarí fyrir 4-6 13/2-6/3 3 vikur 1. Dvalið verður á 5 stjörnu lúxus íbúðarhóteli niður við strönd. 2. Sér strönd með hvítum sandi fyrir hótelgesti. 3. Allar sundlaugar og nuddpottar upphitaðir. 4. Öll upphugsanleg heimilistæki og borðbúnaður í íbúðum. 5. Matvörumarkaður „súpermarkaður“ og glæsilegar verslanir á hótelinu. 6. Skemmtanir á hverju kvöldi ef gestir vilja. 7. Barnagæsla og leikið við börn og fullorðna á hverjum degi. 8. Stórar svalir með borðstofu og bekkjum. 9. Glæsileg líkamsrækt á hótelinu. 10. Beint flug. 11. Verð miðað við 4 í íbúð, 122.000 á mann í 3 vikur, flug og gisting. Verð miðað við 6 í íbúð, 91.000 á mann í 3 vikur, flug og gisting. Upplýsingar veitir Óskar G. Sigurðsson, sími 898 6405. JÓLAMÓT BR og SPRON var spil- að 29. desember. 56 pör spiluðu 44 spil með Monrad barometer fyrir- komulagi. Til að gera langa sögu stutta þá unnu Ljósbrá Baldursdótt- ir og Ásmundur Pálsson með +276, sem jafngildir 61,6%. Þau leyddu allt mótið og munaði minnstu í lokin, eða 6 stigum, sem Pál Valdimarsson og Eirík Jónsson vantaði til að brúa bil- ið í fyrsta sæti. Efstu pör urðu: Ljósbrá Baldursd. – Ásmundur Pálss. 276 Páll Valdimarss. – Eiríkur Jónss. 270 Helgi Jónss. – Helgi Sigurðss. 168 Aðalsteinn Jörgens. – Sverrir Árm. 158 Árni Hanness. – Halldór Tryggvas. 133 Gylfi Baldurss. – Steinberg Ríkarðss. 128 Þórður Sigurðss. – Gísli Þórarinss. 126 Guðbjörn Þórðars. – Hjálmar S. Pálss. 123 Helgi Hermannss. – Kristinn Þóriss. 102 Hjalti Elíass. – Eiríkur Hjaltas. 97 Veitt voru peningaverðlaun að heildarverðmæti 195.000 kr. fyrir 6 efstu sætin. Auk þess voru veitt flug- eldaverðlaun frá Kiwanisklúbbnum Esjunni fyrir efsta par í flokki kvenna, blandaðra og eldri spilara, sem voru ekki í 6 efstu sætunum. Hjördís Sigurjónsdóttir og Kristján Blöndal voru efst í blandaða flokkn- um, Björn Theodórsson og Páll Bergsson í flokki eldri spilara og Halldóra Magnúsdóttir og Soffía Daníelsdóttir voru efsta kvennapar- ið. Að lokinni verðlaunaafhendingu voru 3 pör dregin út af handahófi og gaf Kiwanisklúbburinn Esjan þeim glæsilega flugelda. Þessi pör voru: Hermann Lárusson – Erlendur Jónsson, Þorsteinn Joensen – Her- mann Friðriksson og Birna Stefnis- dóttir – Aðalsteinn Steinþórsson. Að lokum þakkar BR spilurum sem hafa spilað hjá félaginu fyrir þátttökuna og óskar öllum bridsspil- urum nær og fjær gleðilegs árs. Um- sjónarmaður bridgedálksins fær sér- stakar þakkir fyrir alúðlegt og gott samstarf á liðnum árum. Dagskrá BR 2001 BR verður eingöngu með eins- kvölds tvímenninga á föstudögum fram að þriðjudeginum 23. janúar en þá tekur við reglubundin starfsemi hjá félaginu, það er spilamennska á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Dagskrá hvers dags verður auglýst seinna en á föstu- dagskvöldum er spilaður tvímenn- ingur frá 19.00 til 22.45 og þá tekur við miðnætursveitakeppni fyrir þá sem vilja bæta við spilamennsku. Keppnisgjald hjá BR er 700 kr. á spilara hvert kvöld. Aðalkeppnis- stjóri félagsins er Sveinn R. Eiríks- son og honum til aðstoðar er Sigur- björn Haraldsson. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2001 Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2001 fer fram dagana 9.–23. janúar. Spilaðir verða 16 spila leikir nema að þátttaka verði of mikil til að leyfa þann fjölda spila. Spilað verður með forgefnum spilum og verður árangur hvers pars metinn í fjölsveitaút- reikningi. Keppnisdagar miðað við 24 sveitir (23 umferðir). 9. janúar umf. 1–2 10. janúar umf. 3–4 13. janúar umf. 5–8 14. janúar umf. 9–12 16. janúar umf. 13–14 17. janúar umf. 15–16 20. janúar umf. 17–20 21. janúar umf. 21–23 Niðurröðun leikdaga gæti riðlast ef þátttaka verður minni eða meiri en gert er ráð fyrir. Skráningarfrestur er til 17:00 mánudaginn 8. janúar. Dregið verður í töfluröð kl. 18:00 sama dag. 13 efstu sveitirnar úr Reykjavík öðlast rétt til að spila í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni 2001. Keppnisgjald er 24.000 kr. á sveit. Tekið er við skráningu á skrifstofu BSÍ, s. 587 9360, eða í tölvupósti, bridge@bridge.is. Skráningu verða að fylgja nöfn fjögurra spilara í sveitinni. Heimasíða mótsins er www.is landia.is/svenni. Ásmundur Pálsson og Ljósbrá Baldursdóttir sigruðu á minningarmótinu um Hörð Þórðarson. Með þeim eru Jens Þórðarson, sonarsonur Harðar, og Björn Eysteinsson en þeir afhentu verðlaunin í mótslok. Í bakgrunni er mynd af Herði Þórðarsyni. Ásmundur og Ljósbrá unnu minningarmótið um Hörð Þórðarson BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n NOKKUR fjarskiptafyrirtæki hafa náð samkomulagi um svokallaða heimtaugaleigu, eða leigu á símalín- um af Landssíma Íslands hf, en sam- komulagið ætti að auka samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Gústav Arnar, forstöðumaður Póst- og fjarskipta- stofnunar, sagði að samningurinn hefði það í för með sér að fjarskipta- fyrirtæki, sem væru með talsíma- þjónustu eða gagnaflutningsþjón- ustu, gætu leigt heimtaugar af Landssímanum í stað þess að leggja þær sjálf. Heimtaugar kallast kopar- símalínurnar sem tengja notendur við næstu símstöð. „Nýju fyrirtækin á markaðnum geta núna frekar boðið símnotendum þjónustu en áður,“ sagði Gústav og bætti því við að litið væri á heim- taugaleigu sem mikilvægan áfanga í að koma á samkeppni á fjarskipta- markaðnum og jafna aðstöðumun fyrirtækja. Gústav sagði að Póst- og fjar- skiptastofnun hefði í ágúst komið á vinnuhóp sem með þátttöku fjar- skiptafyrirtækja hefði unnið að gerð verklagsreglna fyrir heimtaugaleigu. Þau fyrirtæki sem hafa skrifað undir samkomulagið eru Landssími Ís- lands hf., Íslandssími hf., Hringiðan ehf. ásamt Póst- og fjarskiptastofn- un. Þjóðhagslega óhagkvæmt að allir leggi símalínur Hingað til hafa nýju fyrirtækin á markaðnum þurft að leggja sjálf nýj- ar símalínur til þeirra notenda sem hafa viljað skipta við þau en það hefur bæði verið kostnaðarsamt og tíma- frekt. Gústav sagði að það væri einn- ig mjög þjóðhagslega óhagkvæmt því Landssíminn hefði í gegnum árin lagt slíkar línur um borg og bæi. Nú gætu fyrirtækin einfaldlega samið um af- not af þeim línum sem fyrir væru. Verklagsreglurnar gera jafnframt ráð fyrir að Landssíminn leigi fjar- skiptafyrirtækjunum aðstöðu fyrir símabúnað þeirra í símstöðvum þar sem því verður við komið en að öðr- um kosti koma fjarskiptafyrirtækin sér fyrir í nágrenni símstöðvar. Viðskiptin ganga því þannig fyrir sig að símnotendur gera samning við fjarskiptafyrirtæki um þá þjónustu sem þeir vilja þiggja hjá fyrirtækinu og það sendir umsókn um leigu á heimtaug símnotandans til Lands- síma Íslands. Afhending heimtaugar skal eiga sér stað eigi síðar en 20 dög- um eftir móttöku umsóknar fjar- skiptafyrirtækisins. Þess ber að geta að öðrum fjarskiptafyrirtækjum er heimill aðgangur að samkomulaginu. Fjarskiptafyrirtæki semja um leigu á símalínum af Landssíma Íslands Samkeppni á fjarskiptamark- aðnum aukin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.